
Óska lesendum síðunnar gleðilegra jóla og farsældar á kom(m)andi ári (eins og vinur minn einn orðaði þessa kveðju ávallt) á sennilega vel við í ár.
Leik blak með félögum mínum í HÍ. Í þeim ágæta hópi er margt skrafað að leik loknum og mörg heimsins vandamál krufin til mergjar og jafnvel leyst ef svo ber undir. Ekkert mál er svo ómerkilegt að það verðskuldi ekki umræðu þessa ágæta hóps sem gegnir heitinu Blakmenn Björgvins.![]() |
| Af vefnum Working on driving the world slightly insane. |
Hafnfirskir unglingar sýndu frábært frumkvæði í gær þegar að þeir efndu til mótmæla við bæjarskrifstofur Hafnarfjarðar. Æska bæjarins er greinilega orðin langþreytt á eilífum niðurskurði til félagsmiðstöðva og sífellt verri aðstöðu til félagsmiðstöðvastarfseminnar. Þegar að rúmlega 700 ungmenni þramma í mótmælagöngu, halda fund og ræða málefnalega og skýrt um sínar aðstæður þá er það skylda bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að taka fullt mark á slíku og ekki síst koma til móts við óskir unga fólksins.
Nú eru komnar fram óskir um nýjar kosningar um stækkun álversins í Hafnarfirði? Sem var fellt eftirminnilega fyrir ca tveimur árum. Segjum sem svo að ef aftur verður kosið og segjum að ef svo illa færi að þessari gríðarlega öflugu kosningavél Rio Tinto tækist í krafti gríðarlegra fjármuna og með auglýsingaskrumi að ná meirihluta fyrir stækkun álvers er þá ekki spurning að kjósa í þriðja sinn að beiðni okkar sem erum á móti stækkun?
Brá mér í Þjóleikhúsið í gærkvöldi - erindið að sjá forsýningu á leikritinu Brennuvargarnir eftir Max Frisch. Óþægilega mikil skírskotun í samtímann þó svo að verkið hafi verið skrifað fyrir margt löngu. Frábær leik- og hljóðmynd. Afburða leikarar með Eggert Þorleifsson fremstan meðal jafningja. Fín sýning, fínn stígandi og áleitið viðfangsefni. Sem sagt gott leikhús og sýning sem á erindi við alla ekki síst á þessum síðust og verstu - hvet fólks til þess að láta þessa sýningu ekki fram hjá sér fara.
Á meðan engin segir sorry og engin gengst við ábyrgð á hruninu þá verður ekki sátt í íslensku samfélagi - Sorgleg málefnafátækt í þinginu - Halda menn með sínu liði algerlega óháð því sem á undan er gengið? - Er stjórnmálabarátta einhverskonar fótboltaleikur sem byggir á "áhangendaáráttu" fremur en almennri skynsemi?
"Foreldrakvöld Frístunda Íslands mun bjóða upp á kynningar og aðra sérstaka viðburði fyrir foreldra" segir á heimasíðu Frístunda Íslands. Að öðru leiti segir útgefandi (sem ekki kemur fram á heimasíðunni hver er?) að síðan sé " Ný og spennandi leið til að nálgast upplýsingar um innan og utandyra frístundir fyrir börn og unglinga á höfuðborgarsvæðinu."
... spyr Mogginn? Engin svara ég tafarlaust. Davíð Oddsson í stól ritstjóra Morgunblaðsins er ekki akkúrat það sem íslensk þjóð þarfnast. Málsvörn hrunsins og umfjöllun a la Davíð Oddsson og hans kumpána dag út og dag inn verður engum bjóðandi, pólitískt klám - Afturhvarf til hinnar grímulausu hagsmunabaráttu sægreifa og efstu laga viðskiptalífsins, sem meðal annars mun felast í linnulausum og ómaklegum árásum á það fólk sem nú um stundir gerir ekkert annað en að þrífa upp "messið" eftir hugmundafræðilegt gjaldþrot þeirra stefnu sem ritstjórinn stóð fyrir. Nei takk ómögulega hef ekki hug á því að styrkja slíkt blað.
Íslensk pólitík er i pattstöðu – fyrir það fyrsta þá muna sjálfstæðismenn og framsóknarflokkur ekkert eftir pólitísku handlangi sínu í fyrri ríkistjórnum, sem leiddi okkur í mestu kreppu s.l. 150 ára eða svo. Í öðru lagi gefa menn sér upp þær forsendur að í efnahagsmálum sé hið algerlega frjálsa val kostur í stöðunni. Vegna þeirrar stefnu sem þessir flokkar kannast ekki við og vita ekkert af þá er Ísland einfaldlega ekki vaðandi í möguleikum hvað varðar leiðir út úr kreppunni. Stjórnmálaumræðan hefur í fáu tekið mið af þessu ef marka má umræður á Alþingi í sumar. Hið pólitiska alzheimer gerir það að verkum að menn kannast ekki við neitt úr fortíðinni og umræðunni má líkja við pælingar um ýmsar tegundir af sumarfatnaði til þess að fara í út í sólina? þegar að hinn napri raunveruleiki er fimbulkuldi og vetrarhörkur. Heimur spádeilda bankanna um hið eilfía sumar í efnhagsmálum var tálsýn, „auglýsingarveruleiki“.
Umræður á Alþingi hafa því verið á sorglega lágu plani og í engu til þess fallnar af leiða þjóðina úr þessu ógöngum. Slíkt er ábyrgðarleysi og ber vott um pólitískt alzheimer eða meðvirkni á heimsmælikvarða „það er/var ekkert að“ það eru bara svo léleg stjórnvöld núna ? – veit það ekki en veit þó að gamaldags þrætubókarlist a la umræður sumarsins skilar engu - nema ennþá minni tiltrú á stjórnmálamönnum sem kannski var nú ekki mikil fyrir. Pólitískar skotgrafir eru ekki það sem þjóðin þarf á að halda.
Margir Hafnfirðingar muna eftir „Stöðinni“ eins og hún var hér í eina tíð. Var eins og Hallærisplanið í Reykjavík, hluti af rúntinum á stór Hafnarfjarðarsvæðinu, vinsæll meðal unglinga m.a. vegna þess að þarna var endastöð Landleiða og sjoppan var opin langt fram eftir nóttu. Oft var margt um manninn, mikil ölvun og jafnvel slagsmál. Þó svo að ástandið um miðjan níunda áratuginn hafi verið betra en fyrr á árum þá var ástandið alls ekki gott. Menn höfðu sérstaklega áhyggjur af yngstu unglingunum sem einnig bjuggu við nokkurt aðstöðuleysi í tómstundum sínum . Gömul verbúð (Æskó) á Einarsreitnum sem bærinn hafði tekið upp í gjaldþrotaskiptum var eina athvarfið. Þegar að ákveðið var að gera átak í málefnum unglinga í lok nýjunda áratugarins þá var einnig ákveðið að freista þess að sporna við neikvæðri menningu eins og vissulega var raunin á Stöðinni. Það var ekki gert á einni nóttu og það var heldur ekki neinn einn aðili öðrum fremur sem að því stuðlaði. Það var einfaldlega gert með víðtæku samtarfi allra þeirra sem unnu að unglingamálum með einum eða öðrum hætti. Æskulýðsráð, félagsmálayfirvöld, Lögreglan, skólayfirvöld og ekki síst foreldrasamfélagið tók höndum saman og með samstilltu langtíma átaki tókst að breyta ástandinu algerlega. Foreldrasamfélagið sýndi og sannaði að með afskiptum og einföldum skilaboðum má færa ástand til hins betra. Oft er unglingum kennt um að setja sér ekki mörk sem þau vita ekki hver eru. Það er hlutverk foreldrasamfélagsins og þegar að það gerir það eins og reyndin var varðandi Stöðina forðum þá einfaldlega virkar slíkt.
Æskulýðsráð Hafnarfjarðar sinnti forvörum af miklu kappi á þessum árum (meðfram öðrum verkefnum) m.a með stofnun Götuvitans (útideildar), fræðslufundum fyrir foreldra o.fl. Félagsmálastofnun, skólarnir og Lögreglan voru virkir þáttakendur í fræðslustarfinu. Ekki síst átti þetta við í efnahagslægðinni um miðjan tíunda áratuginn en í slíku ástandi myndast óróleiki í unglingasamfélaginu eins og raunin varð þá og kom t.d. fram í mjög aukinni áfengis- (Landa) og vímuefnaneyslu unglinga.
Það var heillaspor þegar að bæjaryfirvöld ákváðu að setja á stofn sérstaka forvarnarnefnd og setti þar með þennan mikilvæga málaflokk á eina hendi. Forvarnir eru langtímaverkefni sem snúast um að samstilla viðhorf og taka í tauma löngu áður en illa fer. Því miður er það svo að oft er blásið í herlúðra á elleftur stundu með afar takmörkuðum árangri. Tiltekin atvik geta vissulega haft mikið forvarnargildi en til langframa virkar það ekki þar sem sífellt nýjar kynslóðir vaxa úr grasi auk þess sem margt ungt fólk samsamar sig ekki með viðkomandi atvikum sem verða þá frekar séð sem slys fremur en myndgerving tiltekins þjóðfélagsástands s.s. aukinnar vímuefnaneyslu.
Forvarnarstarf í Hafnarfirði hefur síðustu ár verið til fyrirmyndar og með þeim hætti að eftir hefur verið tekið . Fyrirkomulag hér í bæ hefur verið öðrum bæjarfélögum fyrirmynd hvað varðar uppbygginu í málaflokknum. Samspil rannsókna og aðgerða er meðal þess sem einkennir starfið hér í Hafnarfirði . Rannsóknir R&G ( Rannsókn og greining) sem gerðar eru á tveggja ára fresti meðal unglinga efstu bekkja grunnskóla á öllu landinu hafa verið leiðarljós. Með því að greina niðurstöður fyrir hvert skólahverfi í Hafnarfirði og vinna forvarnarstarfið út frá þeim forsendum þá hefur tekist að koma í veg fyrir þróun sem hefði geta leitt til verri vegar. Með markvissum vinnubrögðum s.s foreldrasamstarfi , æskulýðstarfi o.fl. hefur því tekist að hafa verulega áhrif til hins betra í viðkomandi hverfum milli kannana. Því miður er það oft þannig að þegar að vel gengur þá er gengið að slíku sem vísu og ekki horft til allrar þeirrar sífelldu vinnu sem visslega fer fram til þess að halda þessum málum í eins góðu horfi og raun ber vitni.
Sterk forvarnarnefnd ásamt góðum starfsmanni er grundvöllur þess að vel gangi. Forvarnarnefnd sem hefur skýrt pólitískt umboð sem embættismaður sækir framkvæmdavald sitt til er forsenda velgengi á þessu sviði. Með nefndinni er tryggt að forvarnarmál fá vægi en lendi ekki sem aukamál í einhveri annari nefnd og hverfi í skugga annarra óskyldra mála. Forvarnarfulltrúi verður „landlaus“ hvað varðar umboð og þarf að leita til margra nefnda. Skilvirkni verður minni, ákvarðanataka verður mun flóknari og síðast en ekki síst er hætta á að áralöng reynsla og þekking fari forgörðum. Forvarnastarf gegnir mikilvægu hlutverki og ekki síst á tímum eins og þessum þar sem æskan er sérstakur áhættuhópur. Að leggja niður forvarnarnefnd var misráðið og hefur auk þess óverulegan sparnað í för með sér. Eitt af verkefnum forvarnarnefndar þessi dægrin ætti að vera stefnumótun um hverning bæjaryfirvöld munu taka á auknu atvinnuleysi 16 – 20 ára ungmenna sem er sérstakur áhættuhópur umfram aðra atvinnulausa. Annað ætti að vera að búa foreldrasamfélagið undir breytta tíma í unglingaumhverfinu og svona mætti lengi telja. Verkefni eru ærin og ekki vænlegt til árangurs að leggja ára í bát.
Í október verður haldið BSRB þing. Sem kunnugt er þá mun Ögmundur Jónasson láta af störfum sem sem formaður. Ögmundur hefur reynst afar farsæll leiðtogi og gert BSRB að virku afli í íslensku samfélagi. Í hans tíð hafa margir sigrar unnist og mörgum misundarlegum ráðagerðum stjórnvalda gegn hagsmunum opinberra starfsmanna og launamanna almennt hefur verið hrundið á bak aftur. Þvert á það sem pólitískir andstæðingar Ögmundar hafa haldið fram þá hefur hann átt náið og gott samstarf við "allra flokka fólk"innan BSRB enda forystan skipuð fólki úr öllum áttum og reyndar ekkert endilega flokksbundnu fólki. Þetta breiða samráð og samstarf er einfaldlega galdurinn á bak við farsæld formannsins og velgengni BSRB á umliðnum árum. Verkalýðsbarátta spyr ekki um flokkskírteini, hún spyr einfaldlega um hverjir eru hagsmunir launafólks og hverning eru þeir best varðir.
Það verður að segjast eins og er að oft hefur Sjálfstæðisflokkurinn átt betri daga í íslenskri pólitík en nú um stundir. Málflutningur formannsins í Valhöll um daginn hljómar eins og að flokkurinn hafi fengið nýja kennitölu og komi ekki lengur við gamla kennitalan eða mál henni fylgjandi. Þarna var um að ræða afneitun á heimsmælikvarða. Er auðvitað absúrd eins og reyndar sneypirför aðal hugmyndafræðings flokksins um daginn í mótmæli gegn sjálfum sér á Austurvöll með bók sína „Svartbók kommúnismans“ undir hendinni. Fullkomlega misheppnað PR hjá hugmyndafræðingnum ,var svona álika „gáfulegt“ eins og að kveikja sér í sígarettu í púðurgeymslu. Hugmyndafræðilegt gjaldþrot er staðreynd og bjartsýni að halda að gamla þrotabú frjálshyggjunnar nýtist eitthvað inn í framtíðina. Oddur Ólafsson heitinn og ýmsir aðrir mætir menn héldu uppi merkjum samhygðar og félagshyggju innan Sjálfsstæðisflokksins í eina tíð. Þá var öldin önnur og engin kannast við slíkt lengur, núna eru tímar frjálshyggjunnar og fyrirheitnu löndin eru Argentína og Chile. Hinn pólitíski kompás íhaldsins er í algeru lamasessi og bendir einungis á „ysta hægrið“ og meðan að svo er þá á flokkur lítið erindi við samtímann og fjarri því að vera það afl sem einu sinni var.
Hvers vegna er verið að tala um unglingalýðræði og til hvers er fyrirkomulag eins og Ungmennaráð Hafnarfjarðar ef það hefur ekkert um brýn hagsmunamál sín að segja þegar á reynir ? Ungmennin eru ekki einu sinni spurð álits þegar að unglingastarfsemi í bæjarfélaginu er skorin verulega niður og langt umfram annan niðurskurð ?
Ég hef lengi verið talsmaður þess að lækka kjörgengi í 16 ára aldur og með því gefa ungu fólki raunhæfa möguleika á því að hafa áhrif á mótun samfélagsins og ekki síst á þau mál sem á þeim brennur – Unglingalýðræði í núverandi mynd virkar ekki þegar á móti blæs - Tel því einu raunhæfu leiðina að lækka kjörgengi og því fyrr því betra. Veit sem er að við slíkt myndu málefni unglinga ekki verða sú afgangsstærð sem því miður vill verða – Það hefur ekkert samfélag efni á slíku fálæti og allra síst á tímum eins og þeim sem við lifum á.
Núna í aðdraganda Verslunarmannahelgarinnar munu áfengisauglýsingar dynja á börnum og ungmennum og ekki síst í þeim miðlum sem sérstaklega höfða til æskunnar. Réttindi barna og unglinga eru fótum troðin og þau njóta ekki lögvarinna réttinda. Við foreldrar og forráðmenn barna og unglinga og aðrir sem bera hag þeirra fyrir brjósti erum ráðþrota gagnvart þessu. Það er auðvitað illa komið þegar að hagsmunaaðilar í krafti gífurlegs fjármagns fara sínu fram, óháð lögum, fjölda dóma og almennu siðferði.Foreldrar – forráðamenn og allir þeir aðilar sem hafa velferð æskunnar að leiðarljósi - Sýnum hug okkar í verki - Sniðgöngum auglýstar áfengistegundir
"Stjórn Félags fagfólks í frítímaþjónustu hefur sent sveitarstjórnum á Íslandi eftirfarandi áskorun:
"Félag fagfólks í frítímaþjónustu skorar á sveitarstjórnir að standa vörð um starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimila fyrir börn og unglinga á þeim umbrota- og óvissutímum sem Íslendingar lifa nú og tryggja um leið jöfn tækifæri til þátttöku í fjölbreyttu frítímastarfi. Félagið varar við afleiðingum þess að skerða framlög til frítímastarfs barna og unglinga hjá sveitarfélögunum.
Sveitarstjórnir eru langstærsti stuðningsaðili við frístundastarf barna og unglinga. Á vegum sveitarfélaganna er komið til móts við þarfir ófélagsbundinnar æsku, sérstaklega þeirra barna og unglinga sem finna síður sína fjöl hjá íþróttafélögum eða frjálsum félagasamtökum. Þörfum barna og unglinga sem standa höllum fæti er nær eingöngu mætt í frítímaþjónustu sveitarfélaganna. Sú starfsemi er því kjarninn í öllu forvarnarstarfi á Íslandi. Öflugt frístundastarf stuðlar að auknum samskipta- og félagsþroska barna og unglinga og er lykilatriði þegar hlúð er að komandi kynslóðum sem munu bera uppbyggingu þjóðfélagsins í náinni og fjarlægri framtíð.
Innlendar og erlendar rannsóknir sýna að þátttaka í skipulögðu félags- og tómstundastarfi undir handleiðslu hæfra leiðbeinenda dregur úr líkum á hvers kyns áhættuhegðun, s.s. áfengis- og vímuefnaneyslu og ofbeldi. Ávinningur af því að skerða starfsemi þar sem börn og unglingar eru virkir þátttakendur er því enginn. Mikill ávinningur yrði hins vegar að því að styrkja slíka starfsemi.
Félagið bendir jafnframt á að Ísland er aðili að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þann 16. mars sl. var samþykkt þingsályktunartillaga um lögfestingu sáttamálans á Íslandi. Samkvæmt 31. grein sáttmálans viðurkenna aðildarríkin rétt barns til tómstunda og til að stunda leiki og skemmtanir sem hæfa aldri þess. Auk þessa skuldbinda aðildarríki sig til að virða og efla rétt barns til fullrar þátttöku og stuðla að viðeigandi og jöfnun tækifærum til tómstundaiðju."
F.h. Félags fagfólks í frítímaþjónustu,
Eygló Rúnarsdóttir, formaður
Afrit: Félagsmálaráðherra, Heilbrigðisráðherra, Menntamálaráðherra og Umboðsmaður barna"
... tónskáld er praktíserandi menningarveita sem gerir það að verkum að maður á erindi oftar en ella til Akureyrar. Sá og heyrði í Kvartett Inga Rafns í Ketilhúsinu s.l fimmtudag þar sem téður Jón Hlöðver kynnti kvartettinn til leiks. Fínir spilarar m.a Sigurður Flosason sax, Kjartan Valdimarsson píanó og einn efnilegast bassaleikari landsins Valdi Kolli. Mjög fínir tónleikar en ekkert einsdæmi því tónlistarlífið á Akureyri er í miklum blóma og hefur verið um margra ára skeið. Minnist með gleði Djangó jazz hátíðar sem ég sótti fyrir nokkrum árum og var sérstaklega vel heppnuð. Þetta og margt fleira sprettur ekki fram af sjálfu sér, það er fyrir tilstilli manns eins og Jón Hlöðvers og hans samstarfsmanna sem auðugt tónlistarlíf verður að veruleika. Og slíkt fólk er mikill akkur fyrir sitt bæjarfélag og þess nýtur Akureyrarbær ríkulega.
...og sami söngurinn í vinnuveitendum sem endranær. Ekki einu sinni staða til að efna gerða samninga. Minnist þess hins vegar ekki að nokkurn tíma hafi verið ráðrúm til eins eða neins og var ég þó um langa hríð í þessu baksi sem formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar og stjórnarmaður í BSRB. Hin grjótharða íslenska láglaunapólitík ríður ekki við einteyming og sorglegast er að launanefnd sveitarfélaga tók að sér það viðvik, fyrir margt löngu, fyrir hönd vinnuveitenda í landinu, að vera helsti talsmaður þessarar mannfjandsamlegu launastefnu. Stefnu sem fylgt hefur verið af fullri einurð árum saman, eindrægum vilja og algerlega óháð efnahagsástandi .
Í bókinni Da Danmark fik sin ungdom, saga Ungdomsringen (Danska Samfés) í 50 ár, kemur fram hve gríðarlega mikilvægu hlutverki félagsmiðstöðvar gegndu á stríðstímum í hinni hernumdu Danmörku. Í Dönsku andspyrnuhreyfingunni var margt ungt fólk sem upplifði því miður ýmislegt sem ekki var beinlínis uppbyggilegt.
Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands gerði nýverið könnun um breytt gildi Íslendinga í kjölfar hrunsins (Þjóðmálastofnun. Könnun á viðhorfum til endurreisnar samfélagsins Háskóla Íslands, Kolbein Stefánsson og Stefán Ólafsson Fréttabréf nr. 4 - 2009).
Undirritaður skilur vel að sjálfstæðismenn vilji helst gleyma 6.575 daga valdatíð sinni sem fyrst - en að byggja kosningabaráttu sína fyrst og fremst upp á skítkasti um aðra flokka er sorglegt - Fyrir hvað stendur þessi flokkur eiginlega ? - Hvar eru "málefnin"? - "Að fortíð skal hyggja þá framtíð á að byggja"
Undanfarið hefur staðið yfir markviss áfengisauglýsingaherferð. Tilefnið “20 ára afmæli bjórsins”. Sem fyrr þá er auglýsingum beint sérstaklega að börnum og unglingum. Þrátt fyrir fjölda dóma vegna sambærilegra auglýsinga þá brjóta hagsmunaaðilar lögin dag út og dag inn að virðist átölulaust. Viðskiptasiðferði þessara aðila er á lægsta plani og virðing fyrir lögvörðum réttindum barna og unglinga er engin.
... er ný vídd í pólitískri hugmyndafræði. Blað "allra landsmanna" Morgunblaðið er á framfærri þjóðarinnar um þessar mundir í gegnum banka okkar landsmanna sem ku vera með blaðið í öndunarvél.
...brúðkaupi þar sem skyndilega, í miðri veislunni, einhver gestanna rýkur upp á sviði, tekur hljóðnemann og æpir yfir samkvæmið “ ég elska þig Gunna” og í sama mund í hinum enda salarins brestur kona í grát og segir “ ég elska þig líka Þorlákur”. Þetta verður til þess að Þorlákur hleypur ( hægt og svífandi !) þvert yfir salinn beint í útbreiddan faðm Gunnu ... og þau kyssast innilega ... og viti menn brúðhjónin, presturinn, ættingjar, og aðrir gestir mynda hálfhring um parið, fella tár, klappa og gleðjast innilega yfir örlögum Þorláks og Gunnu sem nú hafa greinilega loks náð saman. Hljómsveitin leikur gleðisöng Þorláki og Gunnu til heiðurs ...!
Ég er sem sagt búin að vera velta fyrir mér skuldum íslenska ríkisins. 2.150 milljarðar (2.150.000.000.000) segir fjármálaráðherra? Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki þessa tölu og get ekki komið henni í almennilegt samhengi. Bregð því hér á það ráð að koma þessu í sjónrænt samhengi sem oft er kostur þegar að abstrakt stærðir eins og peningar og hagfræði eru til umfjöllunar. Ég hef lengst af verði opinberstarfsmaður og því fórnarlamb hinnar íslensku láglaunastefnu. Ég skil þúsundkalla og jafn vel nokkra í hóp en ekki marga, veskið er ekki stórt og launin sjaldnast neitt til að hrópa húrra yfir.
...fyrr en það er búið að dæma mig" er túlkun margra íslenskra “ofur”athafnamanna á orðatiltækinu að menn séu saklausir uns sekt er sönnuð. Á þessu tvennu er grundvallarmunur. Því miður eru fjölmörg dæmi úr íslensku viðskiptalífi þessi misserin sem sýna “varnartilburði” af fyrrgreindum toga. Málið auðvitað öllu verra ef menn hafa trúað því og talið þetta vera einhvern anga sk. “viðskiptasiðferðis” (ef það er yfir höfuð til). Það er ekki með nokkru móti hægt að byggja upp siðað samfélag á þessum forsendum.
...að draga muni úr mótmælum á næstunni. Því fer því miður sífellt fjölgandi fólkinu sem hefur mun meiri “frítíma” en það kærir sig um eða hefur á nokkurn hátt óskað eftir. Við slíkar aðstæður er sennilega fátt eins hressandi fyrir bæði líkama og sál en að mótmæla. Og ekki bætir úr skák þegar að sama liðið og ber ábyrgðina á ruglinu í íslensku samfélagi situr í einni eða annari mynd í sömu stólum. Einhverjir tindátar úr hersingunni farnir en í megin atriðum allt óbreytt. Skýrslur ekki birtar og fjöldi manns virðist helst vera í óðaönn við að “búa til” fortíð sem ekki var.