Jæja þá er heimasíðan aðeins að koma til. Ég er búinn að sjá það að það er betra að hafa hvítan bakgrunn heldur en að nota eitthvað stöff sem manni líkar ekki. Ég er alltaf að nota sömu myndina af mér sem er þeim annmörkum háð að ég er ekki oft í jakkafötum og þeir sem þekkja mig frekar undrandi á hve virðuleikinn er mikil. Ég þarf að finna einhverja mynd sem er representatív.
Goffmann hinn mikil félagsfræðingur segir að tákn hafi mikil áhrif á leiksviði lífsins og um það er ég alveg sammála. Ég tek þessa mynd upp ef ég fer að vinna í verðbréfabransanum.
Ég er mikið á ferðinni erlendis þar sem að ég er formaður Samtaka norrænna félagsmiðstöðva UFN. Og talandi um tákn þá eru gallbuxur, leðurjakki, strigaskór og aldurinn + 40 ávísun á leit hjá hinum íslenska tolli á Keflavíkurflugvelli. Þannig er að ég er stoppaður í 9 af hverjum 10 tilfellum. Það er auðvitað hið besta mál en stundum verða blessaðir tollararnir skrýtnir í framan þegar að þeir finna fistölvu og myndavél sem merktar eru Æskulýðs- og tómstundaráði Hafnarfjarðar. Mér fannst þetta í eina tíð pirrandi þar sem að maður lendir hvergi í þessu nema hér. Oft spáði maður í það hvort ekki væri hægt að haga þessum málum með öðrum hætti m.a. vegna þess að afskipti tollara eru mikil og sjáanleg hér á landi. Hins vegar búa þeir við gríðarlegt aðstöðuleysi og margt sem þeir gera hér eins og gegnumlýsingar á töskum o.fl. er gert erlendis en ekki að fólki ásjáandi. Tollurinn hér er að nánast vinna á 10 m2. Þetta aðstöðuleysi gerir það að verkum að eftirlit er að mörgu leiti óvinsamlegt og klunnalegt. En þetta var sem sagt út úr dúr varðandi myndina sem ég ætla að skipta út þegar að ég finn aðra betri og "táknrænni"
Engin ummæli:
Skrifa ummæli