sunnudagur, 30. maí 2004

Vænn kostur - Ragnar Reykás

Vænn kostur - Ragnar Reykás
Veit það ekki en finnst einhvernvegin að tími Ragnars Reykáss sé kominn innan Sjálfstæðisflokksins. Sé það á hinum fyrrum digurbarkalegum frjálshyggjudrengjum sem hika ekki eitt sekúndubrot við að skipta um hugmyndakerfi úr frelsi yfir í helsi og standa vini okkar Ragnar Reykás feti framar í umskiptunum. Ragnar væri því hógvær og föðurlegur leiðtogi í samanburði við hin snörpu umskipti stuttbuxnadeildarinnar. Ragnar er væntanlega á lausu.

En sennilega
er það nú svo að Spaugstofan á eina bestu pólitísku analýsu seinni tíma með "sketsinum" þegar að vakinn er upp frjálshyggjudraugurinn ógurlegi sem síðan ræðst ekkert við og allt fer í vitleysu. Lýsandi fyrir hið pólitíska andrúmsloft um þessar mundir og þau átök milli valdablokka sem nú eiga sér stað í samfélaginu. Býst ekki við almenningur njóti góðs af því stríði frekar en fyrri daginn.

Almenningur
á enga hlutdeild í Kolkrabbanum eða Baugi nema síður sé. Veldi þessara beggja blokka byggir á sama prinsippi þ.e. því einu að taka mun meira til sín en þeim ber og það er auðvitað sótti í vasa almennings með einum eða öðrum hætti, t.d: með grjótharðri láglaunapóltík í bullandi góðæri , með okurvöxtum, okur þjónustugjöldum, með okri á matvörumarkaði, með gjafakvóta, og svona mætti lengi telja.
Í komandi kjarasamningum þarf verkalýðshreyfingin að hafa þetta í huga - góðærið er ekki bara fyrir fáa útvalda - eða hvað?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli