mánudagur, 27. október 2003

Starfsmenntasjóður
fundaði í kvöld og flestir hinna rúmlega 40 umsækjenda fengu úrlausn sinna mála. Það er ánægjulegt hve áhugasamir STH félagar eru í endurmenntunarmálum. Umsóknir er margvíslegar eins og gefur að skilja.

Hitt er annað mál að stundum þykir sjóðstjórn stofnanir beina fólki til sjóðsins með umsóknir sem ættu að öllu leyti að vera greiddar af viðkomandi stofnunum. Rétturinn er persónubundinn og því ljóst að t.d. námskeið um vinnuferla á tilteknum vinnustað eiga auðvitað að vera á kostnað vinnuveitanda og sama á við um námskeið fyrir skólaliða hjá Námsflokkum Hafnarfjarðar.

Fólki í lægstu
launaflokkunum veitir ekkert af fullum styrk sem nýta má í námskeið sem bæði kemur vinnuveitenda og einstaklingi til góða. Námskeið sem hluta af símenntunaráætlun og námskeið í þágu vinnuveitenda eiga auðvitað að vera kostuðu af vinnuveitenda. Starfsfólk sundlauga eða starfsmenn ÍTH greiða t.d ekki námskeiðagjald vegna árlegra skyndihjálparnámskeiða.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli