fimmtudagur, 1. febrúar 2007

Ríkustu fátæklingarnir eru á Íslandi

Segir „brauðmolahagfræðingurinn” Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Vegna þess hve ( ekki hvers vegna ) hinn íslenski aðall hefur auðgast á síðust árum þá hafi leifarnar flætt út um allt og gert íslenska fátæklinga að þeim ríkustu í Evrópu. Ef við erum eitthvað óhress með þetta þá flytur bara íslenski aðalinn í heilu lagi til Lúxemborgar þar sem skattar ku vera ákaflega lágir. Réttast væri því að halda aðlinum ánægðum og búföstum herlendis og auðvitað lækka skattana a.m.k. hjá aðlinum. Með þessu munum við íslendingar sennilega eignast moldríka fátæklinga, þá lang ríkustu í heimi.

Löng skólaganga hefur ekkert samhengi við ýmsar mannsins eigindir. Skil ekki hvernig maður sem hefur verið í skóla allt sitt líf horfir fram hjá þeim grundvallar spurningum þessa máls sem auðvitað eru; skipting þjóðartekna, fákeppnin, ofurvöruverð, vaxtaokrið, einkavinavæðingin, kvótabraskið o.fl. o.fl. Allt atriði sem valdið hafa því að til er orðinn moldríkur íslenskur aðall sem veit ekki aura sinna tal. Brauðmolahagfræði a la Thatcher og Regan leysir ekki óréttláta tekjuskiptinu hérlendis, sem heldur okkar ríku fátæklingum, okkar minnstu bræðrum, í eða við ómegðarmörk. Það er einfaldlega vitlaust gefið og það þarf ekki að flagga neinum gráðum til þess að sjá það.