fimmtudagur, 15. október 2009
Brennuvargarnir - frábær sýning
Brá mér í Þjóleikhúsið í gærkvöldi - erindið að sjá forsýningu á leikritinu Brennuvargarnir eftir Max Frisch. Óþægilega mikil skírskotun í samtímann þó svo að verkið hafi verið skrifað fyrir margt löngu. Frábær leik- og hljóðmynd. Afburða leikarar með Eggert Þorleifsson fremstan meðal jafningja. Fín sýning, fínn stígandi og áleitið viðfangsefni. Sem sagt gott leikhús og sýning sem á erindi við alla ekki síst á þessum síðust og verstu - hvet fólks til þess að láta þessa sýningu ekki fram hjá sér fara.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli