mánudagur, 21. júlí 2003

Skipulagsbreytingar

Skipulagbreytingar
Hitti Gest Jónsson lögfræðing í morgun. Tvö mál á dagskrá. Þar var farið yfir réttindamál allnokkurra starfsmanna vegna skipulagsbreytinga m.a. með tilliti til biðlauna o.fl.

Fæðingarorlofsgreiðslur - Hafnarfjarðarbæ stefnt
Hitt málið var að fela Gesti formlega að stefna Hafnarfjarðarbæ til greiðslu á vangoldnum fæðingarorlofslaunum til nokkurra starfsmanna Hafnarfjaðarbæjar. Krafa þessi er ekki ný af nálinni og í samræmi við nýgengin dóm Hæstaréttar um greiðslur til ríkisstarfsmanna í sambærilegum málum. Þetta Hafnfirska mál á sér langa forsögu og búið að velkjast um kerfið s.l. 3-4 ár. Þrátt fyrir þetta dómafordæmi þá hefur Hafnarfjarðarbær hafnað því að greiða með sambærilegum hætti. Því er ekkert í stöðunni annað en að stefna Hafnarfjarðarbæ til greiðslu þess sem upp á vantar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli