...og þá eru það lífeyrismálin
hjá Rafveitunni sálugu , fundur á Sólvangi um vinnustaðasamninga, starfslok á þjónustuborði, mál fyrrverandi félagsmálstjóra, lífeyrisgreiðslur til tveggja fyrrverandi starfsmanna, samtöl við ýmsa starfsmenn varðandi skipulagsbreytingar, væntanlegur stjórnarfundur með nýkjörinni stjórn, fundur á heilsugæslu, umræður um vaktafyrirkomulag, starfskjarnefndarfundur, símtöl vegna starfsmats, fundur um framhald dómsmáls STH vegna vangoldinna fæðingarorlofslauna til nokkurra STH félaga, samtöl við skrifstofu BSRB varðandi túlkun kjarasamnings, öryggisreglur skólaliða, fundur með tilteknum starfshóp, samtal við lögfræðing félagsins og ýmislegt fleira eru dæmi um það sem drífur á daga formanns.
Sýnlegt almennum félagsmönnum? Veit það ekki, kannski svipað eins og að vera sjónvarpsfréttamaður - mikil vinna á óhefðbundnum tímum og ekki allt unnið fyrir framan skjáinn og ekki síst oft vanþakklátt starf í meira lagi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli