fimmtudagur, 27. desember 2007
Stefnuljós og greindarvísitala
Sel það ekki dýrara en ég keypti en svo ku vera samkvæmt vísindalegum niðurstöðum að notkun stefnuljósa í umferðinni hefur verulega fylgni við greind viðkomandi ökumanns. Með öðrum orðum því minni notkun stefnuljósa því vitlausari er viðkomandi – stemmir sennilega algerlega – Mr Bean notar aldrei stefnuljós. Segið þið svo að vísindin séu ekki praktísk - einföld umferðarregla skilur á milli greindra og ... ekki greindra einstaklinga!
mánudagur, 24. desember 2007
þriðjudagur, 18. desember 2007
Engin mörk - fullkomin lágkúra
Hef stundum tekið hraustlega til orða varðandi ólöglegar áfengisauglýsingar. Sagði á fræðslufundi um forvarnir þar sem ég var meðal fyrilesara að siðleysið væri slíkt að menn myndu byrja “markaðsátakið” á fæðingardeildum kæmust menn upp með það.
Það er ekkert heilagt og í ríki Dana þykir mönnum tilhlýðilegt að herma eftir þekktum fígúrum úr dönsku “Stundinni okkar”. Og svo verslar sómkært fólk við þessi fyrirtæki sem ota áfengi að börnum þeirra? Hér sýnir tiltekið fyrirtæki hug sinn í verki gagnvart börnum. Eigum við ekki að sýna hug okkar á móti?
Það er ekkert heilagt og í ríki Dana þykir mönnum tilhlýðilegt að herma eftir þekktum fígúrum úr dönsku “Stundinni okkar”. Og svo verslar sómkært fólk við þessi fyrirtæki sem ota áfengi að börnum þeirra? Hér sýnir tiltekið fyrirtæki hug sinn í verki gagnvart börnum. Eigum við ekki að sýna hug okkar á móti?
mánudagur, 17. desember 2007
Jón Gunnar Grjetarsson
Var borinn til grafar í dag að lokinni mjög fjölmennri athöfn í Víðistaðakirkju. Athöfnin var látlaus, virðuleg og vörðuð ákaflega fallegum tónlistarflutningi okkar bestu listamanna. Fallinn er frá í blóma lífsins drengur góður - verkin margþættu og fjölmörgu lifa sem og minning um góðan dreng, blessuð sé minning hans. Votta Önnu Borg, börnum og ættingjunum hans mína dýpstu samúð.
miðvikudagur, 12. desember 2007
Hafnfirskt tímatal ...
mánudagur, 10. desember 2007
Ásthildur kveður...
...fótboltann og verður sárt saknað af þeim vettvangi. Við sem störfum í kringum kvennaboltann vitum hve mikilvægt er að hafa góðar fyrirmyndir fyrir þær fjölmörgu stelpur sem æfa fótboltann á fullu, sem og fyrir aðrar stelpur og bara allt ungt fólk sem áhuga hefur á íþróttum. Ásthildur hefur reynst verðugur fulltrúi kvennaknattspyrnunnar bæði innan vallar sem utan.
Þrátt fyrir þessi tímamót þá er vonandi svo að Ásthildur Helgadóttir haldi áfram að veita hreyfingunni lið. Ég er viss um að hún muni reynast afbragðs þjálfari kjósi hún að leggja slíkt fyrir sig. Ég myndi einnig vilja sjá hana starfandi innan KSÍ en ég er viss um að reynsla hennar muni nýtast hreyfingunni vel auk þess sem full þörf er á að auka vægi kvennaboltans innan sambandsins. En umfram allt þá hefur Ásthildur reynst góð fyrirmynd og sem slík aukið veg kvennaknappspyrnunnar og fyrir það á hún miklar þakkir skildar.
Þrátt fyrir þessi tímamót þá er vonandi svo að Ásthildur Helgadóttir haldi áfram að veita hreyfingunni lið. Ég er viss um að hún muni reynast afbragðs þjálfari kjósi hún að leggja slíkt fyrir sig. Ég myndi einnig vilja sjá hana starfandi innan KSÍ en ég er viss um að reynsla hennar muni nýtast hreyfingunni vel auk þess sem full þörf er á að auka vægi kvennaboltans innan sambandsins. En umfram allt þá hefur Ásthildur reynst góð fyrirmynd og sem slík aukið veg kvennaknappspyrnunnar og fyrir það á hún miklar þakkir skildar.
mánudagur, 3. desember 2007
Hinar mörgu ásjónur launanefndar sveitarfélaga
Dagar LN eru taldir, segir formaður STFS
"Ragnar Örn Pétursson formaður Starfsmannafélags Suðurnesja telur að dagar Launanefndar sveitafélaga séu taldir þar sem komið hafi í ljós að láglaunastefna nefndarinnar sé ekki að virka. Hvetur hann sveitarfélög á Suðurnesjum að feta í fótspor sveitarfélaga á höfðuborgarsvæðinu sem hafa hækkað mánaðarlegar eingreiðslur til þeirra starfsmanna sem hafa lægst laun."
Af http://www.bsrb.is/
Fundargerð samstarfsnefndar launanefndar og Samflots bæjarstarfsmanna 22. nóv 2007.
"Samflotið lagði einnig fram gögn varðandi sértækar aðgerðir einstakra sveitarfélaga til launahækkunar fyrir starfsmenn sína og beinir því til LN fyrir hönd sveitarfélaga að gætt verði samræmis um laun óháð búsetu. Fulltrúar LN benda á að þessar sértæku aðgerðir sveitarfélaga eru án íhlutunar launanefndar og hafa þessi sveitarfélög nýtt sér fyrirliggjandi heimildir LN frá 28. janúar 2006."
SVEITARFÉLÖG - Kennarasamband Íslands
"...Karl Björnsson, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskrasveitarfélaga, segir að báðir aðilar hafi lært af slæmri reynslu sinni og samskiptaerfiðleikum síðustu ára og nú sé fullur vilji beggja til að bæta úr. Karl flutti erindi um samningaviðræður við kennara síðustu ár á Skólaþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í síðustu viku. Þar kom fram að samskipti hefðu verið erfið og of miklu púðri hafi verið eytt í að deila um staðreyndir en skort á sameiginlegan undirbúning. Hvergi hafi verið sameiginlegan flöt að finna. Þessu sé sátt um að breyta. Búið er að gera aðgerðaáætlun sem á að auka fagmennsku, bæta vinnubrögð, skapa traust og efla virðingu milli aðila. „Þegar kjaraviðræður hefjast í febrúar er markmiðið að fyrir liggi nákvæmar upplýsingar og að sátt ríki um allar tölur þannig að á kjaraviðræðutímabilinu sé ekki eytt púðri í að deila um tölur og grunngögn,“ segir Karl. (Fréttablaðið í dag 2. des 2007)"
Ragnar Örn mælir oft af skynsemi - launanefnd sveitarfélaga er nefnd hinna lægstu viðmiða og hinna erfiðu samskipta. Láglaunastefnan grjótharða tekur á sig margar myndir og ólíkar ásjónur - ekki satt.
"Ragnar Örn Pétursson formaður Starfsmannafélags Suðurnesja telur að dagar Launanefndar sveitafélaga séu taldir þar sem komið hafi í ljós að láglaunastefna nefndarinnar sé ekki að virka. Hvetur hann sveitarfélög á Suðurnesjum að feta í fótspor sveitarfélaga á höfðuborgarsvæðinu sem hafa hækkað mánaðarlegar eingreiðslur til þeirra starfsmanna sem hafa lægst laun."
Af http://www.bsrb.is/
Fundargerð samstarfsnefndar launanefndar og Samflots bæjarstarfsmanna 22. nóv 2007.
"Samflotið lagði einnig fram gögn varðandi sértækar aðgerðir einstakra sveitarfélaga til launahækkunar fyrir starfsmenn sína og beinir því til LN fyrir hönd sveitarfélaga að gætt verði samræmis um laun óháð búsetu. Fulltrúar LN benda á að þessar sértæku aðgerðir sveitarfélaga eru án íhlutunar launanefndar og hafa þessi sveitarfélög nýtt sér fyrirliggjandi heimildir LN frá 28. janúar 2006."
SVEITARFÉLÖG - Kennarasamband Íslands
"...Karl Björnsson, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskrasveitarfélaga, segir að báðir aðilar hafi lært af slæmri reynslu sinni og samskiptaerfiðleikum síðustu ára og nú sé fullur vilji beggja til að bæta úr. Karl flutti erindi um samningaviðræður við kennara síðustu ár á Skólaþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í síðustu viku. Þar kom fram að samskipti hefðu verið erfið og of miklu púðri hafi verið eytt í að deila um staðreyndir en skort á sameiginlegan undirbúning. Hvergi hafi verið sameiginlegan flöt að finna. Þessu sé sátt um að breyta. Búið er að gera aðgerðaáætlun sem á að auka fagmennsku, bæta vinnubrögð, skapa traust og efla virðingu milli aðila. „Þegar kjaraviðræður hefjast í febrúar er markmiðið að fyrir liggi nákvæmar upplýsingar og að sátt ríki um allar tölur þannig að á kjaraviðræðutímabilinu sé ekki eytt púðri í að deila um tölur og grunngögn,“ segir Karl. (Fréttablaðið í dag 2. des 2007)"
Ragnar Örn mælir oft af skynsemi - launanefnd sveitarfélaga er nefnd hinna lægstu viðmiða og hinna erfiðu samskipta. Láglaunastefnan grjótharða tekur á sig margar myndir og ólíkar ásjónur - ekki satt.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)