þriðjudagur, 4. mars 2003

Þetta var ljómandi fín ráðstefna á Akureyri

Þetta var ljómandi fín ráðstefna á Akureyri. Því miður þurfti ég að fara keyrandi suður um hádegið á laugardeginum þar sem að ég fór erlendis snemma næsta morgun. Sit hér á netkaffi á Spáni og búni að komast að því að tölvmenning hér er ekki á sérstaklega háu plani. Erindi mitt hingað er að ganga frá kaupum og fá afhent sumarhús er Starfsmannafélag Hafnarfjarðar festi kaup á. Ég er sem sagt formaður þess ágæta félags og hlutverk mitt í hinni Spænsku byrokratíu felst aðalega í því að skrifa nafnið mitt fyrir framan og í votta viðurvist hinna ýmsu fyrirmenna, og svo að sjálfögðu þá stimplar maður allt í bak og fyrir. Undarlegt þykir mér hve tölvur er illa nýttar hér. Eitt lítið dæmi um slíkt var að nánast heil búslóð sem keypt var í húsið var á reikningi öll handfærð og verð reiknað með litlum vasareikni. Sölumenn ekki með tölvur og allt handfært upp á gamla mátan.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli