Sem kunnugt er var einn af eigendum Vélasölunar - R. Sigmundsson handtekin grunaður um stórfelldan eiturlyfjainnflutning. Ekki þekki ég nánari deili á þessu máli að öðru leyti en því að þetta minnir mig á mál sem kom upp í Svíþjóð á námsárum mínum þar fyrir margt löngu, mál sem vakti töluverða athygli.
Þannig var að glöggur starfsmaður í tollaeftirliti uppgötvaði að fyrirtæki eitt, vélasala, flutti inn tölvert magn af gröfubúnaði og íhlutum í vinnuvélar, sem ekki var í frásögu færandi nema af þeirri ástæðu einni að þrátt fyrir töluverðan innflutning þá var lítið selt og auk þess til mun betri framleiðsla innanlands.
Maðkur í mysunni -hugsaði okkar maður og tilkynnti efasemdir sínar til yfirvalda alls óvitandi um að með því kæmi hann upp um stórfelldan fíkniefnainnflutning. Við rannsókn kom í ljós að nánast allur vinnuvélabúnaðurinn sem fluttur var inn var stútfullur af eiturlyfjum og flest var þetta hlutað í sundur, dópið hirt og græjunum oft hent.
Ekki ætla ég að halda því fram að Vélasalan R Sigmundsson sé í þessum bransa en óneitanlega finnst manni í ljósi sögunar að öllu umhverfi þessara glæpamanna sem stunda eiturlyfjainnflutning sé gaumur gefin - ekki satt?
mánudagur, 22. júní 2009
fimmtudagur, 18. júní 2009
Í hvaða liði er landlæknir ?
Ég er alveg gapandi hissa á ýmsum ummælum landlæknis í Fréttablaðinu í dag. Ég hélt að landlæknisembættið tilheyrði forvarnarapparatinu. Reyndar er það svo að margir starfsmenn embættisins eru afar dugmiklir á þeim vettvangi og því undarlegt að æðsti yfirmaður embættisins sé í hróplegu ósamræmi við störf þess ágæta starfsfólks. Sorglegt að landlæknir skuli veifa hvítri dulu í "fíkniefnastríðinu". Hvað næst, ráðleggingar um hvernig nýta má kannabis til að vinna á þunglyndi vegna notkunar e-pillunnar? Nei takk ómögulega - Afnám laga fækkar "brotum" en bætir ekki raunverulegt ástand. Í þessum málaflokki þýðir ekkert að setja rassinn upp í vindinn og hrekjast undan.
miðvikudagur, 10. júní 2009
Spilandi Tommaborgari ?
Íþróttafréttaritarar eiga oft æði skrautlegar fyrirsagnir en þessi er með þeim betri:
Hvort ætli það sé MacDonalds eða Burger King - varla Tommaborgari?
"Þýski handb: Hamborgari m/markamet"
Hvort ætli það sé MacDonalds eða Burger King - varla Tommaborgari?
þriðjudagur, 2. júní 2009
Núna eru kjarasamningar lausir...
...og sami söngurinn í vinnuveitendum sem endranær. Ekki einu sinni staða til að efna gerða samninga. Minnist þess hins vegar ekki að nokkurn tíma hafi verið ráðrúm til eins eða neins og var ég þó um langa hríð í þessu baksi sem formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar og stjórnarmaður í BSRB. Hin grjótharða íslenska láglaunapólitík ríður ekki við einteyming og sorglegast er að launanefnd sveitarfélaga tók að sér það viðvik, fyrir margt löngu, fyrir hönd vinnuveitenda í landinu, að vera helsti talsmaður þessarar mannfjandsamlegu launastefnu. Stefnu sem fylgt hefur verið af fullri einurð árum saman, eindrægum vilja og algerlega óháð efnahagsástandi .
Meira að segja í „góðærinu“ sáluga var ekki ráðrúm til hækkana sem nú hefur augljóslega leitt til enn meiri vandakvæða fyrir almenning en ella hefði verið. Sanngjörn laun hefðu auðvitað leitt til þess að neysla hefði byggt á eigin sparnaði en ekki lántökum eins og raun varð í samfélagi „góðærisins“ þar sem bankamenn fenguð sérstök aukalaun fyrir að moka út lánasamningum vegna of gnóttar fjár í bankakerfinu.
Hærra hlutfall launa hefði auðvitað slegið á ofurgróða (og þenslu) margra fyrirtækja eða í það minnsta deilt ágóðanum út á sanngjarnari máta en raunin varð. Hins vegar hafa íslenskir kjarasamningar því miður ekki snúist um réttláta og sanngjarna skiptingu tekna samfélagsins – um það hefur fjarri því verið sátt og íslensk kjarabarátta hefur því einkennst af samfeldum átökum og vantrausti gagnvart vinnuveitendum.
Þjóðarsáttin sáluga var í boði verkalýðshreyfingarinnar – raunhæf og ábyrg leið a.m.k. hvað varðaði þátt verkalýðshreyfingarinnar í henni. Samningar og hugsun sem hélt ekki og varð græðgisvæðingunni að bráð , hinnar sk. brauðmolahagfræði sem kennd er við frjálshyggjuna. Í stað þess að byggja upp innri stoðir samfélagsins með margvíslegum hætti og nýta ávinning þjóðarsáttarinnar í þágu samfélagsins alls þá varð raunin allt önnur og sú sem við okkur blasir nú. Og svo halda menn að hin grjótharða íslenska láglaunapólitík, þetta félagslega böl, sé líkleg til þess að koma íslensku efnahagslífi í gang?
Meira að segja í „góðærinu“ sáluga var ekki ráðrúm til hækkana sem nú hefur augljóslega leitt til enn meiri vandakvæða fyrir almenning en ella hefði verið. Sanngjörn laun hefðu auðvitað leitt til þess að neysla hefði byggt á eigin sparnaði en ekki lántökum eins og raun varð í samfélagi „góðærisins“ þar sem bankamenn fenguð sérstök aukalaun fyrir að moka út lánasamningum vegna of gnóttar fjár í bankakerfinu.
Hærra hlutfall launa hefði auðvitað slegið á ofurgróða (og þenslu) margra fyrirtækja eða í það minnsta deilt ágóðanum út á sanngjarnari máta en raunin varð. Hins vegar hafa íslenskir kjarasamningar því miður ekki snúist um réttláta og sanngjarna skiptingu tekna samfélagsins – um það hefur fjarri því verið sátt og íslensk kjarabarátta hefur því einkennst af samfeldum átökum og vantrausti gagnvart vinnuveitendum.
Þjóðarsáttin sáluga var í boði verkalýðshreyfingarinnar – raunhæf og ábyrg leið a.m.k. hvað varðaði þátt verkalýðshreyfingarinnar í henni. Samningar og hugsun sem hélt ekki og varð græðgisvæðingunni að bráð , hinnar sk. brauðmolahagfræði sem kennd er við frjálshyggjuna. Í stað þess að byggja upp innri stoðir samfélagsins með margvíslegum hætti og nýta ávinning þjóðarsáttarinnar í þágu samfélagsins alls þá varð raunin allt önnur og sú sem við okkur blasir nú. Og svo halda menn að hin grjótharða íslenska láglaunapólitík, þetta félagslega böl, sé líkleg til þess að koma íslensku efnahagslífi í gang?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)