laugardagur, 28. júní 2008

Stjórn RÚV - opið bréf

Stjórn RÚV ohf
Hr. formaður Ómar Benediktsson

Að kveldi hins 18. Júní s.l strax eftir 22 fréttirnar í ríkissjónvarpinu birtust, nánast venju samkvæmt áfengisauglýsingar. Hin fyrri var um Víking bjór. Orðfæri , orðabeygingar , málfræði og allt í auglýsingunni með þeim hætt að augljóst var að þar var um áfengisauglýsingu að ræða. Orðið léttöl sem birtist í lok auglýsingarinnar er hvorki í samræmi við texta eða myndmál auglýsingarinnar. Einnig vaknar óhjákvæmilega upp sú spurning hvort miðstöð málverndar í landinu, Ríkisútvarpið, telji við hæfi að birta auglýsingar sem innhalda eins illa unnin texta og hér um ræðir - "Hann léttöl /ið ... sem er bruggaður" ?

Hin auglýsingin var um Thule bjór og í þeirri auglýsingu var ekki gerð nein tilraun til þess að draga dul á hvað verið var að auglýsa.

Útvarpsþátturinn Poppland á Rás 2 hefur undanfarnar vikur verið undirlagður í áfengisauglýsingum eins og svo oft áður. Slík hefur síbyljan verið að það hefur á stundum vart mátt greina hvort dagskráin sé í boði og kostuð af áfengisframleiðandanum Tuborg (Ölgerðar Egils Skallgrímsonar) eða hvort um starfsemi að vegum RÚV sé að ræða.

Það eru foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum mikil vonbrigði að RÚV skuli með kerfisbundnum birtingum áfengisauglýsinga virða réttindi barna og unglinga í landinu að vettugi og brjóta á lögvörðum rétti þeirra til þess að vera laus við áfengisáróður sbr lög þar um. Samtökin skora hér með á stjórn RÚV ohf að stöðva allar þessar beinu og óbeinu áfengisauglýsingar sem allar eiga það sannmerkt að vera ólöglegar og langt fyrir neðan virðingu fyrirtækisins. Telji fyrirtækið minsta vafa hvað varðar "lögmæti" þessara áfengisauglýsinga þá ber því hlutverki sínu samkvæmt að láta börn og unglinga í landinu njóta þess vafa.

f.h Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum
Virðingarfyllst,
Árni Guðmundsson, formaður

Afrit:
Menntamálaráðherra
Lögreglustjórinn í Reykjavík
Stjórn RÚV ohf

föstudagur, 20. júní 2008

Björgvin G Sigurðsson ...

...viðskiptaráherra hefur að mínu mati staðið sig einna best ráðherra í núverandi ríkisstjórn. Það voru margir undrandi yfir því að skipta upp Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu í tvö ráðuneyti. Reyndist hins vegar hið besta mál og hefðbundnum málefnum viðskiptaráðuneytisins vel sinnt auk þess sem í fyrsta sinn höfum við ráðherra neytendamála en á þeim vettvangi finnst mér Björgvin hafa komið afar sterkur inn og markað ráðuneytinu nýja vídd. Störf ráðherrans gegn okurgjöldum bankakerfisins, og önnur skyld mál, sýna í verki hvert stefnir og því ber að fagna.

laugardagur, 14. júní 2008

Af sértækri greindarskerðingu?

Åbrå dómurinn sænski gekk út að það að skyni bornir menn auglýstu ekki nokkrar léttöls flöskur mánuðum saman, sem síðan var ekki lögð nokkur áhersla á að koma á markað að öðru leiti og voru nánast ófáanlegar. Merkingar á léttölinu voru í öllum megin atriðum algerlega eins og á bjórframleiðslu fyrirtækisins. Gjörðir fyrirtækisins og forstjórans sem ábyrgðarmanns voru því túlkaðar sem útúrsnúningar á lögum þar í landi um bann við áfengisauglýsingum og viðkomandi dæmdur samkvæmt því.

Hinn kosturinn í málinu var utan seilingar dómskerfisins sem hefði verið að meta forstjórann sænska nautheimskan og illa kunnandi enda kostnaður við auglýsingar á léttölinu illfánalega stjarnfræðilega langt yfir ágóða af sölu þess. Ekki man ég nákvæmar tölur en ljóst var að auglýsingakostnaður þessara örfáu flaska nam marghundraðföldu útsöluverði.

Hér á landi falla forstjórar umvörpum í sömu gryfju. Forstjórarnir "merkja" vörur sínar eins og gert var í Ráðstjórnarríkjunum hér í eina tíð og sennilega mun verr. Fyrirtæki sem að öllu jöfnu gera í vörumerkingum skýran greinarmun á sykrlausum gosdrykkjum og sykruðum setja áfengið í nákvæmlega eins umbúðir og léttölið. Með þeirri einu undantekningu að í efnisinnihaldi stendur 5,0% í stað 2,25% en með svo litlu letri að helst er að nýta stækkunargler til þess eins að sjá hvers eðlis varan er.

Hvað þetta varðar þá vona ég að dómskerfið taki á þessu og ekki síst í þágu þeirra sem þetta stunda. Þangað til verða viðkomandi taldir verulega vankunnandi, neytendafjandsamlegir eða jafnvel tregir til hugans . Dómskerfið er sem betur fer byrjað að taka á þessu eins og meðfylgjandi dómur fjallar um að hluta. Útúrsnúningar sem byggja á þeirri grunnforsendu að menn geri sér upp sértæka greindarskerðingu í þeim eina tilgangi að snúa út úr löggjöf um bann við áfengisauglýsingum er eitthvað sem ekki er boðlegt en dæmi um hve lágt menn eru til í leggjast í þágu ítrustu viðskiptahagsmuna.

Íslenskur "léttölsauglýsandi" fór svona út samskiptum sínum við dómskerfið íslenska:

“Ákærði var yfirheyrður af lögreglu 5. janúar 2007. Kvaðst ákærði hafa verið ritstjóri tímaritsins Fótboltasumarið 2006 er það hafi verið gefið út. Væri ákærði þeirrar skoðunar að ekki væru um ólöglegar áfengisauglýsingar að ræða í tímaritinu. Um væri að ræða auglýsingar á léttöli sem selt væri í verslunum á Íslandi. Í auglýsingunum kæmi skýrt fram að um áfengislausan bjór væri að ræða. Að því er auglýsingar á XXXXXX varðaði bar ákærði að auglýsingarnar hefðu komið frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Markaðsstjóri Ölgerðarinnar, Valgarð Sörensen, hafi verið í sambandi við ákærða með auglýsingarnar. Ekki kvaðst ákærði vita hvaðan texti á auglýsingarnar væri kominn. Þá kvaðst ákærði ekki vita hver hefði séð um uppsetningu og hönnun á auglýsingunum. Greitt hafi verið fyrir auglýsingarnar af hálfu Ölgerðarinnar. Ekki kvaðst ákærði reiðubúinn að gefa upp hve mikið hafi verið greitt. Ekki kvaðst ákærði viss um hvort XXXXXX væri seldur sem óáfengur bjór í verslunum á Íslandi, þó svo hann héldi að svo væri. Að því er varðaði auglýsingar á YYYYY bjór bar ákærði að einstaklingur á vegum Vínkaupa ehf. hafi sent ákærða auglýsingu fyrir bjórinn. Auglýsingin hafi verið tilbúin eins og hún hafi birst í blaðinu. Fulltrúar blaðsins hafi verið í sambandi við Gunnlaug Pál Pálsson sölustjóra hjá Vínkaupum ehf. Sá texti er birst hafi, hafi komið frá Vínkaupum ehf. en verið bætt inn á auglýsinguna. Greitt hafi verið fyrir auglýsinguna, en ekki kvaðst ákærði reiðubúinn að upplýsa hve mikið greitt hafi verið fyrir hana. Ákærði kvaðst telja að unnt væri að fá óáfengan YYYYY bjór í verslunum á Íslandi, án þess þó að hann þyrði að fullyrða það. Tilgangur með þessum auglýsingum hafi verið að kynna viðkomandi vörur og knattspyrnuleiki. Sem ritstjóri og ábyrgðarmaður tímaritsins bæri ákærði ábyrgð á birtingu auglýsinganna. Hafi þær átt að skapa jákvæða kynningu á léttöli greindra vörumerkja. Þær hafi verið bornar undir ákærða til samþykkis fyrir birtingu.” Sjá nánar http://domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200800463&Domur=2&type=1&Serial=1&Words=

Minnir mann óneitanlega á senu úr Kardimommubænum þegar að Jesper reynir að telja Bastían bæjarfógta trú um að brauðið sem hann rændi hafi sjálft farið í vasa hans!


sunnudagur, 8. júní 2008

Hið Íslenska vændi

Lýtur greinilega öðrum lögmálum en alls staðar annars staðar í heiminum ef marka má dóm Héraðsdóms Reykjavíkur nýverið yfir forsvarsmönnum tímaritsins Mannlífs.
Samkvæmt honum þá verður ekki annað talið en að starfsemi þessarar búllu sem oftast er nefnd Goldfinger sé i sann kristnum anda, eiginlega sunnudagsskólastarfsemi. Er því einni staður sinnar tegundar í heiminum.
Sennilegt er að blaðamanni hafi ekki tekist að leggja fram “þinglýstum þrælasamning” og dómurinn því ekki talið orð dansmeyjanna í skjóli blaðamanns sannfærandi.
Sorglegt því auðvitað er þessi íslenski bransi í engu öðruvísi en annars staðar. Fjallaði um þessi mál á dagskinnuni fyrir nokkrum misserum undir tiltlinum “Listdans og taugaáföll” sem hér fylgir með:

Listdans og taugaáföll
Var svo heppnin/óheppnin að á námsárum mínum (hinum fyrri) í Svíþjóð í upphafi níunda áratugarins, að fá tækifæri til þess að kynna mér ítarlega hið hollenska félagsmálakerfi og aðstæður þeirra sem minna mega sín í því þjóðfélagi. Þar í landi eru "listdansstaðir" víða. "Starfsfólkið" þar eru hvorki "háskólastúdínur" eða stúlkur sem vilja næla sér tímabundið í ríflegar aukatekjur.

Hollenski bransinn sem er ekkert öðruvísi en annars staðar og gengur á dópi. Sá sem er þræll fíkniefna á ekkert val og gerir hvað sem er fyrir næsta skammt. Í Hollandi fá um 95 % "listdönsurunum" taugáfall í "vinnunni" árlega. Ungar stúlkur á niðurleið er samnefndari yfir vegferð þessa fólks sem lendir í þessum ömurlegum aðstæðum. Frá "fylgdarþjónustu" í ræsið er því miður hinn bitri veruleiki.

Hér á landi eru þeir sem fyrir þessari starfsemi standa, að eigin sögn , lagðir einelti og sæta pólitískum ofsóknum? Málið er hins vegar að bransinn á Íslandi sker sig ekkert úr nema síður sé og hin "hörmulega" (í öllum skilningi þess orðs) "listdansstarfsemi" er ekki rekin á neinum öðrum forsendum en annarsstaðar, forsendum mannlegra auðmýkingar og niðurlægingar.

Það er undarlegt að hinir sönnu að gerendur í málinu kaupendur mannlegrar niðurlægingar(vændis)skuli ávallt sleppa. Skil ekki hvers vegna siðað samfélag eins og við viljum gjarnan að Ísland sé, hafi ekki tekist að koma lögum yfir þetta athæfi. Glæpamaðurinn sleppur en fórnalambið dæmt. Undarlegheit í meira lagi.

fimmtudagur, 5. júní 2008

Góður stuðningur

Hin nýstofnuðu Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum hafa fundið fyrir gríðarlegum meðbyr í samfélaginu en þau fengu á dögunum styrkveitingu frá IOGT að andvirði 400.000 króna. Að baki styrknum standa IOGT og samstarfssamtök en hann var veittur við hátíðlega athöfn 31. maí 2008. Gunnar Þorláksson, formaður greindi við athöfnina að 200.000 krónur væru frá IOGT og þá 200.000 krónur frá hinum bandalögum. María Jónsdóttir og Ösp Árnadóttir stjórnarmenn í Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum veittu styrknum viðtöku. IOGT á Íslandi eru bindindissamtök innan alþjóðasamtaka IOGT en sameiginlegt markmið IOGT-deilda er að stuðla að: hamingjuríkara, frjálsara og innihaldsríkara lífi. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum eru einungis mánaðargömul en styrknum verður varið í að setja upp öfluga heimasíðu. Hægt er að skrá sig í samtökin í netfangið addigum@simnet.is . Stjórn Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, er þakklát fyrir stuðninginn og þá hvatningu sem samtökin fá frá IOGT.

þriðjudagur, 3. júní 2008

Flott 100 ára afmæli

Náði reyndar bara sunnudeginum sem var í alla staði flottur. Veðurguðirnir, sem oft eru flóknir og erfiðir samskiptum sínum við okkur sem staðið höfum í svona stórræðum, voru í sólskinsskapi þó svo að Kári hafi haft sig verulega í frammi seinni part sunnudagsins. Það er mikil vinna og mörg handtökin á bak við stóratburð af þessum toga og því ekki alltaf sjálfgefið að allt gangi upp. Skipuleggjendur og framkvæmdaaðilar stóðu sig með sóma. En hvað með það óska samsveitungum mínum í fegursta bæ landsins til hamingjum með 100 ára afmæli bæjarins.