föstudagur, 20. júní 2008
Björgvin G Sigurðsson ...
...viðskiptaráherra hefur að mínu mati staðið sig einna best ráðherra í núverandi ríkisstjórn. Það voru margir undrandi yfir því að skipta upp Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu í tvö ráðuneyti. Reyndist hins vegar hið besta mál og hefðbundnum málefnum viðskiptaráðuneytisins vel sinnt auk þess sem í fyrsta sinn höfum við ráðherra neytendamála en á þeim vettvangi finnst mér Björgvin hafa komið afar sterkur inn og markað ráðuneytinu nýja vídd. Störf ráðherrans gegn okurgjöldum bankakerfisins, og önnur skyld mál, sýna í verki hvert stefnir og því ber að fagna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli