þriðjudagur, 30. október 2007

Bankinn er ekki vinur þinn...

...eins og margir Íslendingar virðast halda. Vinur minn einn er óður út í síhækkandi útsvar bæjarfélaganna en hefur sig lítt í frammi þegar að afgjöld bankakerfisins eru annars vegar. Lætur sem sagt átölulaust að bankinn hirði 2-3 % umsýslugjöld af öllum hans peningum, skiptir í engum hvort hann leggur inn aura eða tekur þá út. Alltaf fær bankinn sitt og meira til. Meira að segja þegar hann greiðir niður lán fyrr en áætlað var þá greiðir hann sérstakt uppgreiðslugjald? Íslenska bankakerfið er eins og barn sem er með a.m.k. þrenn axlabönd og fimm belti til þess að halda uppi um sig stuttbuxum?

Fagna því að Björgvi G Sigurðsson viðskiptaráðherra láti sig þessi mál varða og gangi fram fyrir skjöldu í því skyni ná böndum utan um þessa vitleysu sem íslensk bankakerfið er vissulega orðið. Fagna einnig baráttu talsmanns neytanda Gísla Tryggvasonar í sömu veru. Vissulega tímabært að vinda ofan af sérkennileika hins íslenska bankakerfis sem felst í vaxtaokri, þjónustugjaldafíkn og fákeppni. Bankinn er ekki vinur þinn

laugardagur, 20. október 2007

Börn, unglingar og brennivín í búðum

Hvar eru talsmenn barna og ungmenna á Alþingi. Veit reyndar um nokkra sem hafa dug til þess að standa með börnum og unglingum í þessu samfélagi og taka yfirvegaða, ábyrga og upplýsta afstöðu á móti frumvarpi um sölu áfengis í matvörubúðum.

Sú staðreynd liggur fyrir að sala áfengis í verslunum muni leiða til verulega aukinnar áfengisneyslu barna og unglinga með tilheyrandi vandamálum. Þessa reynslu þarf ekki að sækja langt enda dæmin um slíkt allt í kringum okkur, frá Danmörku , Svíþjóð og Finnlandi svo nokkru dæmi séu nefnd, dæmi sem ekki er deilt um.

Þegar að málflutningur byggir á rangindum eins og að þetta hafi ekkert að segja gangvart íslenskum börnum og unglingum þá veltir maður fyrir sér í hvaða erindagjörðum flutningsmenn frumvarpsins eru? Ekki er ferðalagið í þágu velferarsjónarmiða gagnvart æsku þessa lands því ljóst má vera að aukin vandamál barna og unglinga eru léttvæg fundin og mun veigaminni en þau “meintu” þægindi miðaldra karlmanna að geta kippt með sér einni rauðvínsflösku í matvörubúðinni til að sötra með kjötbollunum og öðrum hversdags mat á virkum dögum. Fjarlægðin frá eigin nafla má ekki ráð för, málið er miklu stærra en það og auðvitað á velferð barna og unglinga að vera í öndvegi.

fimmtudagur, 18. október 2007

Af sænsku öli

„Mellanöl eller klass II var en form av öl med en maximal alkoholhalt på 3,6 % som började säljas den 1 oktober 1965 i vanliga livsmedelsbutiker. Redan den första dagen fanns det över 35 mellanölssorter att välja på.

Mellanölets lättillgänglighet angavs som starkt bidragande orsak till ungdomars alkoholskador och den togs därför bort ur livsmedelshandeln 1 juli 1977. (Auðvelt aðgengi að bjór var talin helsta ástæða áfegnisvandamála /skaða unglinga og var því hætt að selja bjór í matvöruverslunum 1. júlí 1977.)

Den 1 juli 1992 infördes två typer av skatteklass III, varav en omfattar öl med 3,5-4,5 volymprocent (2,8-3,6 viktprocent) alkohol. Dessa ölsorter kallas för "öl av mellanölstyp" och säljs endast på systembolag och restauranger."

Heimild: Wikimedia Sverige

Mjöður sá sem seldur er í verslunum í Svíþjóð er því max 2.8% að styrkleika allt annað áfengi er selt í sænska ríkinu "Systembolaget" – Undarlegur og ónákvæmur málflutningur í íslenska þinginu um áfengssölu í búðum í Svíþjóð? Tilgangurinn helgar meðalið – veit það ekki.

þriðjudagur, 16. október 2007

Danskar forvarnir...

...miða aðalega að því að fermingarbarnið drekki sig ekki undir borðið í sinni eigin fermingarveislu. Datt þetta i hug þegar að ég horfði á drottningarviðtal á Stöð 2 í gærkvöldi við Birgi Ármannsson einn flytjanda frumvarps um að fara að selja brennivín í stórmörkuðum. Vísaði þingmaðurinn til þess að gott væri nú að grípa með sér rauðvínsflösku í matarinnkaupunum, eins og það sé hin almenna regla Íslendinga að kyngja kvöldmatnum með rauðvíni. Flestir hafa auðvitað áttað sig á að þetta er fyrst og fremst óskhyggja brennivínssala. Það er margt annað í þessu máli sem orkar tvímælis, eins og til dæmis það að formaður heilbrigðinefndar þingsins sé meðflutningsmaður.

Heyrði ekki betur enn að þingmaðurinn hefði í hávegum danska áfengispólitík, þar sem frjálsræðið væri gott og blessað. En hvað með það birti hér að neða sýnishorn í dönskum forvörnum, fyrirheitna landið sem státar af mestu unglingadrykkju í heimi. Vona að hinir frjálshyggju þenkjandi öldnu ungliðar fari að hafa sig upp í víðara sjónarhorn í þessu máli og verði ekki eins og sendisveinar áfengisbransans, setji máli í víðara samhengi en að málið snúist um “rétt” þeirra að kippa með sér rauðvínsflösku í matarinnkaupunum (sem þeir reynda geta gert nú þegar með því að labba í nærliggjandi áfengisverslun). En hvað með það sjón eru sögu ríkari, dæmi um danskar forvarnir:

"Lær dit barn at omgås alkohol
Det kræver en del viden at opnå et fornuftigt og holdningsbetonet forhold til vin, øl og spiritus. Her er nogle fakta om alkohol. Skriv siden ud og prøv at diskutere de enkelte punkter med de unge.

1. Drik ikke på tom mave eller for hurtigt. Ellers bliver man hurtigere fuld, end man regner med.

2. Man får mest ud af små doser alkohol, da de gør en opstemt og frimodig. Drikker man for meget, bliver man sløv og syg og kommer til at gøre og sige ting, man bagefter fortryder.

3. Piger bliver hurtigere fulde end drenge, selvom de drikker den samme mængde alkohol. Det skyldes, at piger vejer mindre og ikke kan forbrænde så meget alkohol som drenge.

4. Det er ikke kun mængden af alkohol, der afgør, hvor fuld man bliver. Manglende søvn, tom mave, stress eller medicin forstærker alkoholens virkning.

5. Er man først blevet fuld, kan man ikke øge forbrændingsprocessen, så man bliver hurtigere ædru. Gamle husråd, der fortæller, at man skal drikke kaffe, løbe en tur, danse hele natten eller tage et koldt bad, er sejlivede myter.

6. Det er forbudt at køre bil, hvis man har en alkoholkoncentration på over 0,5 promille i blodet. Alkoholpromillen fortæller, hvor mange gram alkohol, der er i en liter blod.Promillens størrelse afhænger af
mange ting: Om man er dreng eller pige, hvor meget man vejer, hvor meget man har spist, eller om man har taget medicin.Alkohol forbrændes i leveren. Som grundregel forbrænder man konstant 0,1 g ren alkohol pr. kg pr. time. Det betyder, at det tager ca. 1 time for en dreng på 80 kg at forbrænde en øl, mens det tager en pige på 60 kg næsten to timer.

7. Selvom man synes, man har sovet sin brandert ud, kan promillen stadig godt være over de tilladte 0,5 næste morgen.

8. Øl, vin og spiritus omregnet til genstande:1 Brezer/ Ice svarer til 1 ½ genstand1 flaske vin svarer til 5 ½ – 6 ½ genstandeEn stærk øl svarer til ca. 2 genstande2 cl spiritus svarer til ½ genstand70 cl vodka svarer til 18-20 genstande"

Heimild: ForældreNetværk.dk / http://www.sikkertrafik.dk/52e000c

mánudagur, 15. október 2007

Ef verslunin getur ekki selt tóbak með sómasamlegum hætti...


... hvernig ætla sömu aðilar að selja viðkvæma vöru eins og áfengi. Birti hér niðurstöður kannana á tóbaksölu til unglinga í Hafnarfirði. Eiga barnungir starfsmenn stórmarkaða að afgreiða áfengi og það jafnvel til annarra barna?

föstudagur, 12. október 2007

Og síðan fer...

...fyrrverandi borgarstjóri á „pólitísk eftirlaun” sem munu felast í þægilegu starfi í Brussel eða á sambærilegum vettvangi. Munu sennilega ekki líða nema 8 - 12 mánuður þar til „eftirlaunin” verða frágengin og okkar maður mun auðvitað þykja happafengur í hverju því samhengi sem um verður að ræða – Er ekki tilveran einföld eftir allt saman.

fimmtudagur, 11. október 2007

Þegar að jarðsambandið rofnar...

... hefjast einhver undarlegheit. Margt sem áður hefur verið gert og fordæmi eru fyrir verður allt í einu til þess að allt fer á annan endann í samfélaginu. Almenningur sem hefur látið ýmislegt yfir sig ganga fær allt í einu nóg.

Viðbrögð stjórnmálamanna sem í ýmsu hafa staðið verða undarleg og í fullu ósamræmi við þjóðarsálina sem er einfaldlega nóg boðið. Stjórnmálamenn takandi dæmi út og suður um sambærilegar aðgerðir, átölulausar og sama marki brenndar og þessi dæmalausa vitleysa sem átt hefur sér stað í kringum OR og dótturfyritæki þess.

Margir stjórnamálmenn skilja greinlega ekki hlutverk sitt sem felst í því að vera fulltrúar almennings fremur en hagsmungæsluverðir fárra og einkahagsmuna þeirra eins og virðist lenska hjá almörgum pólitíkusum.
OR málið er í raun bara eitt af mörgum sambærilegum málum, eins og áður sagði. Það eina sem er merkilegt við það er að allt í einum ofbauð almenningi þessi grímulausa eigantilfærsla almenningseigna og einkavinavæðing sem viðgengist hefur í hinu íslenska samfélagi árum saman.

Tæknilegar útskýringar, fundartæknileg atriði, hver má kaupa hvað sem og annað í þessu OR máli verður í þessu samhengi eins og hvert annað aukaatriði. Þetta skilja margir stjórnmálamenn ekki og eru því úti á þekju dögum saman rúnir trausti, berskjaldaðir, teknir í bólinu, undrandi og bendandi á tilstand sem viðgengist hefur lengi, fatta ekki að þetta snýst að nánast öllu leyti um dropann sem fyllt mælinn. Sennilega bara „óheppni” viðkomandi stjórnmálamanna að vera á röngum stað á röngum tíma?

föstudagur, 5. október 2007

"Vandi" leikskólanna

Það er átakanlegt að fylgjast með umræðu síðustu vikna um “vanda“ leikskólanna. Í stað þess að ráðast að kjarna vandans þá fabúlera sveitarstjórnarmenn út og suður um rekstrarfyrikomulag og einkavæðingu leikskólans sem einhverja lausn. Rætt er um að greiða fólki fyrir að vera með börnin heima, fyrirtækin eiga leysa vandann og ég veit ekki hvað og hvað. Er mönnum illa við börn spyr maður, eru börn afgangsstærð í þessu þjóðfélagi.

Lausn vandans liggur algerlega í augum uppi. Hin grjótharða láglaunstefna sveitarfélagana sem launanefnd sveitarfélag framkvæmir í umboði sveitarfélaganna og viðheldur af einstökum myndarskap er kjarni þessa vanda. Sveitarstjórnarmenn mega ekki láta afar lágar tölur í hógværu launabókhaldi sveitarfélagan blinda sér sýn.

Laun gerast ekki lægri en dæmi eru um á leikskólum nema þá hjá afar óvönduðum starfsmannaleigum. Vandann má því leysa mjög einfaldlega samfélaginu til heilla með því að hækka laun fyrir þessi mikilvægu störf. Það er hlutverk sveitarstjórnarmanna að sjá til þess að svo verði, annað eru útúr dúrar og orðhengilsháttur – Það þarf bara að bretta upp ermarnar og henda þessari grjóthörðu láglaunastefnu sveitarfélaganna út á hafsauga.

þriðjudagur, 2. október 2007

BBC...

... er ekki á auglýsingamarkaðinum -finnst það íhugunarvert að RÚV geri hið sama. Velti fyrir mér þessu gríðarlega auglýsingaflóði sem dynur á fólki . Hlutfall auglýsinga í fjölmiðlum og kvikmyndahúsum er langt yfir þanmörkum og virðist aukast ef eitthvað er. Sýningar í kvikmyndahúsum hefjast ekki fyrr en 15 - 20 mínútum eftir auglýstan tíma vegna auglýsinga. Allt að 70 - 80 % efnis í fríblöðum eru auglýsingar og þá er ekki tekið mið að auglýsingatengdri umfjöllun. Sama á við um áskriftarblöðin, mörk umfjöllunar og aulýsinga verða stöðugt óljósari Sjónvarpsþættir eru partaðir niður vegna auglýingahléa og svona mætti lengi telja.

Síðan er innhald auglýsinga allt önnur Ella. Auglýsingar sem margar hverjar eru því marki brendar að verða ein alherjar sjálfsupphafning á ágæti viðkomandi fyrirtækja sem fer langt upp yfir þau mörk sem í daglegu máli er kallað mont. Síminn sem býður upp á hæstu símagjöld um víðan völl er yfir veraldarsöguna hafin. Landsbankinn sem tekur af heilum hug þátt í vaxta- og þjónustugjaldaokri auglýsir fólk sem fær ekki frið fyrir peningum sem eltir það út um allt? Og svona mætti lengi telja upp auglýsingar sem byggja á ofurmonti og hroka gangnvart raunveruleikanum.

Í þessu ljósi væri ekki slæmt að hafa einhver staðar skjól og er þá ekki útvarp allra landsmanna RÚV akkurat sá staður - Af stofnunnin yrði tekin sá beyski kaleikur að vera í tómu vesen með áfengisauglýsingar sem og með öðrum auglýsingum sem sérstaklega er beint að börnum í kring um barnaefni stöðvarinnar.