Hver er að hjálpa hverjum ?
Fór á ansi góðan fyrirlestur í Odda um daginn. Sá að Armain- jakkafötunum, sem mörg hver voru þarna saman komin ásamt fjölda annara til að hlusta á bandarískan hagfræðiprófessor, leið ekki vel. Enda hlustandi á þær merku og jafnframt óþægilegu staðreyndir að þrátt fyrir alkyns einkavæðingarbrölt Alþjóðabankans og "aðstoð " hins vestræna heims við vanþróuðu ríkin þá eykst ekki hagsæld fólks í þessu löndum að sama skapi. Þeir sem höfðu einn dollar á dag í tekjur fyrir ca 25 árum hafa hann einnig í dag? Þetta leiðir hugann að því að harðsvíruð nýlendustefna í nýrri og jafnvel grimmari mynd hefur litið dagsins ljós. Hvað tilgangur er t.d. að einkavæða og stofna fyrirtæki í samfélögum sem vantar eingöngu hin einföldustu tæki til frumvinnslu og framleiðslu í eigin landi. Plottið er auðvitað það að þessi einkvæddu fyrirtæki tilheyra oftar en ekki þröngum forréttindahópum í landinu eða fjölþjóðlegum auðhringjum. Arðurinn kemst því sjaldan og illa til almennings í landinu og hver er þá að hjálpa hverjum?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli