Ekki hefur farið fé betra
Þykir mér við þá ráðagerð að færa menningarmálin yfir á þjónustu og þróunarsvið af fjölskyldusviðinu . Hélt að plottið væri það að hafa málaflokka sem "snúa inn á við" saman og þá sem "snúa út á" við saman. Dæmi um "inn á við" er t.d. launadeild og bókhaldið. Deildir sem þjónusta t.d. skólanna og eru ekki formlegar rekstarstofnannir og hafa ekki formlegan snertiflöt við almenning. Sinna innri strúktur fyrst og fremst.
Menningarmál er tvímælalaust málaflokkur sem snýr "út á við " ( eins og allt sem tilheyrir fjölskyldusviði gerir) Það sýnir t.d. hin frábærlega vel heppnaða menningarhátíð "Bjartir dagar" Árshátíð bæjarstarfsmanna er hins vegar eitthvað sem snýr "inn á við" og flokkast undir menningu. Hvort það verði verk málaflokksins á hinu nýja sviði skal ósagt látið en hitt er víst að mér þykir nokkur missir af menningarmálum af fjölskyldusviðinu. Hafnarfjörður á margt ungt og efnilegt listafólk og í gegnum félagsmiðstöðvarnar og starf ÆTH eru margir snertifletir við menningarmálin og því ótvírætt í mínum huga að þessir málaflokkar eiga heima á sama sviði. Hin afar eftirsóttu og margrómuð samlegðaráhrif gera sig vel í núverandi fyrirkomulagi, hefði maður nú haldið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli