miðvikudagur, 25. apríl 2012

Hafa áfengisauglýsingar áhrif?

Brá mér í hádeginu (24. apríl) á málstofu Viðskiptafræðideildar HÍ - kl 12:00 í stofu  Ht 101 eins og sagði í auglýsingunni ! Efnið athyglisvert "Hafa áfengisauglýsingar áhrif" Friðrik Eysteinsson fv markaðstjóri Vífilfells  og aðjúnkt við Viðskiptafræðideildina ku hafa átt að vera með framsögu ef marka má auglýsingu um málstofuna?

Áfengisauglýsingar hafa þá einstöku og "phenomal"sérstöðu umfram aðrar auglýsingar að virka alls ekki og ef nokkuð þá bara einungis á þá sem þegar drekka? Þess vegna ber að leyfa þær segja hagsmunaaðilar, sem hlaðnir eru vísindalegum rökum tiltekinna fræðimanna. Sem sérstakur áhugamaður um velferð barna og ungmenna og um lögvarin rétt þeirra til þess að vera laus við áfengisáróður þá hafði  ég uppi áform um að ræða þessi einstöku vísindi að lokinni framsögu. Veit ekki hvort fundurinn var málefnalegur ? sennilega,  a.m.k. var engin vitleysa sögð, engin var framsagan, engar fyrirspurnir en tveir gestir sem spjölluðu um þetta brýna málefni í nokkra stund sammála um að Alþingi ætti að samþykkja fyrirliggjandi frumvarp sem kemur í veg fyrir ómerklega útúrsnúninga úr siðferðilega skýrum núgildandi lögum um bann við áfengisauglýsingum. (sjá ennfremur www.foreldrasamtok.is )

Engin ummæli:

Skrifa ummæli