mánudagur, 10. maí 2004

Ekki verður á allt kosið

Ekki verður á allt kosið
í blessaðri tilverunni. Það er hverjum verkalýðsforingja ljóst og ýmislegt er það sem betur má fara, sumt er óhjákvæmilegt, annað sem kannski hefði verið hægt að breyta til betri vegar og svo er auðvitað fullt af atriðum sem gengu eftir.

Datt þetta í hug í aðdragandi kjarasamninga og hugurinn hvarflar af því tilefni í smiðju hins mikla skálds Guðmundar Böðvarssonar sem orti svo snilldarlega um hin glötuðu tækifæri í ljóði sínu Rauði steinninn. Læt hér fylgja með fyrsta og síðasta erindið:

Í vegarins ryki lá rauður steinn
við riðum þar hjá, eins og gengur,
með hávœrum þys í þeysandi hóp.
Þá var ég ungur drengur.
Og röðull skein þá
hverri rós á brá.
Við riðum þar hjá.
------------------------------
Minn glitrandi steinn, hví greip ég þig ei
úr götunni höndum tveimur?
Hví bar mig þar fram um? Þar beið mín þó
heill blikandi unaðarheimur.
Eins og rúbínsteinn
varst þú rauður og hreinn,
eins og rúbínsteinn

Efinn þessi fylgifiskur verkalýðsforingja ávallt erfiður, var eitthvað sem betur mátti fara, voru einhver tækifæri sem ekki voru nýtt, var gegnið til góðs? Veit það ekki alltaf?

Datt þetta í hug í aðdraganda kjarasamninga. Samningar við ríkið lausir í haust og upp úr næstu áramótum fara kjarasamningar við launanefnd sveitarfélaganna í gang.

Verða sennilega ekki á skáldlegu nótunum og ekki um hin glötuðu tækifæri né um blikandi velsæld. Hins vegar þörf hugsun og áminning um að láta ekkert fara fram hjá sér sem hugsanlega getur komið okkar hagsmunum til góða.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli