miðvikudagur, 24. febrúar 2010

Krafturinn knýr

Þessa mynd tók ég s.l. sunnudagsmorgun í Borgarleikhúsinu.

Var viðstaddur rennsli á sýningunni Krafturinn knýr sem fjallar um hin óljósu mörk milli íþrótta og lista. Var fín sýning með mörgum ólíkum atriðum sem öll áttu það sammerkt að sýna okkur listina í íþróttum eða íþróttirnar í listunum.

Getur verið að þegar menn hætta að mæla allt og meta, hver hoppar hæðst, lengst, hraðast og með eða án ýmissa fylgihluta, þá öðlist listin fyrst líf? Veit það ekki en veit það eitt að skilin eru óljós.