fimmtudagur, 2. október 2003

Heilsugæslan
Fundir vegna aðlögunarsamnings er fyrirhugaður í næstu viku á Heilsugæslunni. Þjónustusvæðið (tæplega 30 þús. manns) er það lang fjölmennasta á landinu. Þannig að álag á starfsfólk gríðarlegt. Það er mat félagsins að þetta mikla álag verið að meta til hærri launa.

Starfsmenntasjóður
kemur bráðlega saman. Margar umsóknir liggja fyrir. Gott mál, enda er endurmenntun bæði skemmtileg og mannbætandi í alla staði. Hægt er að sækja um rafrænt á heimasíðu STH.

Hvað má og hvað má ekki ?
Formaður hittir sjálfan sig fyrir er hann veltir fyrir sér hve langt mega stjórnmálamenn ganga í umfjöllunum um einstaka embættismenn úr ræðustóli bæjarstjórnar? Hvar liggja línur í meiðyrðalöggjöfinni? Þetta verður manni til umhugsunar eftir hlustun á upptökum á afar snörpum umræðum um æskulýðsmál í bæjarstjórn s.l. þriðjudag.

Alkunna er að stjórnmálmenn margir hverjir ata hvorn annan auri hvað af tekur án teljandi eftirmála. Hitt er auðvitað spes ef einstaka stjórnmálamenn grípur slík ólund að þeir spreða aurnum langt út fyrir hinn pólitíska vígvöll á lágt launaða embættismenn sem hafa það eitt til saka unnið að hafa reynt að sinna starfi sínu samkvæmt bestu samvisku. Hvar eru mörkin? Veit það ekki - Finnst þó í þessu tilfelli eins og það sé verið að skjóta á mýflugu með fallbyssu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli