Trúnaðarmenn STH
hittust í hádeginu til skrafs og ráðgerða. Trúnaðarmannafundir eru að öllu jöfnu 2-3 sinnum á ári. Í dag voru rædd ýmis mál er við stöndum í um þessar mundir, ýmis málefni stofnanna, kerfisbreytingar , eftirlaunamál, mismunandi launasetning sambærilegra stofnanna, orlofsmál og ný afstaðið BSRB þing svo eitthvað sé nefnt.
Blessað starfsmatið og framvinda þeirra vinnu var ítarlega rædd. Sú mikla töf sem orðin er veldur fólki vonbrigðum og ljóst að þrátt fyrir að dagsetningin 1, des 2002 standi sem gildistími þá verður að bæta fyrir þessa miklu bið með einhverju hætti. Það hefur enginn bæjarstarfsmaður efni á því að eiga útistandandi leiðréttingar mánuðum ef ekki árum saman. Því verður fast sótt fram í þeim tilgangi að bæta fólki biðtímann. Í bankakerfinu kallast bætur fyrir slíkt dráttarvextir.
Fræðslubækling um starfsmatskerfið munu trúnaðarmenn dreifa á næstu dögum Nánar um framvindu starfsmats og upplýsingar má lesa um á heimasíðu STH www.sthaf.is
Ekki liggja fyrir tillögur um lagabreytingar á aðalfundinum þ. 25 nóv n.k aðrar en þær að breyta ákvæðum um tímasetningu aðalfundar. Í dag er gert ráð fyrir að fundir sé fyrri hluta árs en breytingar ganga út á það að færa fund fram á haust í ljósi þeirra breytinga sem vinnsla og umfang bókhalds á umliðnum árum hefur haft í för með sér varðandi ársuppgjör. Hugmyndin er því að gera ráð fyrir haustfundum í stað vorfunda.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli