þriðjudagur, 17. febrúar 2009

Hugtakið "pólitísk hirðfífl"

...dettur manni helst í hug þessi dægrin, hugtak sem því miður á sorglega vel við um málflutning ýmissa þingmanna.

Ábyrgðarleysi að dýrmætur tími Alþingis á ólgutímum sem þessum sé “nýtur” með eins fáfengilegum hætti og dæmi eru um. Breytingar á kosningalöggjöf verða vonandi til þess að ábyrgir kjósendur skipi viðkomandi þingmönnum af þessu kalaberi verðugan “sess” á listum þegar í kjörklefann er komið.

fimmtudagur, 12. febrúar 2009

Veist þú hvar barnið þitt...

... er á Netinu auglýsir Síminn og bendir á netvara sem fyrirtækið býður áskrifendum sínum.

“Með Netvaranum fær heimilið öflugt tæki til að útiloka óæskilegt efni á netinu og koma þannig í veg fyrir að börn og unglingar villist þangað sem þau eiga alls ekki erindi.”

Er gott og gilt svo langt sem það nær – sem er stutt því á vef fyrirtækisins Ja.is er illa dulbúinn brennivínsauglýsing – ætli netvörnin virki gegn því ?

Þvílík lágkúra af hálfu fyrirtækisins og virðingarleysi gagnvart þeim börnum og unglingum sem nýta sér þjónustu Ja.is

laugardagur, 7. febrúar 2009

Ingvar Viktorsson í sérverkefni varðandi Seðlabankann

Ingvari Viktorssyni vini mínum hefur tekist það sem mörgum hefur dreymt um. Okkar ágæti forsætisáðherra Jóhanna Sigurðardóttir ætti að ráða Ingvar í tímabundið og afmarkað verkefni sem væri að koma seðlabankastjóra út, því nú virðist ljóst að það verður ekki einfalt mál. Því er runnin upp tími nýrra og óhefðbundinna lausna í þessari tragí komidíu seðlabankastjórnas.

Þannig var nefnilega mál með vexti að fyrir nokkrum árnum mætti seðlabankastjórinn þv. forsætisráðherra á herrakvöld FH. Veislustjórinn Ingvar Viktorsson, sem er húmoristi mikill, tók embætti sitt af mikilli alvöru og eftir að hafa farið með allmargar sögur og gamanmál tók hann til við fjáröflun sem fólst í bögglauppboðum. Heldur voru menn tregir til kaupa en samt sem áður gekk uppboðið ágætlega en frekar hægt fyrir sig. Ingvar vildi auðvitað, í þágu okkar ágæta félags, fá þolanleg verði fyrir fótnuddatækin, eftirprentarinar, íþróttafatnaðinn, handklæðin, prentarana, ryksuguna, pútterinn, bumbubanann, FH bollastellið og ekki síst fyrir þurrkarann.

Það var akkúrt í þann mund sem að Sæli Guðmunds, FH-ingurinn góðkunni, er að bjóða í þennan kostagrip að ræðumaður kvöldsins seðlabankastjórinn tilvonandi fyrverandi og þáverandi forsætisráðherra stóð upp og rauk á dyr án þess að kveðja hvorki kóng né prest.

Verkefni Ingvars einfalt – skipulag og framkvæmd herrakvölds FH í salarkynnum Seðlabankans með frómri ósk um hátíðarræðu.

mánudagur, 2. febrúar 2009

Ríkisrekin frjálshyggja...

... er ný vídd í pólitískri hugmyndafræði. Blað "allra landsmanna" Morgunblaðið er á framfærri þjóðarinnar um þessar mundir í gegnum banka okkar landsmanna sem ku vera með blaðið í öndunarvél.

Samkvæmt hefðbundinni Mogga lógik þá er blaðið orðið offramboð af sjálfu sér og því svo komið að leggja þarf blaðið niður enda hefur "markaðurinn" hafnað því. Samkvæmt sjónarhorni frjálshyggjunnar er ritstjórnin léleg, blaðmenn ómögulegir, leiðinleg skrif, ómögulegar greinar, blaðið illa rekið svo nokkur dæmi séu nefnd og síðast en ekki síst, engin vill auglýsa í blaðinu og áskrifendur eru fáir.

Ríkisdagblaðið Mogginn er arfaslöpp hugmynd en því miður veruleiki - einu afskipti ríkisins af Morgunblaðinu eiga að vera þau að búa blaðinu einhvern sess á Þjóðminjasafninu innan um aðra sýningargripi. Sýningargripurinn - Morgunblaðið im memorium - blaðið sem varð að lokum fórnarlamb eigin hugmyndaheims – táknrænt fyrir gjaldþrot frjálshyggjunnar bæði á hinum veraldlega og huglæga vettvangi – ekki satt - Mörg brýnni verkefni sem bankarnir okkar ættu að sinna fremur en að dæla milljónum í Moggann sem fólk vill ekki kaupa?