Gleðilegt sumar
Sem svo sannarlega er raunin hér í Kaupmannahöfn.. Er sem sagt staddur þar ásamt föngulegum hópi starfsmanna ÍTH sem eru í námsferð. Margt gott hægt að læra af danskinum á sviði félagsmiðstöðvamála sem og á sviði félagsmála almennt.
Athyglisvert er starf lögreglunar á sviði æskulýðsmála, svo kallað PUK starf eða Polisens ungdomsklubber. Fyrirbyggjandi hópastarf í fyrirrúmi og markmiðið að snúa unglingum í áhættuhópum inn á réttar brautir. Frábært starf og árangursríkt, öllum til heilla , einstaklingnum sem og samfélaginu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli