Bréfin streyma
Þessa daganna hafa allnokkrir starfsmenn bæjarins fengið ábyrgðarbréf frá bæjaryfirvöldum. Innihaldið er að bjóða fólki nýtt starf í nýrri stjórnsýslu. Ekki verður annað séð í fyrstu en að í flestum tilfellum sé einungis um sambærileg störf í nýju skipuriti að ræða. Uppsagnir eru vart hægt að telja nema á fingrum annarra handar en um er að ræða tvo STH félaga ( sem er samt of margt).
Hins vegar eru einhverjir sem ennþá íhuga hvort þeir ætli að sæta tilfærslu og íhuga biðlaunarétt sinn. Breytingar eru mestar hjá bæjarverkfræðingsembættinu. Ef einhverjir félagsmenn eru í hinum minnsta vafa um sín mál þá er félaginu bæði ljúft og skylt að veita aðstoð. Hægt er að hafa samband við formanninn í gegnum rafpóst addigum@simnet.is
Nánari útfærslur um tilflutning einstakra starfsmanna má lesa um í næsta Fjarðarpósti??? Af því tilefni þá hefur formaður STH sent inn hugmynd í hugmyndabanka á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar um á hvern veg best er að haga "samstarfi" bæjarins og STH í framtíðinni. Svo virðist vera að hinar fremstu skyldur bæjarins séu við hið ágæta blað Fjarðarpóstinn og mun fremur en við hagsmunafélag starfsmanna STH . Eitt skipti slys, tvö skipti "too much" , þrisvar sinnum ???
Engin ummæli:
Skrifa ummæli