"Listdans" og taugaáföll
Hlusta oft á útvarp Sögu, fínn miðill og fjölbreyttur. Ágætt að hafa stöðina í bakgrunni þegar maður er að vinna ýmis verkefni. Hlustaði í morgun á þátt Arnþrúðar Karlsdóttir þar sem hún ræddi við einhvern Gústaf sérlegan tengilið "listdansstaðarins" Boheim við erlendar umboðsskrifstofur. Geri ráð fyrir að nefndur Gústaf hafi sérþekkingu á listdanssviðinu, sé jafnvel menntaður dansari?
Var svo heppnin/óheppnin að á námsárum mínum (hinum fyrri) í Svíþjóð í upphafi níunda áratugarins, að fá tækifæri til þess að kynna mér ítarlega hið hollenska félagsmálakerfi og aðstæður þeirra sem minna mega sín í því þjóðfélagi. Þar í landi eru "listdansstaðir" af þessu tagi víða. "Starfsfólkið" þar eru hvorki "háskólastúdínur" eða stúlkur sem vilja næla sér tímabundið í ríflegar aukatekjur. Hollenski bransinn sem er ekkert öðruvísi en annars staðar og gengur á dópi. Sá sem er þræll fíkniefna á ekkert val og gerir hvað sem er fyrir næsta skammt. Í Hollandi fá um 90 % "listdönsurunum" taugáfall í "vinnunni" árlega. Ungar stúlkur á niðurleið er samnefndari yfir vegferð þessa fólks sem lendir í þessum ömurlegum aðstæðum. Frá "fylgdarþjónustu" í ræsið er því miður hinn bitri veruleiki.
Hér á landi eru greyin sem fyrir þessari starfsemi standa, að eigin sögn , lagðir einelti og sæta pólitískum ofsóknum? Málið er hins vegar að bransinn á Íslandi sker sig ekkert úr nema síður sé og hin "hörmulega" (í öllum skilningi þess orðs) "listdansstarfsemi" er ekki rekin á neinum öðrum forsendum en annarsstaðar, forsendum mannlegra auðmýkingar og niðurlægingar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli