Fyrst hrynur kommúnisminn og svo hrynur kapítalisminn ...
og svo kemur Allah segja múhameðstrúarmennirnir? Ekki veit ég hvað er satt í því en óneitanlega sýnist mér hinar rómuð markaðlausnir á Íslandi hafa mislukkast og styrkja þar með í nokkru mæli fullyrðingarnar hér að ofan. Hinn frjálsi markaður Íslandi er sem sagt brandari. Sérstakur talsmaður og umboðsmaður frelsisins hér á landi HH Gissurarson er fjarri góðu gamni og hefur ekki séð ástæðu til að tjá sig um málið. Ekki veit hvort hann og hans samsinnungar sækja áfallahjálp eða íhuga stórslysaviðbrögð þ.e. eins og Kaninn myndi segja "Communicating Bad News"
Verðlagsráð hið nýja
Hið aflagða og umdeilda verðlagsráð lifir nú sem aldrei fyrr góðu lífi m.a. sem einkavætt verðsamráð olíufélaganna. Íslenskt efnahagslíf - lítið hagkerfi eins og hvert annað Matador þar sem bestu göturnar hafa safnast til afar fárra sem skara eld að sinni köku.
Viðskiptasiðferði, hvað er nú það?
Innherjasvik, verðsamráð og einkarekin einokun, okurvaxtastefna bera því miður hinu íslenska efnahagskerfi ekki vott um ríkt viðskiptasiðferði. Íslenskt efnahagslíf er eins og knattleikur án dómara með hrúgu af fúlmennum inni á vellinum.
Taparar sem fyrr, íslensk alþýða.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli