fimmtudagur, 6. nóvember 2003

Fróðir menn segja

Fróðir menn segja
að gróði íslenska bankakerfisins s.l. ár hafi numið ca 20.000.000.000 krónum – 20 milljörðum? Það gerir að verkum að tekjur miðað við kúnna þ.e.a.s. ef gert er ráð fyrir við að hvert mannsbarn í landinu sé í viðskiptum við bankanna (með einum eða öðrum hætti) þá eru þetta litlar 70.000- krónur í gróða per viðskiptaaðila.

Í Bandríkjunum væri samsvarandi summa 5.000.000.000.000.000.000 krónur – veit ekki einu sinni hvað svona summur heita – trilljón billjónir ? fimm-milljón-þúsund-milljónir ?

Tvær þjóðir í einu landi – fámennur íslenskur aðall og við hin. “Stétt með stétt” er kjörorð ákveðins stjórnmálaflokks – væri ekki nær að breyta því í “stétt fyrir stétt”

Engin ummæli:

Skrifa ummæli