miðvikudagur, 30. september 2009

Skál og velkomin kæru foreldrar

"Foreldrakvöld Frístunda Íslands mun bjóða upp á kynningar og aðra sérstaka viðburði fyrir foreldra" segir á heimasíðu Frístunda Íslands. Að öðru leiti segir útgefandi (sem ekki kemur fram á heimasíðunni hver er?) að síðan sé " Ný og spennandi leið til að nálgast upplýsingar um innan og utandyra frístundir fyrir börn og unglinga á höfuðborgarsvæðinu."

Foreldrastarfið er einhæft í meira lagi, samkvæmt umfjöllun á þessari barna og unglingasíðu, svo ekki verði meira sagt. Foreldrakvöldin eru sem sagt eingöngu áfengis"kynningar"(auglýsingar).
"Fyrsta kynningin verður vínsmökkun í samstarfi við X . X heldur úti vefsíðunni XXX og er höfundur bókarinnar XX sem kom út árið 2000. Á námskeiðinu mun X kenna okkur að meta gott léttvín frá öllum heimshornum. Ekki missa af þessu tækifæri!" Nú og svo er önnur "vínkynning" ... og svo hin þriðja .. og fjórða.

Hvílík vitleysa ... eða smekkleysa öllu heldur. Er barnapössun innfalin í "kynningunum" kann einhvert foreldrið að spyrja ? og ætli fyrirtækið Móðurást sem auglýsir (sjá mynd) á síðu Íslenskrar frístunda hafi kosið að vera "samsíða" áfengisauglýsingum. Sorglegt þegar að ritstjórum er ekki ljós ábyrgð sín og virða að vettugi 20. grein áfengislaganna sem sett voru m.a. út frá velferðarsjónarmiðum barna og unglinga. Einstaklega óviðeigandi í tilfelli eins og þessu þar sem gera má ráð fyrir mikilli umferð barna og ungmenna um þennan vef.

1 ummæli:

  1. Sæll Árni. Smelltu á þennan hlekk, http://www.isnic.is/whois/mini.php?type=all&query=fristundir.is þá sérðu hver er á bakvið síðuna :)

    SvaraEyða