Nei takk ómögulega
sagði ég aðspurður við afgreiðslukonu á bensínstöð um daginn og bætti við að ég keypti hvorki súkkulaði á extraprís né aðra smávöru af olíufélögunum. Ef mig myndi langa í súkkulaði þá færi ég í næstu sjoppu.
Ástæðan væri auðvitað sú að ég væri nokkuð þungur til hugans vegna verðsamráðs olíufélaganna og af þeim orsökum ætti ég eins lítil viðskipti við þau og mér væri frekast kostur. Með þessu væri ég að tjá óánægju mína í verki og hún mætti alveg koma þessum samskiptum okkar á framfæri við yfirmenn sína. Stúlkan varð nokkuð vandræðaleg en sagði við mig mér til furðu: "Gangi þér vel í baráttunni" og datt þar með úr rullu smávörusalans yfir hlutverk manneskjunnar sem, eins og okkur öllum hinum, misbýður það viðskiptasiðferði sem viðgengist hefur hjá olíufélögunum.
Veit ekki hvort henni tekst að pranga smávöru inn á fórnarlömb verðsamráðs í einhverju mæli. Vona alla vega að þú ágæti lesandi látir ekki plata þig - sýnum hug okkar í verki.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli