miðvikudagur, 25. júlí 2012

Aldeyjarfoss

Aldeyjarfoss í Bárðardal  er einn fegursti foss Íslands og þó víðar væri leitað. Stórfengilegt samspil stuðlabergs og fossins mynda í andstæðum sínum  einstaka náttúrufegurð. Tók þessa mynd er ég var á ferðinni um daginn. Hvet alla sem eiga leið um, hvort sem fólk er að koma af eða er að fara Sprengisandsleið, til að staldra við efst í Bárðardalnum og njóta þessarar einstöku náttúruperlu. Svo er það auðvitað einnig fyllilega þessi virði að gera sér ferð á svæðið. Bárðardalurinn og nánasta umhverfi hans hefur upp á margt að bjóða.