Mikil vonbrigði
Nú liggur fyrir að Hafnarfjarðarbær mun ekki greiða fæðingarorlof með sama hætti og nýgengin Hæstaréttardómur segir til um og gekk í máli nokkurra kvenna er vinna hjá ríkinu. Sá dómur gekk m.a. út á að greiða beri fæðingarorlof af heildarlaunum þ.e.a.s. einnig af fastri eftirvinnu en ekki bara af (lágum) grunnlaunum. Sanngjörnum óskum nokkurra starfsmanna bæjarins í þessa veru hafna bæjaryfirvöld nú alfarið og eftir að hafa velt þessu máli á undan sér mánuðum saman. Þessi afstaða bæjarins veldur Starfsmannafélaginu miklum vonbrigðum og ljóst að næstu skref af okkar hálfu eru einfaldlega þau að sækja mál þetta fyrir dómsstólum.
Skynsamlegt hefði verið
Leið skynseminnar hefði hins vegar verið sú að bæjaryfirvöld hefðu einfaldlega viðurkennt fordæmi Hæstaréttar og greitt þessar krónur sem upp á vantar. Slíkt hefði verið ágæt yfirlýsing í anda jafnréttis og jákvæðrar starfsmannastefnu. Því er ekki að skipta í þessu máli og því ekki um aðrar leiðir en að senda málið inn í dómskerfið (aftur og nýbúið ?) .
Engin ummæli:
Skrifa ummæli