Aðalfundur STH
verður haldin 25 nóvember kl 20 í Gaflinum og á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf.
Nokkrir hafa kvartað - Hvað er í gangi ?
Færð þú rafrænan launaseðil og hefur þú beðið sérstaklega um hann? STH furðar sig að launaseðlar séu sendir til viðkomandi banka án formlegs samþykkis launþega og sú spurning hlýtur að vakna hvort t.d. persónuvernd sé í hávegum höfð hvað þetta varðar.
Eru launaseðlar á glámbekk í bönkum landsins? Getur vinnuveitandi tekið einhliða ákvarðanir af þessu tagi - held ekki og þó svo væri þá þarf örugglega staðfesta samþykkt viðkomandi. Og að lokum hvað með þá sem ekki hafa aðgang að tölvubanka?
Af hverju er ekki ávallt greitt út þann 1. hvers mánaðar ?
Ef tölvutæknin er orðin svona öflug væri þá ekki nær að greiða laun ávallt þann 1. hvers mánaðar inn á reikning viðkomandi starfsmanna þó svo að sá dagur falli á helgardaga? Er einhver sanngirni í því að fá útborgað t.d. mánudaginn 3. xxx
Það þarf að kíkja betur á þessi mál - ekki satt?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli