miðvikudagur, 30. september 2009

Skál og velkomin kæru foreldrar

"Foreldrakvöld Frístunda Íslands mun bjóða upp á kynningar og aðra sérstaka viðburði fyrir foreldra" segir á heimasíðu Frístunda Íslands. Að öðru leiti segir útgefandi (sem ekki kemur fram á heimasíðunni hver er?) að síðan sé " Ný og spennandi leið til að nálgast upplýsingar um innan og utandyra frístundir fyrir börn og unglinga á höfuðborgarsvæðinu."

Foreldrastarfið er einhæft í meira lagi, samkvæmt umfjöllun á þessari barna og unglingasíðu, svo ekki verði meira sagt. Foreldrakvöldin eru sem sagt eingöngu áfengis"kynningar"(auglýsingar).
"Fyrsta kynningin verður vínsmökkun í samstarfi við X . X heldur úti vefsíðunni XXX og er höfundur bókarinnar XX sem kom út árið 2000. Á námskeiðinu mun X kenna okkur að meta gott léttvín frá öllum heimshornum. Ekki missa af þessu tækifæri!" Nú og svo er önnur "vínkynning" ... og svo hin þriðja .. og fjórða.

Hvílík vitleysa ... eða smekkleysa öllu heldur. Er barnapössun innfalin í "kynningunum" kann einhvert foreldrið að spyrja ? og ætli fyrirtækið Móðurást sem auglýsir (sjá mynd) á síðu Íslenskrar frístunda hafi kosið að vera "samsíða" áfengisauglýsingum. Sorglegt þegar að ritstjórum er ekki ljós ábyrgð sín og virða að vettugi 20. grein áfengislaganna sem sett voru m.a. út frá velferðarsjónarmiðum barna og unglinga. Einstaklega óviðeigandi í tilfelli eins og þessu þar sem gera má ráð fyrir mikilli umferð barna og ungmenna um þennan vef.

mánudagur, 28. september 2009

Alþjóðlegur miðill - "frábær þýska" hjá "mér"

Fékk þetta innslag sent frá áhugamanni um þýsku - kvaðst hafa fundið þýska version af síðunni minni og þótt lítið til hennar koma - er viðkomandi algerlega sammála eins og meðfylgjandi pistill sýnir. Greinilega alþjóðlegur áhugi á síðunni? en þýðingarforrit ekki alveg að ráða við þetta ennþá? Upprunalegan pistill má sjá á HÉR - "Hot spring river this book"

Wish Lesern einen guten Rutsch ins neue Jahr und ich danke dem Leser Feedback-Seite der "Anzug" für das Jahr. Haben in der Regel eine positive, aber natürlich manchmal muss man Wort in das Ohr erhalten. Merkilegast ist wahrscheinlich der ein und demselben Artikel kann geðbrigðum reichen in beide Richtungen führen und ist daher in einer Zeit, in der Meinung der Person, die besten oder schlimmsten Fall den Artikel gelesen hat.

Was dient dann auch seinen Zweck ist einfach zu lassen, den Geist zu verschiedenen Fragen, die nach oben wandern sind in meinem Kopf jeder Zeit. Preis læriföður meine KHI dem Gebiet der Informationstechnologie Dr. Salvöru Gissurardóttur. Berger Gissurardóttur immer dankbar für ihre Einführung in dieses große Technologie, das Internet.

Solidarnoz - Konsens geht in diesem ersten Jahr und pistli nicht vanþörf auf, dem Jahr, war es in EU-Angelegenheiten zu leiden hat, werden beide traurig und extrem schwierig. Verzögerte Auswertung erheblich suchte die Widerstandsfähigkeit der Menschen und sollte nicht überraschend.

Und wenn die Schläge gegen sie ist nichts weiter als im Gleichgewicht stehen fest zusammen in Gruppen statt ersetzen und stellen Sie Stummel in den Wind auf jedem undanhaldi. Viðsemjanda Unser Ziel ist es offensichtlich, halten láglauna Politik und damit auch eine zerdrückte Trades Bewegung nach unten die am weitesten verbreitete und die meisten Einheiten.

Für Löhne Ausschuss ist insgesamt óskastaða wenn bæjarstarfsmenn in dem die meisten Unternehmen, die kleinen und schwachen Einheiten, die mit einem kleinen Druckverband anlegen und können individuell wenig getan Einar. LN Kosten sehr gering, wahrscheinlich nur vorübergehend Diskriminierung während dies zu gehen vorbei, die nur wenig tut, wenn auf lange Sicht.

Angestellt Typ launanefndar Gemeinden einseitig abschaffen Protokoll Nr. 7 am 1. Dezember 2002 über die Harmonisierung der Löhne Universität Gruppen innerhalb bæjarstarfsmannafélaga mmt gesamte Zusammensetzung, sagte natürlich sagen muss, dass alle in diesem Zusammenhang.

Launanefnd lokalen insgesamt fünf Personen und fünf Produkte, die vollständig befugt Gemeinschaft in dem Land zu gehen, haben die Gemeinden nicht einmal tragen einen Vertrag für die Zulassung in der bæjarstjórnum - Ursache ist absolut.

Das Ergebnis wahrscheinlich als "fein" Zweck soll eine Entschädigung erhalten harten Felsen Ausschuss láglauna politischen Deal mit hoher ágætum. Ein Beispiel dafür ist, dass STH Partnern zusammenarbeiten, die mit dem Staat, in ähnlichen Arbeitsplätzen und STH Partner mit bæjarfélaginu werden und sogar deutlich höhere Löhne als bæjarstarfsmenn innerhalb von STH.

Es gibt keinen Vorteil in der Position für die Arbeitnehmer stehen zusammen und kämpfen gegen den Wind. Es ist absolut notwendig für die März-Kontrakte nk gleiten und dann haben wir es anwenden muss. Um es mag die Menschen treffen, um zusammen zu stehen. Es geschieht nicht von selbst in dieser Hinsicht, macht es das kein Mensch und es gibt nichts in unserer Hand. Trades "Bewegung" ist keine Macht, außer durch samhentra Mitglieder. Der Fall ist nicht komplizierter als diese. Werden Sie aktiv und Stand-Team und wird uns auch in den harten Kampf, der vor uns liegt farnast

fimmtudagur, 24. september 2009

Hvaða áskrift hentar þér ...

... spyr Mogginn? Engin svara ég tafarlaust. Davíð Oddsson í stól ritstjóra Morgunblaðsins er ekki akkúrat það sem íslensk þjóð þarfnast. Málsvörn hrunsins og umfjöllun a la Davíð Oddsson og hans kumpána dag út og dag inn verður engum bjóðandi, pólitískt klám - Afturhvarf til hinnar grímulausu hagsmunabaráttu sægreifa og efstu laga viðskiptalífsins, sem meðal annars mun felast í linnulausum og ómaklegum árásum á það fólk sem nú um stundir gerir ekkert annað en að þrífa upp "messið" eftir hugmundafræðilegt gjaldþrot þeirra stefnu sem ritstjórinn stóð fyrir. Nei takk ómögulega hef ekki hug á því að styrkja slíkt blað.

Mogginn a la Davíð Oddsson og kornfleksið að morgni dags fer ekki saman - læt ekki kornfleksið líða fyrir það - segi upp Mogganum frá og með dags dato . Velti fyrir mér hvort að 3.000.000.000 króna skuldaniðurfelling á skuldum Moggans í febrúar s.l. sé ekki í raun hæsti flokkstyrkur Íslandssögunnar. Illa farið með mikið fé á erfiðum tímum.

Sjá pistill frá 2. febrúar s.l. "Ríkisrekin frjálshyggja"

miðvikudagur, 16. september 2009

Af pólitísku alzheimer

Íslensk pólitík er i pattstöðu – fyrir það fyrsta þá muna sjálfstæðismenn og framsóknarflokkur ekkert eftir pólitísku handlangi sínu í fyrri ríkistjórnum, sem leiddi okkur í mestu kreppu s.l. 150 ára eða svo. Í öðru lagi gefa menn sér upp þær forsendur að í efnahagsmálum sé hið algerlega frjálsa val kostur í stöðunni. Vegna þeirrar stefnu sem þessir flokkar kannast ekki við og vita ekkert af þá er Ísland einfaldlega ekki vaðandi í möguleikum hvað varðar leiðir út úr kreppunni.

Stjórnmálaumræðan hefur í fáu tekið mið af þessu ef marka má umræður á Alþingi í sumar. Hið pólitiska alzheimer gerir það að verkum að menn kannast ekki við neitt úr fortíðinni og umræðunni má líkja við pælingar um ýmsar tegundir af sumarfatnaði til þess að fara í út í sólina? þegar að hinn napri raunveruleiki er fimbulkuldi og vetrarhörkur. Heimur spádeilda bankanna um hið eilfía sumar í efnhagsmálum var tálsýn, „auglýsingarveruleiki“.

Umræður á Alþingi hafa því verið á sorglega lágu plani og í engu til þess fallnar af leiða þjóðina úr þessu ógöngum. Slíkt er ábyrgðarleysi og ber vott um pólitískt alzheimer eða meðvirkni á heimsmælikvarða „það er/var ekkert að“ það eru bara svo léleg stjórnvöld núna ? – veit það ekki en veit þó að gamaldags þrætubókarlist a la umræður sumarsins skilar engu - nema ennþá minni tiltrú á stjórnmálamönnum sem kannski var nú ekki mikil fyrir. Pólitískar skotgrafir eru ekki það sem þjóðin þarf á að halda.

laugardagur, 12. september 2009

Af hafnfirskum forvörnum

Margir Hafnfirðingar muna eftir „Stöðinni“ eins og hún var hér í eina tíð. Var eins og Hallærisplanið í Reykjavík, hluti af rúntinum á stór Hafnarfjarðarsvæðinu, vinsæll meðal unglinga m.a. vegna þess að þarna var endastöð Landleiða og sjoppan var opin langt fram eftir nóttu. Oft var margt um manninn, mikil ölvun og jafnvel slagsmál. Þó svo að ástandið um miðjan níunda áratuginn hafi verið betra en fyrr á árum þá var ástandið alls ekki gott. Menn höfðu sérstaklega áhyggjur af yngstu unglingunum sem einnig bjuggu við nokkurt aðstöðuleysi í tómstundum sínum . Gömul verbúð (Æskó) á Einarsreitnum sem bærinn hafði tekið upp í gjaldþrotaskiptum var eina athvarfið. Þegar að ákveðið var að gera átak í málefnum unglinga í lok nýjunda áratugarins þá var einnig ákveðið að freista þess að sporna við neikvæðri menningu eins og vissulega var raunin á Stöðinni.

Það var ekki gert á einni nóttu og það var heldur ekki neinn einn aðili öðrum fremur sem að því stuðlaði. Það var einfaldlega gert með víðtæku samtarfi allra þeirra sem unnu að unglingamálum með einum eða öðrum hætti. Æskulýðsráð, félagsmálayfirvöld, Lögreglan, skólayfirvöld og ekki síst foreldrasamfélagið tók höndum saman og með samstilltu langtíma átaki tókst að breyta ástandinu algerlega. Foreldrasamfélagið sýndi og sannaði að með afskiptum og einföldum skilaboðum má færa ástand til hins betra. Oft er unglingum kennt um að setja sér ekki mörk sem þau vita ekki hver eru. Það er hlutverk foreldrasamfélagsins og þegar að það gerir það eins og reyndin var varðandi Stöðina forðum þá einfaldlega virkar slíkt.

Æskulýðsráð Hafnarfjarðar sinnti forvörum af miklu kappi á þessum árum (meðfram öðrum verkefnum) m.a með stofnun Götuvitans (útideildar), fræðslufundum fyrir foreldra o.fl. Félagsmálastofnun, skólarnir og Lögreglan voru virkir þáttakendur í fræðslustarfinu. Ekki síst átti þetta við í efnahagslægðinni um miðjan tíunda áratuginn en í slíku ástandi myndast óróleiki í unglingasamfélaginu eins og raunin varð þá og kom t.d. fram í mjög aukinni áfengis- (Landa) og vímuefnaneyslu unglinga.

Það var heillaspor þegar að bæjaryfirvöld ákváðu að setja á stofn sérstaka forvarnarnefnd og setti þar með þennan mikilvæga málaflokk á eina hendi. Forvarnir eru langtímaverkefni sem snúast um að samstilla viðhorf og taka í tauma löngu áður en illa fer. Því miður er það svo að oft er blásið í herlúðra á elleftur stundu með afar takmörkuðum árangri. Tiltekin atvik geta vissulega haft mikið forvarnargildi en til langframa virkar það ekki þar sem sífellt nýjar kynslóðir vaxa úr grasi auk þess sem margt ungt fólk samsamar sig ekki með viðkomandi atvikum sem verða þá frekar séð sem slys fremur en myndgerving tiltekins þjóðfélagsástands s.s. aukinnar vímuefnaneyslu.

Forvarnarstarf í Hafnarfirði hefur síðustu ár verið til fyrirmyndar og með þeim hætti að eftir hefur verið tekið . Fyrirkomulag hér í bæ hefur verið öðrum bæjarfélögum fyrirmynd hvað varðar uppbygginu í málaflokknum. Samspil rannsókna og aðgerða er meðal þess sem einkennir starfið hér í Hafnarfirði . Rannsóknir R&G ( Rannsókn og greining) sem gerðar eru á tveggja ára fresti meðal unglinga efstu bekkja grunnskóla á öllu landinu hafa verið leiðarljós. Með því að greina niðurstöður fyrir hvert skólahverfi í Hafnarfirði og vinna forvarnarstarfið út frá þeim forsendum þá hefur tekist að koma í veg fyrir þróun sem hefði geta leitt til verri vegar. Með markvissum vinnubrögðum s.s foreldrasamstarfi , æskulýðstarfi o.fl. hefur því tekist að hafa verulega áhrif til hins betra í viðkomandi hverfum milli kannana. Því miður er það oft þannig að þegar að vel gengur þá er gengið að slíku sem vísu og ekki horft til allrar þeirrar sífelldu vinnu sem visslega fer fram til þess að halda þessum málum í eins góðu horfi og raun ber vitni.

Sterk forvarnarnefnd ásamt góðum starfsmanni er grundvöllur þess að vel gangi. Forvarnarnefnd sem hefur skýrt pólitískt umboð sem embættismaður sækir framkvæmdavald sitt til er forsenda velgengi á þessu sviði. Með nefndinni er tryggt að forvarnarmál fá vægi en lendi ekki sem aukamál í einhveri annari nefnd og hverfi í skugga annarra óskyldra mála. Forvarnarfulltrúi verður „landlaus“ hvað varðar umboð og þarf að leita til margra nefnda. Skilvirkni verður minni, ákvarðanataka verður mun flóknari og síðast en ekki síst er hætta á að áralöng reynsla og þekking fari forgörðum. Forvarnastarf gegnir mikilvægu hlutverki og ekki síst á tímum eins og þessum þar sem æskan er sérstakur áhættuhópur. Að leggja niður forvarnarnefnd var misráðið og hefur auk þess óverulegan sparnað í för með sér. Eitt af verkefnum forvarnarnefndar þessi dægrin ætti að vera stefnumótun um hverning bæjaryfirvöld munu taka á auknu atvinnuleysi 16 – 20 ára ungmenna sem er sérstakur áhættuhópur umfram aðra atvinnulausa. Annað ætti að vera að búa foreldrasamfélagið undir breytta tíma í unglingaumhverfinu og svona mætti lengi telja. Verkefni eru ærin og ekki vænlegt til árangurs að leggja ára í bát.

miðvikudagur, 9. september 2009

Næsti formaður BSRB?

Í október verður haldið BSRB þing. Sem kunnugt er þá mun Ögmundur Jónasson láta af störfum sem sem formaður. Ögmundur hefur reynst afar farsæll leiðtogi og gert BSRB að virku afli í íslensku samfélagi. Í hans tíð hafa margir sigrar unnist og mörgum misundarlegum ráðagerðum stjórnvalda gegn hagsmunum opinberra starfsmanna og launamanna almennt hefur verið hrundið á bak aftur. Þvert á það sem pólitískir andstæðingar Ögmundar hafa haldið fram þá hefur hann átt náið og gott samstarf við "allra flokka fólk"innan BSRB enda forystan skipuð fólki úr öllum áttum og reyndar ekkert endilega flokksbundnu fólki. Þetta breiða samráð og samstarf er einfaldlega galdurinn á bak við farsæld formannsins og velgengni BSRB á umliðnum árum. Verkalýðsbarátta spyr ekki um flokkskírteini, hún spyr einfaldlega um hverjir eru hagsmunir launafólks og hverning eru þeir best varðir.

Nú vaknar óneitanlega sú spurning hver verður næsti formaður BSRB? Þegar að þetta er ritað er engin búin að gefa opinberlega kost á sér en heyrst hafa nöfn eins og Árna S Jónssonar formanns SFR, Garðars Hilmarssonar formanns Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, Elínar Bjargar Jónsdóttur formanns FOSS og Samflots bæjarstarfsmanna, Örnu Jakobínu Björnsdóttur formanns Kjalar og Snorra Magnússonar formanns Landsambands lögreglumanna.

Allt er þetta sómafólk og þau fjögur fyrstnefndu þekki ég vel í tengslum við störf mín innan BSRB um langa hríð. Öll eru þau fulltrúar stærri heilda innan BSRB og ef að líkum lætur þá mun forystumaður fjölmennasta félagsins sigra í formannskjöri en með minna en 50 % fylgi sökum mikillar dreifingar atkvæða. Ef bæjarstarfsmenn sameinast um kandidat þá vinnur sá en það verður að teljast harla ólíklegt að slíkt verði þó svo að ekkert sé útilokað í þeim efnum. Það má jafnframt velta fyrir sér hvort æskilegt sé að formaður komi úr stærstu félögunum. Ögmundur Jónasson var fulltrúi Starfsmannafélags Sjónvarpsins sem var og er mjög lítið félag þrátt fyrir sameiningum við Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins. Í þessu mikilvæga embætti er nauðsynlegt að geta hafið sig yfir félagsheildir innan BSRB og formaður verður að vera sameiningartákn og ótvíræður fulltrúi allra félaga og félagsmanna innan BSRB.

Treysti mér ekki í að spá fyrir um lyktir en veit að verkefnið verður vandasamt, hver sem við því tekur, og ekki síst það að taka við af sterkum formanni sem naut nánast 100% trausts þing eftir þing. Mun að sjálfsögðu fylgjast með með framvindu mála.