fimmtudagur, 5. júní 2008

Góður stuðningur

Hin nýstofnuðu Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum hafa fundið fyrir gríðarlegum meðbyr í samfélaginu en þau fengu á dögunum styrkveitingu frá IOGT að andvirði 400.000 króna. Að baki styrknum standa IOGT og samstarfssamtök en hann var veittur við hátíðlega athöfn 31. maí 2008. Gunnar Þorláksson, formaður greindi við athöfnina að 200.000 krónur væru frá IOGT og þá 200.000 krónur frá hinum bandalögum. María Jónsdóttir og Ösp Árnadóttir stjórnarmenn í Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum veittu styrknum viðtöku. IOGT á Íslandi eru bindindissamtök innan alþjóðasamtaka IOGT en sameiginlegt markmið IOGT-deilda er að stuðla að: hamingjuríkara, frjálsara og innihaldsríkara lífi. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum eru einungis mánaðargömul en styrknum verður varið í að setja upp öfluga heimasíðu. Hægt er að skrá sig í samtökin í netfangið addigum@simnet.is . Stjórn Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, er þakklát fyrir stuðninginn og þá hvatningu sem samtökin fá frá IOGT.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli