miðvikudagur, 14. apríl 2004

Ólafur Þór vinur minn

Ólafur Þór vinur minn
og kollegi í Sandgerði stendur í stórræðum þessa daganna. Æskulýðsfulltrúinn Ólafur er látinn kenna á því sem minnihlutamaðurinn og bæjarfulltrúinn Ólafur gerir eða finnst? Njóta opinberir starfmenn ekki kjörgengis eða almennra lýðréttinda og þurfa opinberri starfsmenn að afsala sér þátttöku í lýðræðislegri umræðu samfélagsins? Nei segi ég bæjarstarfsmenn hafa öll almenn lýðréttindi og ég undrast yfir þeirri lágkúru sem vini mínum er sýnd með því að sparka í æskulýðsfulltrúann fyrir það sem bæjarfulltrúinn gerir.

Hef sjálfur sem embættismaður og verkalýðsforingi
fengið að kenna á því, en í afar litlu mæli, enda sem betur fer flestir stjórnmálamenn sem hafa gæfu til þess að skilja á milli hlutverka og embætta er fólk gegnir hverju sinni.

Í Sandgerði
er því ekki að skipta um þessar mundir og synd að harðduglegur og vandaður embættismaður eins og Ólafur Þór Ólafsson skuli í raun flæmdur úr starfi fyrir það eitt að vilja vinna bæjarfélagi sínu gagn með þátttöku í bæjarstjórnarmálum. Ráðstjórn af versta tagi og vinnubrögð sem eru engu bæjarfélagi til sóma.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli