miðvikudagur, 28. apríl 2004

Ég held að þessarar ríkisstjórnar

Ég held að þessarar ríkisstjórnar,
sem vonandi fer frá sem fyrst, verði helst minnst fyrir stanslausar og óbilgjarnar deilur sínar við öryrkja árum saman, hennar verður minnst fyrir látlausar árásir á Hæstarétt og óvirðingu við dómskerfið, hennar verður minnst fyrir undarleg viðhorf gagnvart innflytjendum, hennar verður minnst fyrir skraddarasaumuð ofur eftirlaunalög varðandi sérhagsmuni einstakra stjórnmálamanna, hennar verður minnst fyrir fálæti gagnvart vaxtaokri og verðsamráð af margvíslegum toga, hennar verður minnst fyrir að selja eigur almennings á tómbóluprís til útvaldra, hennar verður minnst fyrir að gefa auðlindir sjávarins til fárra útvaldra og festa í sessi kvótabraskið, hennar verður minnst fyrir byggðaröskun, hennar veður minnst fyrir að klúðra heilbrigðiskerfinu, hennar verður minnst fyrir skattpíningu, hennar verður minnst fyrir fálæti og dugleysi gagnvart hagsmunum og velferð alþýðunnar, hennar verður minnst fyrir grjótharða hagsmunagæslu í þágu sérstakra auðhópa og hennar verður minnst fyrir árásir á aðra slíka sem eru stjórnvöldum ekki þóknanlegir.

Eftirmæli: Hagsmunagæsla fyrir útvalin hóp hins íslenska aðals - tókst vel, en ansi langt seilst í að halda "silfurskeiðunum" á sínum stað, tilgangurinn helgaði meðalið.

Velti fyrir mér hvort við eigum þetta skilið - einhverjir kjósa þennan mannskap ítrekað -og svona er nú lýðræðið - sennilega einhverjir með óbragð í munninum eins og einu sinni var svo snyrtilega orðað.

Mun hins vegar fagna þegar að sér fyrir brotthvarf þessara ríkisstjórnar, mun jafnvel skála við einhverja vini mín af tilefninu - Bermúda skál - varla.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli