föstudagur, 9. júlí 2010

HM - RÚV og endalausar ólöglegar áfengisauglýsingar

RÚV tekst með einstaklega óviðeigandi hætti að spyrða saman heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu og áfengisauglýsingum. Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum hafa borist mjög margar kvartannir vegna þessa framferðis RÚV síðustu vikurnar. Foreldrasamtökin hafa marg bennt á þessa lögleysu, bæði með bréfum til RÚV sem og með og ábendingum og tilkynningum til lögreglustjóra.

Allmargar ábendingar bárust
foreldrasamtökunum þegar að þáttastjórnanda Betri stofunnar sá ástæðu til þess að vekja sérstaka athygli á snöggum viðbrögðum áfengisframleiðenda við lúðrum á HM með framleiðslu á áfengisauglýsingu, teiknimynd þar sem einhver björn treður lúður inn í sel? og sýndi í kjölfarið áfengiauglýsinguna (án hins friðþægandi útúrsnúnings að mati áfengisframleiðenda "léttöls") í miðjum þætti og svo auðvitað í sí og æ eftir það í auglýsingahléum.

Nú er svo komið að Ölgerðin nennir ekki einu sinni að setja inn í sekundubrot, í hinar ólöglegu auglýsingar, orðið "léttöl" í lítilli og óljósri starfagerð sbr. auglýsingu í leikhléi  í leik Spánar og Þýskalands  7/7 kl 19:30 og svo hitt að RÚV hirðir ekki lengur um að athuga hvað þeir senda út. Að sjálfsögðu var tafarlaust send ábending til þess bærra aðila. Það er því augljóst að Ölgerð Egils Skallagrímssonar fær enn einn dóminn (ef ekki tvo) á sig innan tíðar vegna brota og svo þarf útvarpsstjóri að svara fyrir og sæta ritstjórnarlegri ábyrgð vegna birtinganna. Telur útvarpsstjóri að þessar endalausu áfengisauglýsingar á RÚV séu í þágu hans umbjóðenda sem eru ekki síst börn og unglingar í landinu?

20. gr áfengislaga er afar skýr sem og siðferðilegur boðskapur laganna - Það alveg einstaklega óviðeigandi að RÚV fari ekki eftir þessum lögum en veiti þessi í stað áfengisframleiðendum óheftan aðgang að sínum mikilvægasta markhóp, börnum og unglingum, með endalausum ólöglegum áfengisauglýsingum í þáttum eins og t.d. í kringum hina annars ágætu HM keppnina.

Grein einnig birt á vef Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum www.foreldrasamtok.is