Sjónvarp allra landsmanna RÚV auglýsir ekki bara áfengi. Margar auglýsingar í kringum barnaefni eru langt handan við siðferðileg mörk og ekki í samræmi við lög. Ég hef um langa hríð undrast hve lengi og með hve gófum hætti RÚV þverbrýtur löggjöf af þessum toga að virðist algerlega átölulaust.
Ef RÚV getur ekki viðhaft virðugleika sem slíkri stofnun ber, þá þarf stofnunin utan að komandi aðstoð. Handhafi hlutabréfsins þarf að taka í taumana ef ekki vill betur til - Hvað ætla menn að gera ef RÚV /útvarpsstjóri verður dæmur fyrir brot á áfengnislöggjöfinni eða vegna ólöglegra auglýsinga í kringum barnaefni. Ekki ætlar RÚV að láta dæma sig til þessað fara eftir landslögum.
Það er auðvitað bara einn möguleiki þegar og ef þessi staða kemur upp, útvarpsstjóri stendur upp og fer. RÚV - útvarp allra landsmanna hefur ríkar skyldur og þarf að standa undir nafni - einhver smákrimma viðhorf eins þessu áráttubrot bera vott um eru langt fyrir neðan virðingu RÚV og hvorki RÚV né neinum öðrum miðlum sæmandi.
fimmtudagur, 27. september 2007
sunnudagur, 23. september 2007
Er Mogganum illa við æsku þessa lands
Hef átt samleið með Morgunblaðinu um langt skeið, hefur fundist margt þar á bæ vel gert og Mogginn í raun haft ákveðin standard. Hef reyndar allt aðra pólitíska ideologiu en praktiseruð er á blaðinu. Eitt af því sem Mogginn hefur haft í þokkalegu standi og sennilega best íslenskra fjölmiðla hingað til er t.d sú hófsemi sem blaðið hefur sýnt í meðhöndlun áfengisauglýsinga sem eins og kunnugt er eru algerlega ólöglegar. Með þeirri stefnu sinn fannst mér Mogginn sýna mun meir ábyrgð en t.d RÚV sem þverbrýtur þessi lög átölulaust kvöld eftir kvöld og vanvirðir kerfisbundið lögvarin rétt barna og unglinga til þess að vera laus við áróður af þessu tagi.
Nú er greinilega heldur betur af sem áður var hjá Mogganum því í blaðinu í morgun eru a.m.k. fimm heilsíðu áfengisauglýsingar. Sami gamli útúrsnúningurinn um "léttöl" í eins umbúðum og áfengi og fæst hvergi eða í besta falli nokkrar flöskur í horni einhverrar ótilgreindrar verslunar. Í Svíþjóð hefur dómskerfið meðhöndlað þessar auglýsingar sem útúrsnúning og vanvirðu við siðferðilegan boðskap sambærilegra laga og hér eru. Fyrir áhugfólki um dómsmál má benda á hinn s.k. Åbrodóm.
En hvað með það Mogginn kominn í félagsskap þeirra sem misvirða rétt barna- og unglinga og virða lög um bann við áfengisauglýsingum að vettugi. Ekki dettur mér í hug að eiga frekari samneyti við slíka aðila. Áfengisauglýsingar með morgunkorninu er ekki sá pakki sem ég býð mínum börnum upp á - sagði því upp áskrift minni dags dato og fór með bloggið á fornar slóðir. Synd að Mogginn geti ekki hafið sig upp yfir þessa lágkúru.
Nú er greinilega heldur betur af sem áður var hjá Mogganum því í blaðinu í morgun eru a.m.k. fimm heilsíðu áfengisauglýsingar. Sami gamli útúrsnúningurinn um "léttöl" í eins umbúðum og áfengi og fæst hvergi eða í besta falli nokkrar flöskur í horni einhverrar ótilgreindrar verslunar. Í Svíþjóð hefur dómskerfið meðhöndlað þessar auglýsingar sem útúrsnúning og vanvirðu við siðferðilegan boðskap sambærilegra laga og hér eru. Fyrir áhugfólki um dómsmál má benda á hinn s.k. Åbrodóm.
En hvað með það Mogginn kominn í félagsskap þeirra sem misvirða rétt barna- og unglinga og virða lög um bann við áfengisauglýsingum að vettugi. Ekki dettur mér í hug að eiga frekari samneyti við slíka aðila. Áfengisauglýsingar með morgunkorninu er ekki sá pakki sem ég býð mínum börnum upp á - sagði því upp áskrift minni dags dato og fór með bloggið á fornar slóðir. Synd að Mogginn geti ekki hafið sig upp yfir þessa lágkúru.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)