laugardagur, 25. desember 2010
mánudagur, 13. desember 2010
Lærð stórslysaviðbrögð
Í Fréttablaðinu í dag er viðtal við Reynir Vignir framkvæmdastjóra PwC en fyrirtækið „endurskoðaði “ Glitni og Landsbankann. Fyrirtækið er harðlega gagnrýnt í tveimur skýrslum norskra og franska sérfræðinga um starfsemi bankanna á árunum 2006 og fram að falli þeirra í október 2008.
Viðtal þetta er skólabókardæmi um lærð stórslysaviðbrögð fyrirtækis í miklum vanda. Engu svarað efnislega en fjöldi mistæknilegra atriða slegið fram. Markmiðið að vinna tíma, komast í var og vonast eftir að öll töf minnki bæði pressu á fyrirtækið sem og vægi efnislegrar umræðu. Held að þetta mál sé þess eðlis að slíkt virkar ekki. Ef svo slysalega vildi til að svo yrði þá á hin íslenska deild PwC eftir að eiga við móðurfyrirtækið sem mun taka á málum út frá ýtrustu eiginhagsmunum sem m.a. gætu falið í þér að „fórna“ hinum íslenska hluta. Ekki veit ég hvernig það fer en hitt er öllum ljóst að íslenska endurskoðunarstéttin í heild geldur fyrir við- og vinnubrögð af þeim toga sem forsvarsmenn PwC á Íslandi sýna. Hlut endurskoðenda í hruninu verður að rannsaka eins og annað því tengdu. Því fyrr því betra. Viðtalið fylgir hér (feitletrun eru mín):
"Segir vinnugögn PwC flókin yfirferðar
„Gögn endurskoðenda er ekki einfalt að skoða og þau gögn sem sérstakur saksóknari fékk frá PwC eru að mestu á rafrænu formi en að hluta á pappír. Okkur finnst að áður en dómur verði felldur yfir störfum starfsfólks PwC sé nauðsynlegt að útskýringar þeirra á eigin vinnugögnum komi fram,” segir Reynir Vignir, framkvæmdastjóri PwC á Íslandi.“
Hann leggur áherslu á að vegna trúnaðar sé ekki hægt að birta útskýringarnar á hvaða vettvangi sem er og væntir þess að við rannsókn sérstaks saksóknara verði kallað eftir útskýringum og upplýsingum frá starfsfólki PwC sem kom að endurskoðun bankanna. Enginn starfsmaður hafi verið kallaður til skýrslutöku og ekki leitað eftir sjónarmiðum þeirra við rannsóknina.
Reynir fékk skýrslurnar afhentar á fimmtudag í síðustu viku og hefur haft knappan tíma til að skoða þær. „Skýrslurnar eru talsvert umfangsmiklar. Við þurfum að skoða þær nákvæmlega áður en við ákveðum á hvaða vettvangi við getum svarað þeim.
Í fljótu bragði sjáum við í skýrslunum báðum að skýrsluhöfundar setja fram mikið af fyrirvörum og benda á það í sérstökum köflum að þeir höfðu takmark að aðgengi að gögnum og að þeir skoðuðu ekki öll gögn, meðal annars ekki frumgögn úr bönkunum sjálfum. Jafnframt virðist okkur ljóst að tilvísanir til viðeigandi reglna um reikningsskil og endurskoðun séu veikar en frekar byggt á eftiráskoðun skýrsluhöfunda og jafnvel tilfinningum,“ segir hann.
Reynir, af skýrslunum að dæma brást PwC skyldum sínum. Hvað finnst þér? „Vinnu endurskoðenda verður að skoða miðað við þær aðstæður sem uppi voru þegar vinnan fór fram, en ekki með eftiráskoðun miðað við gjörbreyttar aðstæður. Við teljum að endurskoðendur félagsins hafi staðið vel að endurskoðun bankanna á sínum tíma og við munum sýna fram á það. Skýrslurnar eru ekki hinn endanlegi sannleikur um störf endurskoðenda.“"
Viðtal þetta er skólabókardæmi um lærð stórslysaviðbrögð fyrirtækis í miklum vanda. Engu svarað efnislega en fjöldi mistæknilegra atriða slegið fram. Markmiðið að vinna tíma, komast í var og vonast eftir að öll töf minnki bæði pressu á fyrirtækið sem og vægi efnislegrar umræðu. Held að þetta mál sé þess eðlis að slíkt virkar ekki. Ef svo slysalega vildi til að svo yrði þá á hin íslenska deild PwC eftir að eiga við móðurfyrirtækið sem mun taka á málum út frá ýtrustu eiginhagsmunum sem m.a. gætu falið í þér að „fórna“ hinum íslenska hluta. Ekki veit ég hvernig það fer en hitt er öllum ljóst að íslenska endurskoðunarstéttin í heild geldur fyrir við- og vinnubrögð af þeim toga sem forsvarsmenn PwC á Íslandi sýna. Hlut endurskoðenda í hruninu verður að rannsaka eins og annað því tengdu. Því fyrr því betra. Viðtalið fylgir hér (feitletrun eru mín):
"Segir vinnugögn PwC flókin yfirferðar
„Gögn endurskoðenda er ekki einfalt að skoða og þau gögn sem sérstakur saksóknari fékk frá PwC eru að mestu á rafrænu formi en að hluta á pappír. Okkur finnst að áður en dómur verði felldur yfir störfum starfsfólks PwC sé nauðsynlegt að útskýringar þeirra á eigin vinnugögnum komi fram,” segir Reynir Vignir, framkvæmdastjóri PwC á Íslandi.“
Hann leggur áherslu á að vegna trúnaðar sé ekki hægt að birta útskýringarnar á hvaða vettvangi sem er og væntir þess að við rannsókn sérstaks saksóknara verði kallað eftir útskýringum og upplýsingum frá starfsfólki PwC sem kom að endurskoðun bankanna. Enginn starfsmaður hafi verið kallaður til skýrslutöku og ekki leitað eftir sjónarmiðum þeirra við rannsóknina.
Reynir fékk skýrslurnar afhentar á fimmtudag í síðustu viku og hefur haft knappan tíma til að skoða þær. „Skýrslurnar eru talsvert umfangsmiklar. Við þurfum að skoða þær nákvæmlega áður en við ákveðum á hvaða vettvangi við getum svarað þeim.
Í fljótu bragði sjáum við í skýrslunum báðum að skýrsluhöfundar setja fram mikið af fyrirvörum og benda á það í sérstökum köflum að þeir höfðu takmark að aðgengi að gögnum og að þeir skoðuðu ekki öll gögn, meðal annars ekki frumgögn úr bönkunum sjálfum. Jafnframt virðist okkur ljóst að tilvísanir til viðeigandi reglna um reikningsskil og endurskoðun séu veikar en frekar byggt á eftiráskoðun skýrsluhöfunda og jafnvel tilfinningum,“ segir hann.
Reynir, af skýrslunum að dæma brást PwC skyldum sínum. Hvað finnst þér? „Vinnu endurskoðenda verður að skoða miðað við þær aðstæður sem uppi voru þegar vinnan fór fram, en ekki með eftiráskoðun miðað við gjörbreyttar aðstæður. Við teljum að endurskoðendur félagsins hafi staðið vel að endurskoðun bankanna á sínum tíma og við munum sýna fram á það. Skýrslurnar eru ekki hinn endanlegi sannleikur um störf endurskoðenda.“"
fimmtudagur, 9. desember 2010
Sammála sjálfum sér eða ósammála ?
Í Fréttablaðinu í dag er harmsaga, framkvæmdastjóri Ölgerðarinnar ber sig illa vegna ómerkilegra og villandi auglýsinga samkeppnisaðilans Vífilfells. Fréttin er svona:
"Appelsín við fyrstu sýn
Vífilfell setti nýlega á markað nýjan gosdrykk sem ber heitið Hátíðar appelsín.Umbúðirnar eru með svipuðu sniði og Appelsínið frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar, Egils appelsín. Yfir hátíðarnar tíðkast sá siður hér á landi að blanda saman appelsín og Malt Extract, drykkir sem voru fyrst um sinn einungis framleiddir af Ölgerðinni. Ein af auglýsingum fyrirtækisins yfir hátíðarnar ber yfirskriftina: „Ást við fyrstu sýn, Egils malt og appelsín.“ Vífilfell hefur nú tekið vörumerki hins nýja Hátíðar appelsíns skrefinu lengra, þar sem slagorð drykkjarins er: „Þú sérð það strax, við fyrstu sýn, að þetta er Hátíðar appelsín.“ Gunnar B. Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Ölgerðarinnar, segist vona að neytendur sjái hversu augljóslegt það sé að verið sé að reyna að plata þá með svo keimlíkri markaðssetningu.
„Samkeppni er vissulega af hinu góða, en neytendur verða að átta sig á því hvað þeir eru að kaupa,“ segir Gunnar. Ölgerðin hefur sett málið í hendur Neytendastofu og eru lögfræðingar þeirra einnig að skoða málið.
„Aðalmálið fyrir okkur er að upplýsa neytendur,“ segir Gunnar."
Allt eru þetta góð og gild rök og óskandi að ákafi og sterk réttlætiskennd forstjórans gildi einnig í markaðsátaki Ölgerðarinnar (og reyndar Vífilfells einnig) á áfengi t.d. varðandi hinar sk. "léttöls" auglýsingar. Öll rök forstjórans virka ágætlega gagnvart því og væri því ekki ráð fyrir forstjórann að ganga fram með góðu fordæmi og fara eftir því sem hann segir sjálfur. Nema kannski að viðkomandi "taki Ragnar Reykás á þetta". Hitt gæti þó orðið öllu verra ef Vífilfell auglýsti "létt" Hátíðarappelsín. Dómkerfið er svakalega svag fyrir slíku og hefur nýtt þetta misnotaða viðskeyti sem lögfræðilegt skálkaskjól til að vísa frá augljósum lögbrotum sbr. "létt"öl sem er ekki til í annari mynd en áfengi og hvað þá sem íslenskt hugtak yfir áfengislausa drykki.
"Appelsín við fyrstu sýn
Vífilfell setti nýlega á markað nýjan gosdrykk sem ber heitið Hátíðar appelsín.Umbúðirnar eru með svipuðu sniði og Appelsínið frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar, Egils appelsín. Yfir hátíðarnar tíðkast sá siður hér á landi að blanda saman appelsín og Malt Extract, drykkir sem voru fyrst um sinn einungis framleiddir af Ölgerðinni. Ein af auglýsingum fyrirtækisins yfir hátíðarnar ber yfirskriftina: „Ást við fyrstu sýn, Egils malt og appelsín.“ Vífilfell hefur nú tekið vörumerki hins nýja Hátíðar appelsíns skrefinu lengra, þar sem slagorð drykkjarins er: „Þú sérð það strax, við fyrstu sýn, að þetta er Hátíðar appelsín.“ Gunnar B. Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Ölgerðarinnar, segist vona að neytendur sjái hversu augljóslegt það sé að verið sé að reyna að plata þá með svo keimlíkri markaðssetningu.
„Samkeppni er vissulega af hinu góða, en neytendur verða að átta sig á því hvað þeir eru að kaupa,“ segir Gunnar. Ölgerðin hefur sett málið í hendur Neytendastofu og eru lögfræðingar þeirra einnig að skoða málið.
„Aðalmálið fyrir okkur er að upplýsa neytendur,“ segir Gunnar."
Allt eru þetta góð og gild rök og óskandi að ákafi og sterk réttlætiskennd forstjórans gildi einnig í markaðsátaki Ölgerðarinnar (og reyndar Vífilfells einnig) á áfengi t.d. varðandi hinar sk. "léttöls" auglýsingar. Öll rök forstjórans virka ágætlega gagnvart því og væri því ekki ráð fyrir forstjórann að ganga fram með góðu fordæmi og fara eftir því sem hann segir sjálfur. Nema kannski að viðkomandi "taki Ragnar Reykás á þetta". Hitt gæti þó orðið öllu verra ef Vífilfell auglýsti "létt" Hátíðarappelsín. Dómkerfið er svakalega svag fyrir slíku og hefur nýtt þetta misnotaða viðskeyti sem lögfræðilegt skálkaskjól til að vísa frá augljósum lögbrotum sbr. "létt"öl sem er ekki til í annari mynd en áfengi og hvað þá sem íslenskt hugtak yfir áfengislausa drykki.
föstudagur, 3. desember 2010
Merkilegar niðurstöður stjórnlagaþings - Aðferðafræðilegt stórslys
Það er merkilegt að velta fyrir sér niðurstöðum í kosningum til stjórnlagaþings og þá ekki síst kosningakerfinu sem er fjarri því að vera óumdeilanlegt. Í einhverjum tilfellum er um aðferðafræðileg stórslys að ræða. Ef fjöldi atkvæða væri látin ráða þá væru niðurstöður með öðrum hætti eins og sjá má á meðfylgjandi lista. Ekki miklar breytingar en athyglisverðar. Skýringar, svart letur, röðun miðað við heildafjölda atkvæða. Blátt letur, staða á lista og staða samkvæmt heildarfjöldi atkvæða og rautt letur, þeir sem duttu út.
1. Þorvaldur Gylfason 28.807
2. Ómar Þorfinnur Ragnarsson 24.411
3. Illugi Jökulsson 23.707
4. Salvör Nordal 19.727
5. Freyja Haraldsdóttir 15.404 5. ( 44. sæti) Pétur Gunnlaugsson 5.727
6. Silja Bára Ómarsdóttir 13.613
7. Andrés Magnússon 13.518
8. Eiríkur Bergmann Einarsson 13.106
9. Þorkell Helgason 12.729
10. Örn Bárður Jónsson 11.180
11. Þórhildur Þorleifsdóttir 11.156
12. Katrín Fjeldsted 11.154
13. Guðmundur Gunnarsson 10.922
14. Ari Teitsson 10.713
15. Erlingur Sigurðarson 10.245
16. Gísli Tryggvason 9.659
16. (36. sæti) Pawel Bartoszek 6.53217. Þorgeir Tryggvason 9.031
17. (29. sæti) Arnfríður Guðmundsdóttir 7.276 18. Katrín Oddsdóttir 8.984
19. Jónas Kristjánsson 8.461
20. Vilhjálmur Þorsteinsson 8.251
21. Jón Ólafsson 7.857
22. Lýður Árnason 7.853
23. Inga Lind Karlsdóttir 7.774
23. (31. sæti) Ástrós Gunnlaugsdóttir 7.15324. Birna Þórðardóttir 7.602
25. Tryggvi Gíslason 7.589
Það sem vekur mesta athygli er sú staðreynd að sá sem nýtur langminnsta fylgis af þeim sem komust inn (5.727 atkvæði) Pétur Gunnlaugsson nær 5. sæti á listanum, með rúmlega 30% af atkvæðum miðað við næsta mann og einungis um 20 % af því atkvæðamagni sem einstaklingur í 4. sæti hefur. Þetta er auðvitað staðfesting á aðferðafræðilegu stórslysi og sýnir veikleika kerfisins þar sem heildarfjöldi atkvæða Péturs dugir einungis í 44. sæti á heildarlistanum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)