fimmtudagur, 30. júní 2011

Anders Guðmundsson og fjölskylda fórst í Líbíu

Mér bárust þær sogarfréttir frá Hr. Gnanih í gegnum Fésbókina að íslendingurinn Anders Guðmundsson og fjölskylda hans sé öll eftir sprengjuárás manna Gaddafis í Libíu.  Svo virðist sem þessi frétt hafi algerlega farið fram hjá íslenskum fjölmiðlum - skil ekki hvers vegna og ekki heldur hvers vegna  Hr. Gnanih er að tilkynna mér þetta sérstaklega. Mun leggja til við lögmaninn að hann snúi sér til fjármálaráðuneytisins eða íslenskra skattayfirvalda. Þó ég sé ríkistarfsmaður þá er ég ekkert í erfðamálum. Birti bréfið hér meðfylgjandi:

"Advocate Raphael Gnanih
O6.BP:311 République du Bénin
Telephone: +229 99387948

Attn:Mr. Árni Guðmundsson

I am Advocat Raphael Gnanih an attorney to Late Anders Guðmundsson, a national of your country, who used to work as the Director of Arabian Gulf Oil Company in republic of Libya West Africa, On 20th Match 2011, my client and his family were attacked by Gaddafi rebel force on his way escaping out of the country during the on going crisis in Libya, unfortunately my client and his family were involved in bombing explosion on there way, I was now in Benin Republic with my family for some months now due to the crisis going on in Libya, my late client had an account valued at about $10.5 Million United States Dollars deposited in the bank of Benin west African I want the proceeds of the amount to be paid into your bank account, then we will share it by percentage 60/40 Please send me your address for more information. My email raphaelgnanih1@9.cn
Your email address.
Occupation and Telephone Number
Regards.Barrister Raphael Gnani"

fimmtudagur, 16. júní 2011

Frábær árangur hjá Jóhönnu

Fjarðarpósturinn 16. júní 2011
Jóhanna Flekenstein tómstunda- og félagsmálafræðingur, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Hraunsins hlaut viðkenningu Foreldraráðs Hafnarfjarðar fyrir árið 2011. Jóhanna er vel að þessari viðkenningu komin enda afburða góður starfsmaður, fagmanneskja fram í fingurgóma og verðugur talsmaður þeirra sem minna mega sín.

föstudagur, 10. júní 2011

Háskólaumhverfið, sérhagsmunasamtök og lýðræðisleg umræða

Það voru fullkomin mistök að leggja niður Þjóðhagsstofnun á sínum tíma. Það var pólitísk ákvörðun byggð á forsendum frjálshyggjunnar. Þjóðhagsstofnun hafði  "orðið það á" að spá ekki því eilífðar sólskini  sem var í hugum forsvarsmanna frjálshyggjunnar og þá sérstaklega þv. forsætisráðherra og helstu ráðgjöfum hans. Við tóku greiningardeildir bankanna og "sérfræðingar" þeirra sem sáu tækifæri í öllu og alltaf var sama sólskinið í efnahagslífinu en því miður algerlega óháð því hvert hið raunverulega ástand var. Tengsl fjármálalífsins og akademíunnar var að einhverju leyti með þeim hætti að stuðningur viðskiptalífsins var "háður" góðum fréttum sbr. ummæli  framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja:

"Eftir fyrirlesturinn fékk Gylfi símtal frá Guðjóni Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja, sem kvartaði undan fyrirlestrinum. Á fundi þeirra nokkrum dögum síðar, þar sem var líka Þórólfur Matthíasson prófessor, tjáði Guðjón þeim Gylfa og Þórólfi að Samtök fjármálafyrirtækja mundu ekki aftur styrkja fyrirlestra á vegum Hagfræðideildar HÍ. Fyrir rannsóknarnefnd
Alþingis sagði Guðjón að ástæða þessa hefði verið sú að hann hefði fengið villandi upplýsingar um efni fyrirlestrarins. Hann hefði komið úr allt annarri átt en þeir áttu von á." ( Rannsóknarnefnd Alþingis VIÐAUKI 1 – SIÐFERÐI OG STARFSHÆTTIR Í TENGSLUM VIÐ FALL BANKANNA 2008, bls 225-226)

Sumt segir sig sjálft  í bókstaflegir merkingu. Ekki verður hjá því komist að velta fyrir sér hlutverki háskólasamfélagsins og þá hvort það hafi að einhverju leiti breyst eftir hrunið?

Kvótafrumvarpið hrákasmíð
„Sérfræðingur við Lagastofnun HÍ gerir alvarlegar athugasemdir við nánast öll ákvæði frumvarpsins og leggur til að það verði fellt eða taki verulegum breytingum í meðferð þingsins. Hið svokallaða minna kvótafrumvarp sjávarútvegsráðherra á sér fáa líka í flokki óvandaðra lagafrumvarpa á sviði íslenskrar fiskveiðistjórnunar."

Þetta segir Helgi Áss Grétarsson sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands í umsögn sinni um frumvarpið sem lögð var fram í dag. Hann gerir alvarlegar athugasemdir við nánast öll ákvæði frumvarpsins og leggur til að frumvarpið í heild verði fellt eða þá að það taki verulegum breytingum í meðförum þingsins. Landssamband íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, kostar stöðu sérfræðings til rannsókna í auðlindarétti við Lagastofnun Háskóla Íslands.“ (RUV 6/6 2011)

Lagastofnun og LÍÚ semja um 22,5 milljón króna styrk
„Landssamband íslenskra útvegsmanna og Lagastofnun Háskóla Íslands hafa skrifað undir samning um kostun starfs sérfræðings til rannsókna í auðlindarétti við Lagastofnun. Samningurinn tekur gildi þann 1. ágúst 2009 og kemur í stað fyrri þriggja ára samnings sömu aðila. LÍÚ greiðir Lagastofnun kr. 7,5 milljónir árlega vegna stöðunnar.
Markmið samningsins er að efla rannsóknir á sviði auðlindaréttar. Lagastofnun mun á grundvelli samningsins láta fara fram lögfræðilegar rannsóknir á reglum um fiskveiðistjórnun og réttarstöðu þátttakenda í fiskveiðistjórnunarkerfum. Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur, sem hefur sinnt stöðu sérfræðings við þessar rannsóknir undanfarin ár, mun starfa áfram á grundvelli samningsins. Umsjónarmaður náms í auðlindarétti skal hafa faglegt eftirlit með rannsóknarverkefninu og framvindu þess. Samningurinn er óuppsegjanlegur á samningstímanum og hefur LÍÚ enga aðkomu að rannsókninni eða rannsóknarniðurstöðum frekar en samkvæmt fyrri samningi.
María Thejll, forstöðumaður Lagastofnunar, segir samninginn mjög mikilvægan fyrir stofnunina á tímum samdráttar og niðurskurðar...“ (Vefur HI.is)

Gestir óánægðir með ræðu prófessors
„Baulað var á Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði, þegar hann hélt ávarp á hátíðardagskrá Sjómannadagsins á Granda í dag. Ragnar sagði að grafið hafi verið kerfisbundið undan framfarasókn í sjávarútvegi en nú hafi þessi ógn margfaldast. Ragnar sagði þau kvótafrumvörp sem nú hafa verið lögð fram kollvarpa gildandi kerfi fiskveiða, verði þau að lögum.
Nokkrir gestir létu óánægju sína með ræðu Ragnars í ljós með bauli.
Jón Bjarnason flutti einnig ræðu, þar sagði hann að Íslendingar myndi ekki láta fiskimiðin af hendi, hvorki til ríkjasambanda né fyrirtækja.“ (RUV 5/6 2011)

Beinn fjárhagslegur stuðningur
„Beinn fjárhagslegur stuðningur einstakra fyrirtækja við viðskiptadeildirnar leiddi oft á tíðum til sjálfsritskoðunar meðal nemenda og kennara skólanna. Ég man t.d. eftir einu atviki þar sem ég fjallaði um hegðun stjórnenda Eimskips á níunda áratug síðustu aldar til að útskýra það sem hagfræðin kallar
Umboðsvandann (principal agent problem). Umboðsvandinn felst í aðstæðum þar semhagsmunir margra smárra eigenda fyrirtækis og stjórnenda þess fara ekki saman. Einn nemandi minn klagaði mig fyrir að fjalla á neikvæðan hátt um Eimskip í kennslustofu sem kennd var við Eimskip. Þetta og önnur sambærileg atvik urðu til þess að ég var eindregið hvött til þess af stjórnendum skólans að fjalla á jákvæðan hátt um íslensk fyrirtæki. Í kjölfarið ákvað ég að draga mig út úr opinberri umræðu um málefni sem tengdust beint íslenskum fyrirtækjum. Ég vildi halda vinnunni.“
Lilja Mósesdóttir: „Viðskiptafræði á tímum útrásar.“ Erindi á málþingi Reykjavíkurakademíunnar í Háskólabíói 25. október 2008.
(VIÐAUKI 1 – SIÐFERÐI OG STARFSHÆTTIR Í TENGSLUM VIÐ FALL BANKANNA 2008, bls 220)


Háskóli vettvangur sannleiksleitar (í boði Coca Cola ?)
"Ein meginforsenda þess að háskóli geti verið vettvangur sannleiksleitar er að hann búi við frjálslynt, lýðræðislegt umhverfi sem lætur sig til að mynda varða mannréttindi á borð við tjáningarfrelsi og aðrar forsendur upplýstrar skoðanamyndunar.
Að öðrum kosti er hætt við að fjari smám saman undan þeirri menningu sem háskólar eru sprottnir úr og þeir hafa stuðlað að. Í siðareglum Háskóla Íslands eru ákvæði um ábyrgð háskólamanna gagnvart samfélaginu þar sem þeir eru hvattir til þess að efla frjáls, málefnaleg og gagnrýnin skoðanaskipti og minntir á ábyrgð sína sem háskólaborgarar." (Rannsóknarskýrsla Alþingis - VIÐAUKI 1 – SIÐFERÐI OG STARFSHÆTTIR Í TENGSLUM VIÐ FALL BANKANNA 2008, bls 220)

"Háskólar hafa því ekki farið varhluta af svonefndri viðskiptavæðingu samfélagsins og hafa áhyggjur manna aukist af áhrifum þess á háskólastarf, meðal annars vegna þess að siðfræði vísinda og siðferði í viðskiptum fer illa saman.(936) Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa sýnt að háskólakennarar þiggi ekki aðeins í vaxandi mæli styrki frá fyrirtækjum til að fjármagna rannsóknir sínar, heldur séu þeir og háskólarnir einnig iðulega sjálfir hluthafar í fyrirtækjunum eða fjárhagslega tengdir þeim með öðrum hætti.(937) Færð hafa verið rök fyrir því að þetta dragi úr heiðarleika fræðimanna, þrengi sjóndeildarhring þeirra og val á viðfangsefnum rannsókna.(938)  Hætta á hagsmunaárekstrum stóreykst vitanlega samfara þessari þróun. Sem dæmi má nefna eftirfarandi: „Michael MacCarthy, einn af ritstjórum breska læknavísindatímaritsins The Lancet, heldur því fram að slík tengsl séu orðin svo algeng að „oft sé erfitt að finna nokkurn mann sem ekki hefur fjárhagslegra hagsmuna að gæta“ til að ritrýna fyrir tímaritið greinar um lyf eða læknismeðferð.“(939) Það er mikilvæg spurning hvernig tryggja megi sjálfstæði háskólanna gagnvart auknum fjárhagslegum hagsmunum. Hugsjónir háskólastarfsins eru í húfi"
936. Press, Eyal, og Jennifer Washburn: „Háskólar á framfærslu fyrirtækja.“ Magnús D. Baldursson þýddi og stytti. Fréttabréf Háskóla Íslands, 3. tbl. 22. árg. ágúst 2000, bls. 7. Jennifer Washburn hefur skrifað bókina University, Inc.: The Corporate Corruption of Higher Education (Basic Books 2005) þar sem hún færir rök fyrir því að viðskiptavæðing bandarískra háskóla hafi grafið undan akademískum gildum. 
937. Press, Eyal, og Jennifer Washburn: „Háskólar á framfærslu fyrirtækja.“ Magnús D. Baldursson þýddi og stytti. Fréttabréf Háskóla Íslands, 3. tbl. 22. árg. ágúst 2000, bls. 7. 938. Sjá t.d. Monibot, George: „Guard Dogs of Perception: The Corporate Takeover of Science.“ Science and Engineering Ethics 9 (2003), bls. 49–57. 
939. Press, Eyal, og Jennifer Washburn: „Háskólar á framfærslu fyrirtækja.“ Magnús D. Baldursson þýddi og stytti. Fréttabréf Háskóla Íslands, 3. tbl. 22. árg. ágúst 2000, bls. 7–8.

"Vísindastarf lýtur bæði þekkingarfræðilegum og siðfræðilegum viðmiðum sem eru forsendur þess að fræðimenn gæti hlutlægni.(963) Háskólar hafa notið mikils trausts í samfélaginu og ætla má að það stafi ekki síst af því að fólk telji að háskólamenn leitist við í málflutningi sínum að hafa það sem sannara reynist og stenst röklega skoðun. Þessi hugsjón vísindastarfs er samofin hugmyndinni um háskóla sem griðland hugsunar sem er frjáls undan afskiptum afla sem vilja ráðskast með rannsóknir fræðimanna og niðurstöður þeirra. Þetta tengist kröfunni um hlutleysi vísinda um verðmæti, en hana má orða þannig að hún kveði á um frelsi til að fylgja fræðilegum rökum og efla vísindaleg verðmæti og frelsi undan afskiptum afla sem reyna að sveigja menn af þeirri leið í nafni verðmæta sem koma vísindum ekki við.(964) Hugsjónin er sú að fræðimönnum beri einungis að lúta staðreyndum og fræðilegum rökum og halla ekki réttu máli vegna annarra hagsmuna sem þeir kunna að hafa eða vegna þrýstings utanaðkomandi afla. Í viðleitni sinni til þess að hafa þessa hugsjón í hávegum er mikilvægt að vísindasamfélagið sé á varðbergi gagnvart því hvernig fræðin kunna að vera misnotuð til að þjóna sérhagsmunum í samfélaginu." (Rannsóknarskýrsla Alþingis - VIÐAUKI 1 – SIÐFERÐI OG STARFSHÆTTIR Í TENGSLUM VIÐ FALL BANKANNA 2008, bls 220)

Almenningur í landinu ,sem seint flokkast undir þrælskipulögð hagsmunasamtök,  á ekki fúlgur fjár til þess að kosta rannsóknir í sína þágu. Er það hlutverk vísindasamfélagsins að hlaupa á eftir þeim aðilum sem hafa yfir fjármagni að ráða ? Og er hægt að gera ráð fyrir því að í þeim tilfellum séu vísindamenn óháðir? Eiga kostaðar fræðilegar úttektir að vera grunnur lýðræðislegrar umræðu í samfélaginu? Á  hugtakið vanhæfi ekki við í íslensku háskólasamfélagi. Þarf  háskólasamfélagið ekki að hefja sig upp yfir allan vafa? Held að það hljóti að vera krafa samtímans og ekki síst í ljósi þeirra hremminga sem íslenskt þjóðfélag hefur átt í síðustu ár.