...fótboltann og verður sárt saknað af þeim vettvangi. Við sem störfum í kringum kvennaboltann vitum hve mikilvægt er að hafa góðar fyrirmyndir fyrir þær fjölmörgu stelpur sem æfa fótboltann á fullu, sem og fyrir aðrar stelpur og bara allt ungt fólk sem áhuga hefur á íþróttum. Ásthildur hefur reynst verðugur fulltrúi kvennaknattspyrnunnar bæði innan vallar sem utan.
Þrátt fyrir þessi tímamót þá er vonandi svo að Ásthildur Helgadóttir haldi áfram að veita hreyfingunni lið. Ég er viss um að hún muni reynast afbragðs þjálfari kjósi hún að leggja slíkt fyrir sig. Ég myndi einnig vilja sjá hana starfandi innan KSÍ en ég er viss um að reynsla hennar muni nýtast hreyfingunni vel auk þess sem full þörf er á að auka vægi kvennaboltans innan sambandsins. En umfram allt þá hefur Ásthildur reynst góð fyrirmynd og sem slík aukið veg kvennaknappspyrnunnar og fyrir það á hún miklar þakkir skildar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli