fimmtudagur, 30. júní 2011

Anders Guðmundsson og fjölskylda fórst í Líbíu

Mér bárust þær sogarfréttir frá Hr. Gnanih í gegnum Fésbókina að íslendingurinn Anders Guðmundsson og fjölskylda hans sé öll eftir sprengjuárás manna Gaddafis í Libíu.  Svo virðist sem þessi frétt hafi algerlega farið fram hjá íslenskum fjölmiðlum - skil ekki hvers vegna og ekki heldur hvers vegna  Hr. Gnanih er að tilkynna mér þetta sérstaklega. Mun leggja til við lögmaninn að hann snúi sér til fjármálaráðuneytisins eða íslenskra skattayfirvalda. Þó ég sé ríkistarfsmaður þá er ég ekkert í erfðamálum. Birti bréfið hér meðfylgjandi:

"Advocate Raphael Gnanih
O6.BP:311 République du Bénin
Telephone: +229 99387948

Attn:Mr. Árni Guðmundsson

I am Advocat Raphael Gnanih an attorney to Late Anders Guðmundsson, a national of your country, who used to work as the Director of Arabian Gulf Oil Company in republic of Libya West Africa, On 20th Match 2011, my client and his family were attacked by Gaddafi rebel force on his way escaping out of the country during the on going crisis in Libya, unfortunately my client and his family were involved in bombing explosion on there way, I was now in Benin Republic with my family for some months now due to the crisis going on in Libya, my late client had an account valued at about $10.5 Million United States Dollars deposited in the bank of Benin west African I want the proceeds of the amount to be paid into your bank account, then we will share it by percentage 60/40 Please send me your address for more information. My email raphaelgnanih1@9.cn
Your email address.
Occupation and Telephone Number
Regards.Barrister Raphael Gnani"

9 ummæli:

  1. Þetta ekkert annað en spam, ósköp svipað þessum nígeríusvindlum sem eru í gangi :)

    Skondið að sorp rita risinn pressan.is skuli birta þetta á síðu sinni og vera reyna búa til frétt úr engu, líkt og oft áður.

    SvaraEyða
  2. Sigurður Helgason01 júlí, 2011 09:55

    Þetta er svo klárlega Nígeríuscam, ég vona að þú hafir líka áttað þig á því.

    SvaraEyða
  3. uhm ég er nokkuð viss um að þetta sé peningaþvætti eða svona afríku bréf þar sem þú ert rændur af peningum

    SvaraEyða
  4. hvaða vitleysa er þetta í ykkur, auðvitað er þetta ekkert svindl og því augljóst að næsta skref hlýtur að vera að senda herra Gnabú heimilisfangið og hirða 40 eða 60 % hlutinn í monningunum, þvílíkur stórgróði fyrir að gera ekki neitt !!! það er eitthvað sem okkur sönnum íslendingum líkar !

    SvaraEyða
  5. Þetta er spam. Ég er alveg hissa að einhver skuli taka þetta alvarlega

    SvaraEyða
  6. Þetta er nákvæmlega template-ið fyrir Nigeríusvindl

    SvaraEyða
  7. Þeir eru á eftir reikningsnúmerinu/banka upplýsingum.

    Svona á maður að eyða um leið og það berst.

    eða gera grín af því áður.. eins og þú gerir hér ;)

    kv.
    Einar E.

    SvaraEyða
  8. Alvarlega illa er farið fyrir vorri þjóð. Ekki nokkur maður áttar sig á kaldhæðninni sem fylgir þessum skrifum. Ég velti þvi fyrir mér hvernig þeim gengur að fóta sig í lífinu.

    SvaraEyða