Það segir fátt af einum, þessa dagana, þegar að ríkustu fátæklingar í heimi fara að ókyrrast út af bágbornu efnahagsástandi. Hvar er Hannes? spyrja menn í síversnandi kreppunni og velta fyrir sér hver sé hin fræðilega útskýring Hólmsteins Gissurarsonar á þessum vandræðagangi í spilverki nýfrjálshyggjunnar bæði hérlendis og erlendis.
Ekki er nú beint hægt að heimafæra vandræðaganginn upp á gamla Sovétið eða kommunistaliðið. Sumir segja að hugmyndakerfið sé fullkomin “stéttaskilvinda” en aðrir að nú sé þar komið í Matadorinu að allar bestu göturnar séu komnar á fárra manna hendur og nú sjái fyrir lok leiksins. Rót vandans liggi mest megnis í þessu?
Hvað veit maður – Hannes þegir og við hinir ríku fátæklingar vitum ekki af þeim sökum í hvorn fótinn við eigum að stíga í. Erum við eins og tilraunastofa frjálshyggjunnar í Chile eða erum við eins nýfrjálshyggjan í Nýja Sjálandi? Hvað segir Thatcher? Hannes þögnin er æpandi - hefur frjálshyggjan engin svör?
Virkilega góð pæling. Kv. Brynjar
SvaraEyða