miðvikudagur, 25. apríl 2012

Hafa áfengisauglýsingar áhrif?

Brá mér í hádeginu (24. apríl) á málstofu Viðskiptafræðideildar HÍ - kl 12:00 í stofu  Ht 101 eins og sagði í auglýsingunni ! Efnið athyglisvert "Hafa áfengisauglýsingar áhrif" Friðrik Eysteinsson fv markaðstjóri Vífilfells  og aðjúnkt við Viðskiptafræðideildina ku hafa átt að vera með framsögu ef marka má auglýsingu um málstofuna?

Áfengisauglýsingar hafa þá einstöku og "phenomal"sérstöðu umfram aðrar auglýsingar að virka alls ekki og ef nokkuð þá bara einungis á þá sem þegar drekka? Þess vegna ber að leyfa þær segja hagsmunaaðilar, sem hlaðnir eru vísindalegum rökum tiltekinna fræðimanna. Sem sérstakur áhugamaður um velferð barna og ungmenna og um lögvarin rétt þeirra til þess að vera laus við áfengisáróður þá hafði  ég uppi áform um að ræða þessi einstöku vísindi að lokinni framsögu. Veit ekki hvort fundurinn var málefnalegur ? sennilega,  a.m.k. var engin vitleysa sögð, engin var framsagan, engar fyrirspurnir en tveir gestir sem spjölluðu um þetta brýna málefni í nokkra stund sammála um að Alþingi ætti að samþykkja fyrirliggjandi frumvarp sem kemur í veg fyrir ómerklega útúrsnúninga úr siðferðilega skýrum núgildandi lögum um bann við áfengisauglýsingum. (sjá ennfremur www.foreldrasamtok.is )

sunnudagur, 1. apríl 2012

Þá er það ákveðið

Fékk samtal um daginn frá Björn Andersson forstöðumanni Instutition för socialt arbete við Gautaborgarháskóla. Erindið svo sem ekki óvænt, spurning um hvort ég væri búin að hugsa málið varðandi starf við skólann. Tilgangurinn að gera tillögur að og setja saman námsbraut í fritidsvetenskap ( samhällspedagogik ) sem við nefnum tómstunda- og félagsmálafræði á íslensku en ég kýs að nefna félagsuppeldisfræði og vísa þá til fræðilegs bakgrunns námsins. Björn hefur oft viðrað þessa hugmynd við mig á síðustu árum. Síðustu misserin hefur Háskólinn í Gautaborg og stofnun Björns unnið að framgangi málsins með þeim árangri að málið er komið af hugmyndastiginu.

Námsárum mínum hinum fyrri eyddi ég í þessari yndislegu borg.  Það er í raun forréttindi að fá tækifæri til  þess að sækja nám erlendis. Maður öðlast ekki bara tiltekna fræðilega þekkingu. Það að kynnast öðru samfélagi og verða hluti af því er ekki síðri lærdómur og mótar mann enn frekar og verður mikilvæg viðbót við gott nám. Fyrir slíkt verður maður ávallt þakklátur  Á ennþá marga vini  í borginni og hef komið þarna nokkuð reglulega í gegnum árin m.a. varðandi fyrirlestrarhald o.fl.

Ef fram fer sem horfir þá sé ég fram á að kíkja á mína menn í sænska boltanum  Blå vitt (IFK Göteborg) á Ullevi leikvanginum síðsumars. Svo ekki sé minnst Förlunda indjánana (þó engir séu indjánarinir í Frölunda borgarhlutanum) í íshokkíunu,  20 þús manns í Skandinavium og allt á suðupunkti er einstök upplifun. Eða það að spáséra um  Kungports avenyn eina alvöru breiðstrætið í Skandinaviu, nú eða það að skella sér út í eyjarnar í skerjagarðinu á heitum sumardögum.