Það liggur fyrir að sitjandi forseti fær aldrei yfir 50 %
atkvæða í komandi forsetakosningum. Úrslitin sem slík skipta engu máli í raun. Fjöldi meðframbjóðenda og dreifing atkvæða er
helsti liðsmaður sitjandi forseta fremur en einhver málefni eða málefnastaða. Forsetinn hefur á langri vegferð mæðst í
mörgu og margt orkað tvímælis, sumt afar tvímælis s.s innileg samskipti og
sendiferðir hans í þágu margra þeirra sem settu landið á hausinn. Málefnin eru
engin og í raun flest sem rekst á annars horn í þeim efnum, „í einni eða
annarri mynd“. Vatnalög fyrri ríkistjórnar sem nánast
einka(vina)væddu rigninguna stoppuð stutt á borði forseta á sínum tíma sem
signeraði þau umyrðalaust. Lögin voru sem betur fer afnumin af núverandi
ríkistjórn áður en þau komu til framkvæmda. Mörg dæmi má taka um mál sem höfðu allar forsendur til þess fara
með á svipaðan hátt og (seinni) Icesave en var ekki gert? Það er því einhverskonar populismi sem ræður
för forsetans í þessum efnum fremur en
eitthvað fastmótað kerfi. Mál eins og
Icesave hverfa ekki þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.
Að sigra kosningar með minnihluta þjóðarinnar að baki sér gerir
forseta af „þessari tegund“ umboðslausan með öllu, hvað þá að viðkomandi verði
talin „sameiningartákn“ þjóðarinnar.
Umboðið verður veikara en allt sem veikt
er. Forseti með ríflega fjórðung þjóðarinnar að baki sér er ekki með neina lýðræðislega
innistæðu eða raunverulegt umboð til að grípa framfyrir hendurnar á þjóðkjörum
þingmeirihluta hverju sinni.
Upphaf kosningabaráttu sitjandi forseta er umhugsunarverð og
ekki síst tímasetningin 13. maí sem
byggir á klækjabrögðum atvinnustjórnmálanna af tiltekinni tegund. Aðstæður helsta mótframbjóðanda hans voru
öllum ljósar og að taka ekki tillit til þeirra segir meira en mörg orð. Það hefði
hæglega mátt gera í stað þess að blása til stórsóknar gegn höfuðandstæðing
sínum, nánast í þann mund er hún leggst á sæng og vitað er að hún yrði ekki til svara
fyrst um sinn.
Ólafur Ragnar Grímsson
mun ekki vinna nokkurn sigur algerlega óháð úrslitum komandi kosninga
- Hafi hann í upphafi ferlisins og ekki
síst hans ágæta eiginkona Guðrún Katrín verð sameiningartákn þá fer því víðs
fjarri að svo sé í dag. Þvert á
móti forsetinn er orðin virkur gerandi í pólitískum álitamálum – gamladags
pólitíkus og afar umdeildur sem slíkur líkt og fyrrum. Þetta er ekki sá forseti sem
ég studdi 1996. Vettvangur og leið
Ólafs sem einhverskonar bjargvættis þjóðarinnar væri best í gegnum hefðbundna klæjapólitík
og þangað ætti hann að snúa sér. Til þess hefur hann alla burði og ríflega það
eins og kosningarbarátta hans og "herkænska" sýnir glögglega.