fimmtudagur, 29. október 2009
þriðjudagur, 27. október 2009
Hve oft á eiginlega að kjósa um þetta álver?
Nú eru komnar fram óskir um nýjar kosningar um stækkun álversins í Hafnarfirði? Sem var fellt eftirminnilega fyrir ca tveimur árum. Segjum sem svo að ef aftur verður kosið og segjum að ef svo illa færi að þessari gríðarlega öflugu kosningavél Rio Tinto tækist í krafti gríðarlegra fjármuna og með auglýsingaskrumi að ná meirihluta fyrir stækkun álvers er þá ekki spurning að kjósa í þriðja sinn að beiðni okkar sem erum á móti stækkun?
Það hlýtur að vera kleyft svo fremi að náist að uppfylla skilyrði fyrir íbúakosningu? Tæknilega virðist því vera hægt að velta þessu máli áfram árum saman og fella eða samþykkja sömu tillöguna mörgu sinnum. Er þetta einhver borðtennisleikur? Þarf að samþykkja tillöguna nokkrum sinnum eða fella nokkrum sinnum, þarf hún eða vera felld eða samþykkt tvisvar eða þrisvar til þess að öðlast gildi eða á hún bara að gilda þegar hún hentar hagsmunum Río Tinto?
Hvað þá ef endalaust á kjósa um þetta sama mál, sem meirihluti bæjarbúa hefur sagt hug sinn í með formlegum hætti, finnst mönnum þá við hæfi að kjósa um þetta samhliða bæjarstjórnarkosningum? Við þau fjölmörgu sem erum í Sól í Straumi urðum vitni að kosningabarráttu stórfyrirtækis sem eyddi milljónum á milljónir ofan og efndi til "kosningabarráttu" þar sem kostað var til hundruðum milljóna, álverið bauð hverjum þeim starfsmanni sem vildi leggja barráttunni lið að gera það á fullum launum, sendu Bo í álpappír að hvert hafnfirsk heimili , gerðu fjölda glansauglýsinga og sýndu látlaust á dýrasta auglýsingatíma, héldu úti heilu flokkum manna sem hringdu á hvert hafnfriskt heimili og héldu úti persónunjósnadeild þar sem skoðanir bæjarbúa voru bókfærðar með skipulegum rafrænum hætti og kolólöglegum enda fór það svo að persónuvernd hafi afskipti af álverinu.
Þetta er grímulaus hagmunabarrátta stórfyrirtækis sem á ekkert skylt við lýðræði hvað þá þetta sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar kallar íbúalýðræði. Í samhengi "álverskosninga" verða bæjarstjórnarkosningar eins og auka mál enda ljóst að stjórnmálaflokkarnir í bænum hafi ekki efni á viðlíka "kosningabaráttu" og Rio Tinto - Eiga næstu bæjarstjórnarkosningar í Hafnarfirði að snúast um "galvaniseraða" eða "ekki galvaniseraða" frambjóðendur og munu frjáls framlög atvinnulífsins taka mið af því? Og hvar er þá lýðræðið svo ekki sé minnst á íbúalýðræðið?
Það hlýtur að vera kleyft svo fremi að náist að uppfylla skilyrði fyrir íbúakosningu? Tæknilega virðist því vera hægt að velta þessu máli áfram árum saman og fella eða samþykkja sömu tillöguna mörgu sinnum. Er þetta einhver borðtennisleikur? Þarf að samþykkja tillöguna nokkrum sinnum eða fella nokkrum sinnum, þarf hún eða vera felld eða samþykkt tvisvar eða þrisvar til þess að öðlast gildi eða á hún bara að gilda þegar hún hentar hagsmunum Río Tinto?
Hvað þá ef endalaust á kjósa um þetta sama mál, sem meirihluti bæjarbúa hefur sagt hug sinn í með formlegum hætti, finnst mönnum þá við hæfi að kjósa um þetta samhliða bæjarstjórnarkosningum? Við þau fjölmörgu sem erum í Sól í Straumi urðum vitni að kosningabarráttu stórfyrirtækis sem eyddi milljónum á milljónir ofan og efndi til "kosningabarráttu" þar sem kostað var til hundruðum milljóna, álverið bauð hverjum þeim starfsmanni sem vildi leggja barráttunni lið að gera það á fullum launum, sendu Bo í álpappír að hvert hafnfirsk heimili , gerðu fjölda glansauglýsinga og sýndu látlaust á dýrasta auglýsingatíma, héldu úti heilu flokkum manna sem hringdu á hvert hafnfriskt heimili og héldu úti persónunjósnadeild þar sem skoðanir bæjarbúa voru bókfærðar með skipulegum rafrænum hætti og kolólöglegum enda fór það svo að persónuvernd hafi afskipti af álverinu.
Þetta er grímulaus hagmunabarrátta stórfyrirtækis sem á ekkert skylt við lýðræði hvað þá þetta sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar kallar íbúalýðræði. Í samhengi "álverskosninga" verða bæjarstjórnarkosningar eins og auka mál enda ljóst að stjórnmálaflokkarnir í bænum hafi ekki efni á viðlíka "kosningabaráttu" og Rio Tinto - Eiga næstu bæjarstjórnarkosningar í Hafnarfirði að snúast um "galvaniseraða" eða "ekki galvaniseraða" frambjóðendur og munu frjáls framlög atvinnulífsins taka mið af því? Og hvar er þá lýðræðið svo ekki sé minnst á íbúalýðræðið?
miðvikudagur, 21. október 2009
Ég er orðin milljónamæringur og loksins einn sem var skotinn
Það urðu mér mikil gleðitíðindi þegar ég í kvöld fékk tilkynningu í tölvupósti um að ég hefði unnið 1.000.000 evrur í hinu virðulega Madridar-lottói og það án þess mér vitanlega að hafa spilað.
Sem ég var að ákveða hvernig snekkju fjölskyldan skyldi koma sér upp þá mundi ég allt í einu mín fyrri samskipti á sviði ofurgróða sem voru aðallega við umkomulausar Afrískar ekkjur sem allar áttu það einnig sameignilegt að vera moldríkar en vegna einhverra hluta gátu þær ekki komið arfinum úr landi. Af milljónum Evrópubúa þá fannst þeim allmörgum tilhlýðilegt að eiga orðastað við mig um vel launuð viðvik tengt arfinum mikla. Það runnu hins vegar á mig tvær grímur og skrifaði ég í framhaldinu eftirfarandi pistil:
Fæ mikið magn af pósti frá fólki sem lent hefur í mikilli ógæfu. Yfirleitt hefjast bréfin á "My former husband general XXXXX sem var keyrður niður, fórst í flugslysi eða var handtekinn og lést í fangelsi, varð fyrir sprengjuárás, eða hvarf sporlaust og hefur ekki sést síðan.
Agaleg tíðindi sem því miður virðast engan endi ætla að hafa því nú nýverið fékk ég fregnir af einum til viðbótar sem yfirgefið hafði þessa jarðvist með byssukúlu í brjóstið.
Hinar afar sorgmæddu fjölskyldur hafa þó allflestar náð að bera harm sinn í hljóði (ef frá er talin hin afar sorglega umfjöllun um jarðvistarskipti ástvinanna í upphafi bréfanna) og tekið til við að ná hinum stórfelldu eignum hins framliðna úr hinu virðulega Nígeríska eða Gahaniska bankakerfi sem ku sýna mikla óbilgirni nema ef vera vildi að einhver góðhjartaður vesturlandabúi vildi vera svo vænn að þiggja nokkrar milljónir til að hjálpa örlítið við að koma nokkrum milljörðum úr landi .
Erindin því ekki beint ósk um hluttekningu og aðstoð í sorgarferlinu - lífið verður að halda áfram þó að einn og annar generálinn fari yfir móðuna miklu - hins vegar óþarfi að láta aurana fara líka - ætlum við að bera ábyrgð á því að ekkjan og fjölskylda hins mikla XXXXX þurfi að borða hrísgrjónavelling það sem eftir er, eins og sauðsvartur almúginn?
Nú eru góð ráð dýr. Var bent á eitt sem virkar þokkalega. Fékk mér sem sagt forritið I hate spam og viti menn sorgarsögum frá Nígeríu og Ghana hefur fækkað verulega - getur verið að þessi fjölmörgu og margþættu áföll séu bundin fáum fjölskyldum? Eða eru bara svona fáar email adressur í Afríku? Eða er einhver að plata mann? Veit það ekki?
Sem ég var að ákveða hvernig snekkju fjölskyldan skyldi koma sér upp þá mundi ég allt í einu mín fyrri samskipti á sviði ofurgróða sem voru aðallega við umkomulausar Afrískar ekkjur sem allar áttu það einnig sameignilegt að vera moldríkar en vegna einhverra hluta gátu þær ekki komið arfinum úr landi. Af milljónum Evrópubúa þá fannst þeim allmörgum tilhlýðilegt að eiga orðastað við mig um vel launuð viðvik tengt arfinum mikla. Það runnu hins vegar á mig tvær grímur og skrifaði ég í framhaldinu eftirfarandi pistil:
Fæ mikið magn af pósti frá fólki sem lent hefur í mikilli ógæfu. Yfirleitt hefjast bréfin á "My former husband general XXXXX sem var keyrður niður, fórst í flugslysi eða var handtekinn og lést í fangelsi, varð fyrir sprengjuárás, eða hvarf sporlaust og hefur ekki sést síðan.
Agaleg tíðindi sem því miður virðast engan endi ætla að hafa því nú nýverið fékk ég fregnir af einum til viðbótar sem yfirgefið hafði þessa jarðvist með byssukúlu í brjóstið.
Hinar afar sorgmæddu fjölskyldur hafa þó allflestar náð að bera harm sinn í hljóði (ef frá er talin hin afar sorglega umfjöllun um jarðvistarskipti ástvinanna í upphafi bréfanna) og tekið til við að ná hinum stórfelldu eignum hins framliðna úr hinu virðulega Nígeríska eða Gahaniska bankakerfi sem ku sýna mikla óbilgirni nema ef vera vildi að einhver góðhjartaður vesturlandabúi vildi vera svo vænn að þiggja nokkrar milljónir til að hjálpa örlítið við að koma nokkrum milljörðum úr landi .
Erindin því ekki beint ósk um hluttekningu og aðstoð í sorgarferlinu - lífið verður að halda áfram þó að einn og annar generálinn fari yfir móðuna miklu - hins vegar óþarfi að láta aurana fara líka - ætlum við að bera ábyrgð á því að ekkjan og fjölskylda hins mikla XXXXX þurfi að borða hrísgrjónavelling það sem eftir er, eins og sauðsvartur almúginn?
Nú eru góð ráð dýr. Var bent á eitt sem virkar þokkalega. Fékk mér sem sagt forritið I hate spam og viti menn sorgarsögum frá Nígeríu og Ghana hefur fækkað verulega - getur verið að þessi fjölmörgu og margþættu áföll séu bundin fáum fjölskyldum? Eða eru bara svona fáar email adressur í Afríku? Eða er einhver að plata mann? Veit það ekki?
fimmtudagur, 15. október 2009
Brennuvargarnir - frábær sýning
Brá mér í Þjóleikhúsið í gærkvöldi - erindið að sjá forsýningu á leikritinu Brennuvargarnir eftir Max Frisch. Óþægilega mikil skírskotun í samtímann þó svo að verkið hafi verið skrifað fyrir margt löngu. Frábær leik- og hljóðmynd. Afburða leikarar með Eggert Þorleifsson fremstan meðal jafningja. Fín sýning, fínn stígandi og áleitið viðfangsefni. Sem sagt gott leikhús og sýning sem á erindi við alla ekki síst á þessum síðust og verstu - hvet fólks til þess að láta þessa sýningu ekki fram hjá sér fara.
laugardagur, 10. október 2009
Af "áhangendaáráttu"
Á meðan engin segir sorry og engin gengst við ábyrgð á hruninu þá verður ekki sátt í íslensku samfélagi - Sorgleg málefnafátækt í þinginu - Halda menn með sínu liði algerlega óháð því sem á undan er gengið? - Er stjórnmálabarátta einhverskonar fótboltaleikur sem byggir á "áhangendaáráttu" fremur en almennri skynsemi?
Veit það ekki en ég skil ekki fylgistölur stjórnmálaflokka þessi dægrin sem ekki eru í neinu samræmi við "aldur og fyrri störf" viðkomandi flokka. Hin blinda ást ruglar fólki í rýminu og það jafnvel svo mikið að sómasamlegt ræstingarfólk fær það óþvegið fyrir það eitt að reyna að þrífa upp óhreinindin eftir ástmöginn.
Veit það ekki en ég skil ekki fylgistölur stjórnmálaflokka þessi dægrin sem ekki eru í neinu samræmi við "aldur og fyrri störf" viðkomandi flokka. Hin blinda ást ruglar fólki í rýminu og það jafnvel svo mikið að sómasamlegt ræstingarfólk fær það óþvegið fyrir það eitt að reyna að þrífa upp óhreinindin eftir ástmöginn.
þriðjudagur, 6. október 2009
25 ár frá BSRB verkfallinu
"Tíminn líður hratt að gervihnattaöld" kvað söngvaskáldið Magnús Eiríksson. Orð að sönnu sem merkja má af því að 25 ár er frá BSRB verkfallinu. Ég tók sem félagsmaður í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar virkan þátt i verkfallsvörslu. Var m.a. sendur suður í Hafnarfjörð í þeim erindagjörðum og kom þá í fyrsta skipti á Hellisgötuna í húsnæði STH Starfsmannafélags Hafnarfjarðar en í því félagi ég átti síðar eftir að verða formaður nokkrum árum seinna. Embætti sem ég gengdi síðan um langa hríð. Þetta voru lærdómsríkir tímar og einstök samstaða lengst af. Hins vegar olli samningur borgarinnar og STRV sem kom eins og þruma úr heiðskíru lofti nokkrum usla sem leiddi til þess að vikuhlé varð á verkfallsaðgerðum meðan að hann var borin undir atkvæði þar sem hann var kolfelldur. Ógleymanlegur tími sem kenndi manni margt ekki hvað síst hvað samstaða getur komið mörgu til leiðar. Sjá nánar umfjöllun á heimasíðu BSRB
http://www.bsrb.is/um-bsrb/frettir/nr/1555/
http://www.bsrb.is/um-bsrb/frettir/nr/1555/
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)