föstudagur, 30. september 2005

Ég var „KLUKKAÐUR"

Ég var klukkaður og því ekkert annað en að vinda sé í fimm lítt kunnar staðreyndir um mig sem ku vera háttur og lenska þeirra sem eru klukkaðir og svo auðvitað að klukka einhverja aðra bloggara.

1. Ég átti farsælan feril sem leikari við Þjóðleikhúsið á mínum yngri árum. Lék mörg helstu hlutverk leikbókmenntanna. M.a. lék ég aftari enda á asna Tóbísar í Kardimommubænum, fremrihluta á ísbirni í Ferðinni til Tunglsins, nokkur hlutverk í Kaupmanninum frá Feneyjum, varðmann í Jóni Arasyni og hippa í Lausnargjaldininu og nokkur önnur vegaminni hlutverk í gagnmerkum leikhúsverkum. Frami minn varð mestur á sviði leiklistar þegar ég lék bóndason í kvikmyndinni Lénharði fógeta, mynd sem mörgum er algerlega ógleymanleg. Hef dreymt um eitt hlutverk sem kannski verður möguleiki á að leika seinna en það er hlutverkið „skóhljóð í fjarska”

2. Ég var einnig atvinnudansari og á launaseðil frá hinu opinbera því til sönnunar „Árni Guðmundsson dansari” stendur á seðlinum. Konu minni, sem ég hef troðið um tær á dansgólfum í gegnum árin, finnst ekki mikið til fagmennsku minnar á þessu sviði koma en ég hef gjarnan sagt að ég sé með sérstakan og afar listrænan dansstíl. Held hins vegar að háskólamenntaðir bókarar ( stundum kallaðir viðskiptafræðingar) á launadeild Þjóðleikhússins hafi verið í veseni með launabókhaldið og stórvirki mín á sviði leiklistar verið bókfærð sem laun dansara ? ( Þessi ónákvæmi skýrir m.a. hvers vegna viðskiptafræðin mun aldrei öðlast viðkenningu Nóbels)

3. Að lokum af leiklistinni. Það eru fáir sem vita það að ég neitaði veigamiklu hlutverki í bíómynd Clint Eastwood, þótti tilvalin í hlutverk miðaldra foringja. Hollywood heillaði ekki og þar sem ég átti ekki að fá neina setningu eða verða skotinn, þá sagði ég nei við Clint sem ku hafa verið spældur. Tek auðvitað ekki að mér eitthvert statistadæmi.

4. Ég er bassaleikari hljómsveitarinnar Plús, sem skipuð er Markúsi Guðmundssyni söngvara og gítarleikara, forstöðumanni Hins Hússins, Trausta Jónssyni trommara og söngvara, frístundaráðgjafa í Vesturgarði og síðast en ekki síst Ólafi Þór Ólafssyni gítarleikara og söngvara, forstöðumanni félagsmiðstöðvarinnar Versins og formaður SAMFÉS. Þetta er hörkuband sem spilar rokk and ról.

Er auk þess smekkmaður á tónlist og leiðrétti einnig þann misskilning að mér þyki lítið koma til hljómsveitarinnar Mínus. Atferli og hegðan bandsins var auðvitað ekki til eftirbreytin enda drengirnir að mestu hættir þessum undarlegu stælum. Sem spilandi rokkband eru þeir fantagóðir og eitt af mínum uppáhaldsböndum.

5. Ég stunda útsaum og aðrar hannyrðir í mínum örfáu..........Nei, nei smá plat- Bloggheimar voru mér kynntir í hinum ágæta skóla KHÍ þar sem ég hef verið við nám undanfarin þrjú ár. Það var Dr. Salvör Gissurardóttir sem opnað þessa veröld fyrir mér ásamt mörgu öðru í tölvu- og upplýsingaheimum og fyrir það verð ég henni æfinlega þakklátur.

Ég ætla að klukka Salvöru, Vin minn Gissur Guðmundsson , Steinunni Guðnadóttir , Magnús Gunnarsson og síðast en ekki síst ágætan félaga minn Ögmund Jónasson

þriðjudagur, 27. september 2005

Dallas með verulegum Bónus

Kom að því að við fengum íslenskt Dallas eða fengum við raunveruleikaþátt? Skiptir ekki öllu máli. „Kettir í bólum bjarna” væri fínt nafn á þættina. Fleirtalan helgast af því að maður veit ekki hver er kötturinn og hver björninn, enda fléttan afar margslungin í þessari sögu.

Veit það ekki. Veit þó það eitt að söguþráðurinn verður sífellt æsilegri. Svikin kona , viðskiptaslit, ljúfa lífið, einkaspæjari , undirferli, mútur, lögsóknir, dómsmál, stjórnmálamenn, hótannir, ritstjórar, ómerkilegir blaðamenn, valdablokkir, góðir karlar, einelti, vondir karlar, fórnarlömb, framhjáhald, þjófnaðir, pólitísk plott, hatur, ástarsambönd og ég veit ekki hvað og hvað.

Bíð spenntur eftir næsta þætti sem mun sennilega fjalla um ýmsar aukapersónur. Þátturinn um bankamanninn Sveinþór Grettir Pétursson, sem hittir háskólanemann og listdansarann Natalíu um borð í lystisnekkjunni Garp eftir vel lukkaðan viðskiptafund, verður án efa spennandi.

Held að spennan magnist verulega í næstu þáttum og verði óbærileg þegar að fram í sækir. Sennilegt að Phyrosarsigur verði niðurstaðan í lokaþættinum. Veiti ekki alveg hverjir eru góðu karlarnir og hverjir eru þeir vondu. Sennilega verður afar tragískur endir – Gamall bitur maður eða kona sem situr í slitnum ruggustól í hrörlegri lítilli íbúð í flash backi, hugsandi um velmektartíma á árum áður – of væmið - kannski. Væri sennilega flottara og ekki síst praktískara að stofna til viðskiptahjónabanda eins aðallinn hefur lögum gert og leyst þar með sín mál – Sennilegt, en leiðinlegur endir á annars góðri seríu. En gæti auðvitað verið byrjun á nýrri þáttaröð „Kolkrabbi gengur í hjónaband"

Lífið er lýginni líkast er það sem manni dettur helst í hug þessi dægrin enda stóð ég í þeirri trú að Dallas yrði ekki toppað. Það hefur verið gert með þvílíkum barvör að ég get bara sagt - lifi fatasían sem á sér engin takmörk og er endalaus uppspretta nýrra hugmynda.

sunnudagur, 25. september 2005

Bónus fréttir?

Einu sinni voru bara flokksblöð, gufan og ríkissjónvarpið og mikið var nú lífið einfaldara í þá daga. Allavega gat maður gengið að vísu sjónarhorni í fréttflutningi. Þjóðviljinn var eins hann var og Mogginn eins og hann var o.sv fr. Núna er fjórða valdið, eins og gjarnan er sagt um fjölmiðla, í gíslingu viðskiptajörfa, gamalla valdblokka og eða stjórnmálaflokks. Fólk veit ekki upp né niður hvað er hvað, enda ekki nema á færi sérfræðinga að reiða úr eignarhaldi á íslenskum fjölmiðlum og tengdum fyrirtækjum og því vonlaust að greina hagsmuni viðkomandi frá “fréttum”

Öll þjóðfélagumræða verður afar ómarkviss og mótast fyrst og fremst af ítrustu viðskiptahagsmunum. Fjórða valdið í boði Baugs ? eða Símans? Virðist allavega raunin þessa daganna sem sjá má í Baugsmálum.
Mæli ekki með afturhvarfi til gamalla tíma en bendi á augljóst mikilvægi Ríkisútvarpsins í þessu viðskiptafárviðri sem skekur íslenskt samfélag stafna á milli þessi misserin. RÚV er yfir þetta brölt hafði, hefur enga hagsmuni og flytur óháðar og vandaðar fréttir. Kannski er það akkurat þess vegna sem margir úr viðskiptalífinu hafa horn í síðu RÚV. Það er jafnframt af þessum sökum sem RÚV nýtur traust almennings. Lífi hin óháða umræða - Lifi RÚV.

sunnudagur, 18. september 2005

Þjónustugjaldafíkn

Var hugtak er ég viðhafði hjá mér í síðasta pistli. Ágætum kunningja mínum í bankakerfinu fannst þetta full djúpt í árina tekið hjá mér og óðviðeigandi orðalag.
Er honum ósammála og birti hér á síðunni fólki til fróðleiks örlítið brot að þessum algera gjaldafrumskógi bankanna sem bætist ofan á viðvarandi vaxtaokur.

Debetkort, kortaárgjald .Debetkort, kortaárgjald 290,00 kr. Gulldebetkort, kortaárgjald 290,00 kr. Tékkhefti með 25 eyðublöðum 600,00 kr. Endurútgefið glatað debetkort 1.000,00 kr. Vanskilagjald (e. 7 daga vanskil) 600,00 kr. Innstæðulaus tékki eða debetkortafærsla: Yfirdregin fjárhæð 0 - 5.000 750 kr. Yfirdregin fjárhæð 5.001 - 10.000 1.410 kr. Yfirdregin fjárhæð 10.001 - 50.000 2.295 kr. Yfirdregin fjárhæð 50.001 - 200.000 4.500 kr. Yfirdregin fjárhæð 200.001 og hærra 8.200 kr. Innstæða á reikningi er alltaf dregin frá fyrsta innstæðulausa tékkanum áður en flokkað er í gjaldþrep. MILLIFÆRSLUR OG FÆRSLUGJÖLD. Millifærslur utan sparisjóðs (símbeiðni) 100,00 kr. Millifærslur innan sparisjóðs (símbeiðni) 100,00 kr. Millifærslur í hraðbönkum 0,00 kr. Færslugjöld debetkorta í posum 13,00 kr. Millifærslur í þjónustusíma 0,00 kr. Upplýsingar um stöðu og færslur í síma 100,00 kr. Reikningsyfirlit um áramót 0,00 kr. Reikningsyfirlit sent í pósti annað en um áramót 90,00 kr. Yfirlit birt í netbanka 60,00 kr. Færslugjöld netbanka 0,00 kr. Færslugjöld tékka og eigin úttekta 45,00 kr. Kvittun send vegna millifærslu 90,00 kr. Reglubundnar millifærslur á reikning í bönkum 100,00 kr. SKULDABRÉF/AFBORGUNARSAMNINGUR. Lánveitingar og skuldabréfakaup Lántökugjald, lágmark 0,50%. Lántökugjald, hámark 2,00% Útbúið tryggingarbréf, handveð eða afb. samningur. 1.750,00 kr. Veðbókarvottorð og þinglýsing .Útprentun veðbandayfirlits 950,00 kr. -Þ.a. veðbandayfirlit (sbr gjaldskrá sýslum.) 550,00 kr. Útvegun veðbókarvottorðs hjá sýslumanni 2.600,00 kr. -Þ.a. veðbókarvottorð (sbr gjaldskrá sýslum.) 1.000,00 kr. Umsjón með þinglýsingu 500,00 kr. Þinglýsingargjald (sbr. Gjaldskrá sýslumanns) 1.350,00 kr. Tilkynningar- og greiðslugjald -útlagður kostnaður við hverja greiðslu hjá gjaldkera 490,00 kr. -útlagður kostnaður við hverja skuldfærslu af reikningi 190,00 kr. -kostnaður við hverja greiðslu án útprentunar 410,00 kr. -kostnaður við hverja skuldfærslu án útprentunar 115,00 kr. Veðleyfi, veðbandslausn, skuldskeyting: Útlagður kostnaður 4.500,00 kr. Þóknun (reiknast af eftirstöðvum) 0,25%. Lámarksþóknun 4.500,00 kr. Veltukort og kreditkort. Árgjald - kredit- og veltukort, með ferðaávísun 4.000,00 kr. Árgjald vegna aukakorts - kredit- og veltukort, með ferðaávísun 2.000,00 kr. Árgjald - gullkredit-og gullveltukort, með ferðaávísun 6.500,00 kr. Árgjald vegna aukakorts - gullkredit-og gullveltukort, með ferðaávísun 3.250,00 kr. Árgjald - veltukort, án ferðaávísunar 4.000,00 kr. Árgjald vegna aukakorts - veltukort, án ferðaávísunar 2.000,00 kr. Árgjald - gullveltukort, án ferðaávísunar 6.500,00 kr. Árgjald vegna aukakorts - gullveltukort, án ferðaávísunar 3.250,00 kr. Stofngjald vegna aukakorts, án ferðaávísunar 500,00 kr. Útskrifargjald (gíróseðill sendur) 245,00 kr. Útskrifargjald (skldfærsla á viðskiptareikning) 185,00 kr. Greiðsludreifing pr. mán 200,00 kr. Raðgreiðslur pr. mán 150,00 kr. Peningaúttekt innanlands 1,50% Færslugjald (+50kr.) Peningaúttekt erlendis 2,50% -lágmarks úttekt ( 4 usd) Færslugjald 0,00 kr. Innheimtubréf 515,00 kr. Ítrekunarbréf 1.560,00 kr. Lokunargjald 0,00 kr. Lokaaðvörun 3.250,00 kr. Endurútgáfa á glötuðu korti 1.000,00 kr. Lágmarksgreiðsla af útistandandi skuld 5%/5000 kr. Vákortalaun 5.000,00 kr. VANSKIL SKULDBINDINGA: Viðbótargjald vegna vanskilatilkynninga Útlagður kostnaður v/skuldabr./afbsamn. (e. 7 daga) 600,00 kr. Ítrekaðar tilkynningar vegna vanskila: Tvöfalt ofangreint gjald v/skbr./afbsamn. (e. 30 daga) 1.200,00 kr. Aukagjald vegna útsendinga: Útlagður kostnaður v/skuldabr./afbsamn. (pr. umslag) 85,00 kr. Sérstök innheimtumeðferð 3.250,00 kr. Síðara milliinnheimtubréf (handvirk innsetning) 5.500,00 kr. Lögfræðikostnaður skv. sérstakri gjaldskrá. Netbanki. Stofngjald 0,00 kr. Árgjald 0,00 kr. Færslugjöld 0,00 kr. Kvittun send úr netbanka 90,00 kr. Yfirlit birt í netbanka 60,00 kr. SMS skeyti (1. ágúst 2003) 6,00 kr. Erlend millifærsla í gegnum netbanka 500,00 kr. GSM-banki GSM-banki, stofngjald 0,00 kr. GSM-banki, árgjald 0,00 kr. Færslugjöld 0,00 kr. Ýmislegt. Myndsending innlands, 1. blað 150,00 kr. Hvert blað umfram innanlands 100,00 kr. Myndsending til útlanda 1. blað 350,00 kr. Hvert blað umfram til útlanda 200,00 kr. Leit að færsluskjali og ljósritun (pr. eintak) 200,00 kr. Leit að reikningsyfirliti og útprentun (pr. eintak) 200,00 kr. Meðmælabréf til innlendra og erlendra aðila 1.200,00 kr. Ljósritun (pr. eintak) 50,00 kr. Viðskiptayfirlit vegna skattaframtals 190,00 kr. Viðskiptayfirlit FE-kerfið, Fjármál einstaklinga 1.000,00 kr. Veski 400,00 kr. Útprentun á fasteignamati fyri viðskiptavin 300,00 kr. Símgreiðslur - gjaldeyrir. Símgreiðslur 800,00 kr. Símgreiðslur - hraðþjónusta (express) 1.600,00 kr. Erlend millifærsla í gegnum netbanka 500,00 kr. Ef greitt er inn á reikning í sparisjóði 450,00 kr. Hraðbanki DEBETKORT - INNANLANDS Hraðbankar S24 - Hámarksúttekt á dag 25.000,00 kr. Hraðbankar S24 - Færslugjald 0,00 kr. Hraðbankar Sparisjóðanna - Hámarksúttekt á dag 25.000,00 kr. Hraðbankar Sparisjóðanna - Færslugjald 0,00 kr. Aðrir hraðbankar - Hámarksúttekt á dag 15.000,00 kr. Aðrir hraðbankar - Færslugjald 0,00 kr. GULLDEBETKORT - INNANLANDS Hraðbankar S24 - Hámarksúttekt á dag 25.000,00 kr. Hraðbankar S24 - Færslugjald 0,00 kr. Hraðabankar Sparisjóðanna - Hámarksúttekt á dag 25.000,00 kr. Hraðabankar Sparisjóðanna - Færslugjald 0,00 kr. Aðrir hraðbankar - Hámarksúttekt á dag 20.000,00 kr. Aðrir hraðbankar - Færslugjald 0,00 kr. KREDITKORT - INNANLANDS. Hraðbankar S24 - 4 sinnum í mánuði - Hámarksúttekt á dag 30.000,00 kr. Hraðbankar S24 - 4 sinnum í mánuði - Færslugjald 1,50% Hraðbankar Sparisjóðanna - 4 sinnum í mánuði - Hámarksúttekt á dag 30.000,00 kr. Hraðbankar Sparisjóðanna - 4 sinnum í mánuði - Færslugjald 1,50% Aðrir hraðbankar - 4 sinnum í mánuði - Hámarksúttekt á dag 30.000,00 kr. Aðrir hraðbankar - 4 sinnum í mánuði - Færslugjald 1,50% GULLKREDITKORT - INNANLANDS Hraðbankar S24 - 4 sinnum í mánuði - Hámarksúttekt á dag 60.000,00 kr. Hraðbankar S24 - 4 sinnum í mánuði - Færslugjald 1,50% Hraðbankar Sparisjóðanna - 4 sinnum í mánuði - Hámarksúttekt á dag 60.000,00 kr. Hraðbankar Sparisjóðanna - 4 sinnum í mánuði - Færslugjald 1,50% Aðrir hraðbankar - 4 sinnum í mánuði - Hámarksúttekt á dag 60.000,00 kr. Aðrir hraðbankar - 4 sinnum í mánuði - Færslugjald 1,50% DEBETKORT - ERLENDIS Hraðbankar erlendis - Hámarksúttekt 500,00 USD Hraðbankar erlendis - Færslugjald 2,00% GULLDEBETKORT - ERLENDIS Hraðbankar erlendis 800 USD 2% - Hámarksúttekt 800,00 USD Hraðbankar erlendis 800 USD 2% - Færslugjald 2,00% KREDITKORT - ERLENDIS Hraðbankar erlendis - 4 sinnum í mánuði - Hámark 30.000,00 kr. Hraðbankar erlendis - 4 sinnum í mánuði - Færslugjald 2,50% GULLKREDITKORT - ERLENDIS Hraðbankar erlendis - 4 sinnum í mánuði - Hámark 60.000,00 kr. Hraðbankar erlendis - 4 sinnum í mánuði - Færslugjald 2,5%. (Heimild verðskrá S24 & SPH, 18 sept 2005 )

...og svona mætti lengi telja. Hér er ekki fjallað um lánauppgreiðslugjöld ca 2 -3 % ýmis afgreiðslugjöld m.m.

Við þetta allt saman bætast afar lágir innlánsvextir ( Almenn sparisjóðbók 1,25% vextir) og okur útlánsvextir ( Skuldabréfalán 12 - 17 % vextir og vanskilavextir 20,50% )

Græðgi? Nei verra - Fíkn! Þjónustugjaldafíkn

þriðjudagur, 13. september 2005

Miklir brandarakarlar í bankakerfinu og víðar

Forsendur kjarasamninga eru brostnar samkvæmt verðbólguviðmiðum. Um það þarf ekki að deila . Viðbrögð ýmsa hagsmunaaðila við þessari staðreynd eru því miður grátbrosleg. Hagfræðingur KB banka segir að það borgi sig ekki að hækka launin, það auki bara verðbólguna? Ha... ha... ha..., þetta segir fulltrúi þeirra sem setja hvert heimsmetið á fætur öðru í vaxtaokri, fulltrúi kerfis sem þjáð er af „þjónustugjaldafíkn”.

Væri ekki sniðugt hjá þessum mannskap að líta í eigin rann og velta fyrir sér eigin ábyrgð í því að viðhalda stöðugleika í efnahagskerfinu. Gildir ekki það sama varðandi samtök atvinnulífsins og samtök verslunarinnar. Í stað þess að lækka vöruverð eins og tilefni hefur vissulega verði til þá hækka menn vöruverð. Verðbólgan per exelens hefur ekkert með íslenska láglaunapólitík að gera. Aukin verðbólga á fyrst og fremst rætur sínar í því að þeir sem þegar hafa nóg taka meira til sín en sanngjarnt er, hvort sem það er verðlag á lánsfjármagni, vöruverði eða verðmætasköpunar vinnuframlags starfsmanna.

Málið er ekkert flóknara en þetta og málflutningur af því tagi sem fulltrúar bankakerfisins og atvinnulífsins viðhafa þessa daganna er sérstaklega ósmekklegur og algerlega óviðeigandi. Það er verkalýðshreyfingin, nánast ein og sér, sem með „þjóðarsáttarsamningunum" skóp þennan stöðugleika sem ríkt hefur síðustu ár. Það ber að virða við almennt launafólk í landinu og meta að verðleikum. Annað er hroki.