Sem kunnugt er var einn af eigendum Vélasölunar - R. Sigmundsson handtekin grunaður um stórfelldan eiturlyfjainnflutning. Ekki þekki ég nánari deili á þessu máli að öðru leyti en því að þetta minnir mig á mál sem kom upp í Svíþjóð á námsárum mínum þar fyrir margt löngu, mál sem vakti töluverða athygli.
Þannig var að glöggur starfsmaður í tollaeftirliti uppgötvaði að fyrirtæki eitt, vélasala, flutti inn tölvert magn af gröfubúnaði og íhlutum í vinnuvélar, sem ekki var í frásögu færandi nema af þeirri ástæðu einni að þrátt fyrir töluverðan innflutning þá var lítið selt og auk þess til mun betri framleiðsla innanlands.
Maðkur í mysunni -hugsaði okkar maður og tilkynnti efasemdir sínar til yfirvalda alls óvitandi um að með því kæmi hann upp um stórfelldan fíkniefnainnflutning. Við rannsókn kom í ljós að nánast allur vinnuvélabúnaðurinn sem fluttur var inn var stútfullur af eiturlyfjum og flest var þetta hlutað í sundur, dópið hirt og græjunum oft hent.
Ekki ætla ég að halda því fram að Vélasalan R Sigmundsson sé í þessum bransa en óneitanlega finnst manni í ljósi sögunar að öllu umhverfi þessara glæpamanna sem stunda eiturlyfjainnflutning sé gaumur gefin - ekki satt?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli