mánudagur, 19. apríl 2004

Ekki fer miklum fréttum af rafrænum happdrættismálum

Ekki fer miklum fréttum af rafrænum happdrættismálum
hjá Hafnarfjarðarbæ. Ekki hefur nokkur maður sést missa sig í taumlausri gleði yfir óvæntum feng. Það er sem sagt sama smotteríið til útborgunar hvort sem maður fær rafrænan launaseðill eður ei. Tvennt kann að valda tíðindaleysinu þ.e. að vinningar voru óverulegir eða hitt að um slíkar fúlgur sé að ræða að viðkomandi vilji alls ekki gefa upp nafn sitt.

Þetta ku vera alsiða hjá hinum stóru lottófyrirtækjum. Þar er einnig boðin fjármálaráðgjöf. Hver veit nema að okkar ástkæra rekstrarteymi sitji nú með sveittan skallann í ráðgjafavinnu með hinum heppna bæjarstarfsmanni sem vann þann stóra í raf-launaseðla-happdrætti bæjarins? Eða þá hitt að áreiðanleiki dagsetningarinnar 1. apríl ( dregið 1. apríl!!!!) sem veldur nokkrum ugg, enda margt brallað á þeim merka degi sem hefur lítið með raunveruleikann að gera ?

Veit það ekki - bíð hins vegar spenntur tíðinda af þessum vettvangi og mun að sjálfsögðu deila þeim tíðindum með lesendum síðunnar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli