sunnudagur, 30. nóvember 2003

Það var ekki bara fyndið

Það var ekki bara fyndið
heldur bráðfyndið hér um árið þegar að blessaðar Jesúmyndirnar sem voru til sýnis í Kringlunni þurftu að víkja fyrir jólaauglýsingunum. Listaðmaðurinn greip til gamalkunnara ráða og fékk leyfi til þess að vista myndirnar í fjárhúsum Húsdýragarðsins. Ekki í fyrsta sinn sem að boðskapur jólanna er gerður hornreka vegna kaupahéðna sem eiga sér þau einu markmið að græða meira í ár en i fyrra.

Nú er úr vöndu að ráða
fyrir kirkjunnar menn og þann ágæta boðskap sem hún hefur fram að færa. Enda svo komið að Jesúbarnið víkur fyrir auglýsingu um fótanuddtæki á extra prís! Spurning hvort ekki þurfi að ráða auglýsingastofu til þess að koma hinum sanna boðskap jólanna á dagskrá í samfélagi þar sem tekist er á um að ná athygli fólks með þrotlausum hætti dag út og dag inn?

Veit það ekki en hitt veit ég að Framsóknarflokkurinn sem býr við mun veikari hugmynda- og hugsjónakerfi en hin kristna trú náði með dyggri aðstoð auglýsingarstofu að koma sér á dagskrá og þótti bara flottur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli